

Besta deild karla
Leikirnir

Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum
Leifur Andri Leifsson, oft kallaður herra HK, er hættur knattspyrnuiðkun eftir farsælan feril með uppeldisfélaginu. Félagið hefur spilað stóran sess í lífi hans en fjölskyldan fær nú forgang.

„Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“
Kristinn Freyr Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við Val í Bestu deild karla í knattspyrnu til loka tímabilsins 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Valur sendi frá sér í dag, þriðjudag.

Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða bann vegna veðmálaþátttöku.

Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“
Utanaðkomandi styrkir til knattspyrnudeildar Fram voru rúmlega 143 milljónum króna hærri í fyrr en árið 2023. Þar spilar inn í veglegur arfur sem deildin fékk.

Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu
Breiðablik, ríkjandi Íslandsmeistari karla í fótbolta, er um þessar mundir í æfingaferð erlendis. Í myndbandi af æfingu liðsins má sjá Þorleif Úlfarsson, uppalinn Blika, sem hefur undanfarin ár spilað í Bandaríkjunum og Ungverjalandi.

Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram
Hinn þrítugi Simon Hjalmar Friedel Tibbling er við það að ganga í raðir Fram. Á hann að styrkja miðsvæði liðsins í Bestu deild karla í knattspyrnu.

Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“
Þriðja þáttaröð af Lengsta undirbúningstímabili í heimi hefst í kvöld. Í fyrsta þættinum verða nýliðar Aftureldingar í Bestu deild karla teknir fyrir.

Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg
Víkingar hafa samþykkt að selja einn sinn besta leikmann, Ara Sigurpálsson, til sænska knattspyrnufélagsins Elfsborg nú þegar þrjár vikur eru í þeirra fyrsta leik á nýrri leiktíð í Bestu deildinni.

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Ný aðstaða fyrir knattspyrnudeild Skagamanna mun gjörbreyta landslaginu fyrir félagið.

Hinrik farinn til Noregs frá ÍA
Hinrik Harðarson er genginn til liðs við norska félagið Odds BK frá ÍA.

Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings
Nú er orðið ljóst að næstu bikarmeistarar Íslands í fótbolta karla fara í undankeppni Evrópudeildarinnar, næstbestu Evrópukeppninnar, í stað Sambandsdeildar Evrópu. Liðið sem endar í 2. sæti Bestu deildarinnar í ár sleppur auk þess við fyrsta stig undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Markvörður FH fer heim til Keflavíkur
FH og Keflavík hafa náð samkomulagi um félagsskipti markvarðarins Sindra Kristins Ólafssonar en þetta kemur fram á miðlum FH-inga í kvöld.

Lengsta undirbúningstímabilið að klárast
Baldur Sigurðsson mun venju samkvæmt hita upp fyrir fótboltasumarið með því að hitta lið úr Bestu deildunum á æfingum.

Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni
Rúnari Kristinssyni, þjálfara Fram, er ekki skemmt eftir að einn af leikmönnum liðsins, Alex Freyr Elísson, skrópaði á æfingu í æfingaferð Framara á Spáni.

Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu
Stjörnumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson getur þakkað fyrir það að fá bara tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu sína í leik Stjörnunnar og KR í Lengjubikarnum á dögunum.

Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra í fótbolta, viðurkennir að hafa veðjað á leiki í Bestu deild karla. Hann segist hafa brugðist sjálfum sér og segir að dómstólar KSÍ muni fá mál hans til rannsóknar.

Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum
Norski miðjumaðurinn Marius Lundemo hefur samið við Val og mun leika með liðinu í Bestu deild karla næstu tvö árin. Lundemo kom til móts við Valsmenn sem eru í æfingaferð á Marbella á Spáni.

Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur beðið Gabríel Hrannar Eyjólfsson, leikmann KR, afsökunar á tæklingu gærdagsins sem hefur vakið töluverða athygli. Þetta staðfestir þjálfari KR.

QPR vildi Þorra en Fram sagði nei
Enska knattspyrnufélagið Queens Park Rangers, sem leikur í næstefstu deild, gerði tilboð í miðvörðinn unga Þorra Stefán Þorbjörnsson í vetur en Fram hafnaði tilboðinu.

Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu
FH og Vålerenga gerðu 1-1 jafntefli í dag í æfingarleik á Marbella á Spáni þar sem liðin eru í æfingarbúðum fyrir komandi tímabil.

Thomsen mættur aftur í íslenska boltann
Framherjinn Tobias Thomsen hefur ákveðið að snúa aftur í íslenska fótboltann og nú með Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Sveinn Margeir Hauksson samdi við Víking eftir að síðasta tímabili í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það var strax ljóst að hann yrði ef til vill ekki með liðinu allt sumarið verandi í háskólanámi í Bandaríkjunum en nú stefnir í að hann missi af öllu sumrinu vegna meiðsla.

Víðir með Vestmannaeyingum í sumar
Hinn 32 ára gamli Víðir Þorvarðarson hefur framlengt samning sinn við ÍBV og tekur slaginn með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu í sumar.

Daði Berg frá Víkingi til Vestra
Vestri hefur fengið Daða Berg Jónsson á láni frá Víkingi. Hann er annar leikmaðurinn sem Vestri hefur fengið á jafn mörgum dögum.

Víkingar skipta um gír
Sölvi Geir Ottesen gengur stoltur frá fyrsta verkefni sínu sem þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta. Evrópudraumurinn er nú úti og leikmenn liðsins skipta um gír. Þeir snúa sér að undirbúningi fyrir komandi Íslandsmót.

Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja
Vestri hefur samið við eistneska framherjann Kristoffer Grauberg Lepik. Hann mun leika með liðinu í Bestu deild karla í sumar.

Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val
Kjartan Kári Halldórsson var orðaður við Val og Víking sem bæði hafa boðið í strákinn en nú staðfestir hann sjálfur að hann fari ekki fet og verði áfram í Hafnarfirðinum.

Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Magnús Orri Schram er nýr formaður knattspyrnudeildar KR. Hann hlaut kjör á aðalfundi deildarinnar í gær og tekur við Páli Kristjánssyni.

Atli Sigurjóns framlengir við KR
Fótboltamaðurinn Atli Sigurjónsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KR.

Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR
Björgvin Brimi Andrésson hefur ákveðið að hætta hjá KR og fara frekar aftur til uppeldisfélags síns Gróttu.