Netflix, Stöð2+, Prime og Disney greiði til menningar Menningar-og viðskiptaráðuneytið leggur til að innlendar og erlendar streymisveitur greiði svokallað „menningarframlag“ til íslensks samfélags. Markmiðið er að efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til fjárfestingar í framleiðslu á innlendu efni. Framlagið á ekki að ná til steymisveitna með litla veltu eða fáa notendur og ekki til Ríkisútvarpsins. Viðskipti innlent 21. maí 2024 13:38
Forðast drama eins og heitan eldinn Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni. Lífið 20. maí 2024 09:44
Stóðu upp og klöppuðu í fimm mínútur fyrir Ljósbroti Kvikmyndahúsagestir stóðu upp og klöppuðu í fimm mínútur í gærkvöldi þegar Ljósbrot, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, var frumsýnd á verðlaunahátíðinni í Cannes. Bíó og sjónvarp 16. maí 2024 16:13
Stjörnurnar vilja Spacey úr sjö ára útlegð Hollywood stjörnur vilja að leikarinn Kevin Spacey fái að snúa aftur í bransann og leika að nýju eftir sjö ára útlegð, eins og því er lýst. Leikarinn hefur ekki leikið síðan árið 2017 þegar ungir menn í Bretlandi og í Bandaríkjunum stigu fram og hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þeim á barnsaldri en síðar sýknaður. Bíó og sjónvarp 16. maí 2024 10:53
Fundu föt við hæfi á síðustu stundu fyrir Cannes Leikararnir Mikael Kaaber og Katla Njálsdóttir eru nýlent í Cannes í Frakklandi þar sem frægasta kvikmyndahátíð í heimi hefst í dag. Þau Mikael og Katla fara bæði með hlutverk í kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot sem í dag verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni og er ein af opnunarmyndum hennar. Bíó og sjónvarp 15. maí 2024 10:00
Vill sjá Latabæ birtast aftur í sjónvarpsstöðvum heims Magnús Scheving, höfundur Latabæjar, hefur eignast sjónvarpsþættina heimsfrægu á ný ásamt vörumerki og hugverkaréttindum. Magnús segir þættina tímalausa og enn eiga erindi. Innlent 14. maí 2024 20:04
Fyrsta kitlan úr annarri seríu Rings of Power Fyrsta kitlan úr annarri seríu úr smiðju Amazon úr Lord of the Rings heiminum, Rings of Power, er kominn á netið. Þættirnir Rings of Power gerast þúsundum ára á undan sögunni um Frodo, Sam, Aragorn og félaga. Bíó og sjónvarp 14. maí 2024 16:03
Sorgin allsráðandi í fyrstu stiklunni úr Ljósbrot Fyrsta stiklan úr kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot er komin á netið. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi á morgun og er ein af opnunarmyndum hennar. Bíó og sjónvarp 14. maí 2024 14:56
Statham og Baltasar sameina krafta sína í væntanlegri hasarmynd Leikarinn Jason Statham mun fara með aðalhlutverk í væntanlegri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndina á að kynna á Cannes-kvikmyndamarkaðnum sem fer fram í þessari viku. Bíó og sjónvarp 13. maí 2024 22:11
Bíó og plokkfiskur á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina Það stendur mikið til á Patreksfirði því um hvítasunnuhelgina verður haldin þar hátíð íslenskra heimildarmynda. Auk þess verður boðið upp á plokkfiskveislu og limbókeppni. Lífið 12. maí 2024 12:29
Gefi raunsanna mynd af stefnumótahremmingum trans kvenna „Karlmenn vilja oft stundum bara deita trans konur en ekki sjást með þeim á almannafæri,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, talsmanneskja fyrir réttindum trans fólks, í umræðum um Netflix-þættina umtöluðu Baby Reindeer. Hún hefur sjálf átt sína reynslu af eltihrelli. Bíó og sjónvarp 3. maí 2024 07:00
Potter-stjarna harmar hvernig fór með Rowling Daniel Radcliffe, stjarna kvikmyndanna um Harry Potter, segir að sér þyki ákaflega dapurlegt hvernig fór fyrir sambandi hans við J.K. Rowling, höfund Potter-bókanna, eftir að hann og fleiri leikarar lýstu sig ósammála henni um trans fólk. Bíó og sjónvarp 2. maí 2024 23:54
Gæsahúð og allur tilfinningaskalinn á forsýningu Mari Forsýning heimildarmyndinnar um hlaupadrottninguna Mari Jaersk fór fram fyrir fullum sal áhorfenda í Smárabíói í gær. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fjölmiðlakona fylgdi Mari eftir í heilt ár, fór með henni í mikilvægasta hlaup hennar til þessa í Þýskalandi og heimsótti SOS barnaþorpið í Eistlandi þar sem hún ólst upp. Bíó og sjónvarp 30. apríl 2024 13:47
Eltihrellirinn í Baby Reindeer íhugar að leita réttar síns Eltihrellirinn sem elti breska leikarann Richard Gadd á röndum fyrir um tíu árum síðan segist nú íhuga að leita réttar síns vegna sjónvarpsþáttaraðarinnar Baby Reindeer sem slegið hefur í gegn á Netflix. Hún segist hafa fengið líflátshótanir í kjölfar þáttanna. Bíó og sjónvarp 30. apríl 2024 10:24
Milljónir hafa horft á stikluna fyrir Snertingu Stikla fyrir kvikmyndina Snertingu var heimsfrumsýnd í vikunni og hafa frá því nærri átta milljónir horft á stikluna, þar af tæpar fimm milljónir á YouTube og rest á samfélagsmiðlunum X, Facebook og Instagram. Þá hefur íslenska útgáfan af stiklunni fengið yfir tvö hundruð þúsund spilanir. Lífið 27. apríl 2024 11:38
Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr Snertingu Stikla úr kvikmyndinni Snerting eftir Baltasar Kormák er komin út. Baltasar segist alltaf hafa verið meiri kitlumaður frekar en stiklumaður. Hann segist ekki geta beðið eftir að landsmenn fái loksins að bera myndina augum. Bíó og sjónvarp 24. apríl 2024 15:02
Frumsýning á Vísi: Segja þjóðinni loksins frá harðræðinu á vistheimilunum Þúsundir barna hafa verið vistuð á vegum hins opinbera á upptökuheimilum hér og þar um landið í gegnum tíðina. Í fyrsta sinn fær fólkið sem lifði af að segja þjóðinni frá því hvaða meðferð það sætti á vistheimilum í heimildaþáttunum Vistheimilin með Berghildi Erlu Bernharðsdóttur. Bíó og sjónvarp 23. apríl 2024 14:45
Ljósbrot meðal opnunarmynda í Cannes Nýjasta kvikmynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot, hefur hlotið þann heiður að vera opnunarmynd flokksins, Un Certain Regard, á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Bíó og sjónvarp 23. apríl 2024 08:22
„Enda hefði hún hreinlega ekki nennt að þræta við mig endalaust“ „Ég er að vinna í alls kyns verkefnum núna. Til dæmis að leggja lokahönd á framleiðslu Ráðherrans seríu 2 sem ég er mjög stolt af að hafa fengið að keyra áfram,“ segir Hlín Jóhannesdóttir framleiðandi með tilvísun í starf sitt hjá Saga Film. Atvinnulíf 22. apríl 2024 07:24
Hámhorfið: Hvað eru grafískir hönnuðir að horfa á? Enn einn sunnudagurinn runninn upp og úrvalið af sjónvarpsefni heldur áfram að aukast Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks í Hámhorfinu. Í dag er rætt við grafíska hönnuði sem luma á ýmsum góðum hugmyndum. Bíó og sjónvarp 21. apríl 2024 12:31
Cox segir Phoenix ömurlegan sem Napóleon Skoski leikarinn Brian Cox gefur lítið fyrir frammistöðu Joaquin Phoenix í kvikmynd Ridley Scott um Napóleon, sem var sýnd á síðasta ári. Bíó og sjónvarp 19. apríl 2024 12:30
Komu saman vegna þrjátíu ára afmælis Pulp Fiction Það vantaði ekki stórstjörnurnar þegar haldið var upp á að þrjátíu ár væru í ár liðin frá frumsýningu kvikmyndarinnar Pulp Fiction, eða Reyfara eins og myndin var nefnd á íslansku. Margir aðalleikara myndarinnar söfnuðust af því tilefni saman sérstökum viðburði TCM Classic Film Festival í í Chinese Theatre í Los Angeles í gær. Bíó og sjónvarp 19. apríl 2024 10:39
Á slóðum Arabíu Lárens með Anthony Hopkins Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari er nýlega kominn heim frá Ouarzazete í Marokkó þar sem hann dvaldi í tvo mánuði fyrr á þessu ári við tökur á stórmyndinni Mary. Hann segist þakklátur fyrir tækifærið og ekki síst að fá að leika á móti einum þekktasta leikara samtímans, Sir Anthony Hopkins en þeim er vel til vina eftir verkefnið. Bíó og sjónvarp 19. apríl 2024 07:00
Keanu Reeves mun leika helsta keppinaut Sonic Kanadíski leikarinn Keanu Reeves mun fara með hlutverk í þriðju myndinni um tölvuleikjapersónuna Sonic the Hedgehog. Hann mun talsetja einn helsta keppinaut Sonic, sem ber heitið Shadow. Bíó og sjónvarp 16. apríl 2024 15:42
Fyrsta plakatið og önnur kitlan úr Snertingu Snerting, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður frumsýnd á Íslandi 29. maí næstkomandi. Önnur kitlan úr myndinni er komin í loftið. Bíó og sjónvarp 16. apríl 2024 13:46
Þurfum við að tala um endó? Endósamtökin og Silfra Productions frumsýna í dag, þriðjudaginn 16. apríl, nýja íslenska heimildarmynd um endómetríósu. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og heitir: Tölum um endó. Þóra Karítas Árnadóttir leikstýrir myndinni. Skoðun 16. apríl 2024 09:02
„Stundum þarf enga bévítans heimild“ Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid veittu verðlaun í flokknum Heimildamynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Guðni notaði tækifærið og impraði á mikilvægi þess að geta heimilda og að hafa eitthvað fyrir sér. Eliza sagði hann yfirleitt skemmtilegri en þetta á laugardagskvöldum. Lífið 14. apríl 2024 14:28
Hámhorfið: Hvað eru landsliðskonur í knattspyrnu að horfa á? Sunnudagar eru uppáhalds dagar sumra sem njóta þess til dæmis að sofa út og kveikja svo á sjónvarpinu. Með offramboði af streymisveitum, þáttaseríum og kvikmyndum gætu sumir þó veigrað sér frá því að kveikja á imbanum sökum valkvíða. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks í Hámhorfinu þar sem ýmsar hugmyndir af sjónvarpsglápi koma fram. Bíó og sjónvarp 14. apríl 2024 12:31
Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut alls níu Eddur þegar á verðlaunafhending á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fór fram við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myndin hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, leikara og leikkonu í aðalhlutverki, auk þess að hreppa eftirsótta titilinn kvikmynd ársins. Menning 14. apríl 2024 08:09
Fylgdi Mari Jaersk á æskuslóðir: „Hann stakk hníf inn í lungun á pabba tvisvar“ „Mari er ein áhugaverðasta manneskja sem ég hef hitt á ævinni,” segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem er að leggja lokahönd á heimildarmynd um ofurhlauparann Mari Jaersk sem verður sýnd á Stöð 2 þann 1. maí næstkomandi, en Vísir frumsýnir hér fyrstu stikluna úr myndinni. Bíó og sjónvarp 12. apríl 2024 11:45