Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Enn þjar­mað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins

Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í pontu Alþingis, undir liðnum Fundarstjórn forseta, og greindi frá því að fyrir lægi bréf frá ríkisendurskoðanda til Flokks fólksins þar sem varað hefði verið við að hann fengi ólögmæta styrki.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Skýr og lausnamiðuð af­staða Fram­sóknar til veiðigjalda

Framsókn hefur tekið skýra og málefnalega afstöðu í umræðunni um veiðigjöld. Við styðjum heilshugar réttmæta kröfu samfélagsins um að sameiginleg sjávarauðlind þjóðarinnar skili arði sem gagnast samfélaginu öllu. Hins vegar skiptir máli hvernig það er gert. Óvönduð skattheimta getur skaðað atvinnulíf, dregið úr nýsköpun og veikt byggðir sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi.

Skoðun
Fréttamynd

Að mása sig hása til að tefja

Hvernig er í nýju vinnunni er spurning sem ég fæ mjög reglulega þessa dagana. Ég get sagt mjög margt um nýju vinnuna sem ég er ákaflega stolt af, eins og það hvað hér er mikið af öflugu fólki úr ólíkum áttum, verkefnin eru bæði spennandi og krefjandi og ég fæ að kynnast vel ýmsum krókum og kimum samfélagsins á allt annan hátt en áður en ég byrjaði að vinna sem þingkona.

Skoðun
Fréttamynd

Stærð er ekki mæld í senti­metrum

Það var eitt sinnið að ég var í fermingarveislu. Svo sem ósköp venjuleg fermingarveisla með kökum og öðru kruðeríi og síst eftirminnilegri en aðrar fermingarveislur. Eitt atvik varð þó mér að minni.

Skoðun
Fréttamynd

Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikil­vægari en aðrir

Þingflokksformaður Miðflokksins segir koma sér á óvart að Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra hafi verið á vinnufundi á vegum Viðreisnar í Smiðju meðan stjórnarandstaðan boðaði hann á þingfund á laugardag. Það sé ekki Daða að meta hvaða fundir séu mikilvægari en aðrir þegar hann er boðaður með þessum hætti. 

Innlent
Fréttamynd

Í­búðar­hús­næði sem heimili fólks

Á Alþingi eru mörg stór og mikilvæg mál til umræðu. Eitt þeirra er stórt baráttumál Samfylkingarinnar sem fór mikið fyrir í aðdraganda síðustu kosninga. Staðan á fasteignamarkaði hér á landi er fjarri því að vera góð, skortur hefur verið á húsnæði til búsetu á sama tíma og ferðamannastraumur til landsins hefur verið sem mestur.

Skoðun
Fréttamynd

Hrærður yfir á­huga stjórnar­and­stöðunnar en hafði annað að gera

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sakar stjórnarandstöðuna um pólitískan leik með því að hafa látið sig hverfa af þingfundi áður en Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra mætti til að svara umræðum þeirra á laugardag. Hann segir það algilda venju að breytingartillögum um nefndarvísan sé frestað milli þingfunda. Daði segist hafa haft öðrum skyldum að gegna. 

Innlent
Fréttamynd

„Vand­ræða­legt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þing­fund

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn.

Innlent
Fréttamynd

„Hreint og tært mál­þóf í sinni skýrustu mynd“

Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 

Innlent
Fréttamynd

Lengstu fyrstu um­ræðu í sögu Al­þingis lokið

Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar.

Innlent
Fréttamynd

Gagnaþjófnaður til rann­sóknar á þremur stöðum

Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu ætlar að ráðast í umfangsmikla frumkvæðisathugun vegna gagnaþjófnaðarins frá sérstökum saksóknara. Ríkissaksóknari hefur sagt sig frá rannsókn málsins og vísað því til lögreglunnar á Suðurlandi. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að taka málið til umfjöllunar.

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn slá Ís­lands­met

Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er vondur klukku­tími hér í þessum þing­sal“

Umræðan um veiðigjaldamálið svokallaða hélt áfram í þingsal fram til klukkan eitt í nótt. Undir það síðasta tókust þingmenn helst á um fundarstjórn og vildi minnihlutinn fá að vita hversu lengi stæði til að ræða málið. Meirihlutinn og forseti Alþingis voru sakaðir um að hafa gengið á bak orða sinna varðandi fundartíma og áætlun.

Innlent
Fréttamynd

Skipu­lögð brota­starf­semi er komin til að vera

Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn, segir Ísland ekki undanskilið þróun skipulagðrar brotastarfsemi sem hefur átt sér stað í á Norðurlöndunum, þá sérstaklega í Svíþjóð. Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera.

Innlent
Fréttamynd

Orðskrípið sem bjarga á veiði­gjaldinu

Veiðigjaldafrumvarpið sem rætt var á Alþingi í vikunni vekur upp áhyggjur eins og það er í núverandi mynd – sérstaklega þegar litið er til þeirra byggða sem mest reiða sig á sjávarútveg.

Skoðun