Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Trump með rúmlega 27 milljarða króna forskot á Biden

Framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta byrjar kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í haust með 187 milljóna dollara, jafnvirði ríflega 27 milljarða króna, forskot á Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins samkvæmt nýjustu tölum um fjáröflun framboðanna.

Erlent
Fréttamynd

Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum

Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir.

Erlent
Fréttamynd

Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum

Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum.

Erlent
Fréttamynd

Harmar á­kvörðun Trump

Dr. Tedros Adhanom sagði kórónuveiruna ekki fara í manngreiningarálit og að hún væri sameiginlegur og hættulegur óvinur

Erlent
Fréttamynd

Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins

Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO

Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Níu ríki Bandaríkjanna undirbúa afléttingu hafta

Níu ríki Bandaríkjanna tilkynntu í dag að vinna sé hafin við að undirbúa afléttingu þeirra hafta sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá sé vinna einnig hafin til að koma efnahagslífi þeirra aftur á réttan kjöl.

Erlent
Fréttamynd

Trump og Pútin vilja hækka olíuverð

Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna ræddu í dag leiðir til að hækka heimsmarkaðsverð á olíu. Verð á hráolíu hefur lækkað úr tæplega 70 dollurum á tunnu í janúar í rúmlega 30 dollara nú og það lækkaði aftur á mörkuðum í morgun. 

Erlent
Fréttamynd

Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið

Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ.

Erlent
Fréttamynd

Óháðir eftirlitsmenn í sigtinu hjá Trump

Innri endurskoðandi sem átti að hafa eftirlit með hvernig bandaríska alríkisstjórnin ver billjóna dollara björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins varð í gær annar óháði eftirlitsaðilinn sem Donald Trump forseti rekur á einni viku. Forsetinn ýjaði að því að þriðji innri endurskoðandinn léti stjórnast af „pólitík“

Erlent
Fréttamynd

Segja ríkjunum að bjarga sér en leggja hald á neyðarbúnað þeirra

Þrátt fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi sagt að hvert ríki fyrir sig og sjúkrahús þurfi að verða sér sjálf út um eigin hlífðarbúnað og aðrar nauðsynlegar birgðir, hefur alríkisstjórn Trump verið að leggja hald á fjölda birgðasendinga til ríkja og sjúkrahúsa.

Erlent
Fréttamynd

Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni

Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans.

Erlent
Fréttamynd

Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að reka eftirlitsaðilann sem lét Bandaríkjaþing vita af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað undan samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Kvörtunin varð upphafið að atburðarás sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot.

Erlent
Fréttamynd

Trump hættur við að setja New York í sóttkví

Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“

Erlent