Trump opinn fyrir „innborgun“ fyrir landamæramúrinn Hvíta húsið er sagt undirbúa yfirlýsingu um neyðarástand á landamærunum til að gera Trump kleift að hefja framkvæmdir við múrinn. Erlent 24. janúar 2019 23:09
Ólíklegt að sátt náist á Bandaríkjaþingi í kvöld 60 þingmenn þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Hvorugur flokkurinn hefur slíkan þingstyrk. Erlent 24. janúar 2019 19:15
Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. Erlent 23. janúar 2019 21:18
Cohen frestar vitnisburði og ber fyrir sig hótanir Trump Fyrrverandi lögmaður Trump forseta átti að koma fyrir þingnefnd í byrjun næsta mánaðar. Hann segist þurfa að setja öryggi fjölskyldu sinnar í fyrsta sæti. Erlent 23. janúar 2019 19:35
Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. Erlent 23. janúar 2019 18:45
Trump sagður þreyttur á Guiliani Forsetinn og ráðgjafar hans eru, samkvæmt heimildum fjölmiðla í Bandaríkjunum, að íhuga að meina Guiliani að fara í viðtöl við fjölmiðla. Erlent 23. janúar 2019 09:58
Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. Erlent 22. janúar 2019 22:49
Afléttu lögbanni á transbann Trump Rétturinn aflétti lögbanni á stefnu forsetans sem bannar transfólki að þjóna í hernum. Erlent 22. janúar 2019 20:57
Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. Erlent 21. janúar 2019 13:02
Svona sér SNL samningaviðræður Trump við þingið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur reynst grínþættinum Saturday Night Live endalaus uppspretta gríns á undanförnum árum. Engin breyting varð á því í fyrsta þætti ársins sem sýndur var í Bandaríkjunum á laugardaginn. Lífið 21. janúar 2019 08:28
Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. Erlent 19. janúar 2019 21:50
Bush færði öryggissveit sinni flatbökur vegna lokunar alríkisstofnana Bush sendi leiðtogum Bandaríkjanna sneið á Instagram í dag. Erlent 19. janúar 2019 16:04
Sérstakur saksóknari hafnar umfjöllun Buzzfeed News um lygar Michael Cohen Embætti sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem Robert Mueller gegnir, hefur svarað umfjöllun bandaríska vefmiðilsins Buzzfeed News um lygar Michael Cohen og sagt umfjöllunina vera ranga. Erlent 19. janúar 2019 09:47
Þingið mun rannsaka meint afbrot forsetans BuzzFeed News segir Trump hafa skipað lögmanni sínum að ljúga að þinginu. Tilnefndur dómsmálaráðherra sammála því að slíkt teldist hindrun á framgangi réttvísi. Bæði dómsmála- og upplýsingamálanefnd þingsins ætla að rannsaka. Erlent 19. janúar 2019 07:15
Segja Trump hafa skipað Cohen að ljúga að þingnefnd Tveir nafnlausir heimildamenn fréttastofu Buzzfeed News segja Bandaríkjaforseta, Donald Trump, hafa skipað fyrrum lögmanni sínum , Michael Cohen að fremja meinsæri með því að ljúga að þingnefnd um viðskipti Trump í Rússlandi í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Erlent 18. janúar 2019 21:48
Trump og Kim funda í annað skiptið Donald Trump bandaríkjaforseti og Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu munu funda í annað skiptið í lok febrúar. Erlent 18. janúar 2019 19:39
Fyrirsæta sem sagðist geta varpað ljósi á tengsl Trump við Moskvu handtekin Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið fyrirsætu frá Hvíta Rússlandi sem hefur sagst sitja á sönnun fyrir tengslum framboðs Donald Trump við embættismenn í Rússlandi. Erlent 17. janúar 2019 22:09
Trump hefnir sín á Pelosi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. Erlent 17. janúar 2019 20:38
Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. Erlent 17. janúar 2019 16:08
Réði fyrirtæki til að hagræða skoðanakönnunum fyrir Trump Fyrrverandi lögmaður Trump greiddi hugbúnaðarfyrirtæki til að láta Trump koma vel út úr tveimur netkönnunum áður en hann bauð sig fram til forseta. Erlent 17. janúar 2019 13:05
Lögmaður Trump dregur í land með að ekkert samráð hafi átt sér stað Rudy Giuliani segist aldrei hafa sagt að ekkert samráð hafi átt sér stað á milli framboðs Donalds Trump og Rússa í kosningabaráttunni árið 2016. Erlent 17. janúar 2019 10:07
Ætlaði að ráðast á Hvíta húsið með eldflaug Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið handtekinn í Georgíu-ríki Bandaríkjanna, grunaður um að hafa ráðgert árás á Hvíta húsið í Washington, vopnaður eldflaug og heimatilbúnum sprengjum. Erlent 17. janúar 2019 09:00
Falsfréttum dreift í Washington D.C. Falskri útgáfu Washington Post var í dag dreift víða um Washington D.C. hópur aktívista hafa lýst yfir ábyrgð á dreifingunni. Erlent 16. janúar 2019 21:46
Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. Erlent 16. janúar 2019 16:23
Bandarískir hermenn féllu í árás Ríkis íslams í Sýrlandi Fjórir hermenn eru sagðir hafa fallið og þrír aðrir særst. Alls féllu sextán í sprenguárás sem Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð á. Erlent 16. janúar 2019 15:35
Miskunnarlaust grín gert að hamborgaraveislu Trump Svo virðist sem að skyndibitaveislan mikla sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bauð til í fyrradag hafi ekki farið framhjá háðfuglunum sem starfa sem spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum. Lífið 16. janúar 2019 07:43
Sagði Trump ekki geta þvingað sig til að reka Mueller William Barr, sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur tilnefnt til embættis dómsmálaráðherra, lagði mikið kapp á það í kvöld að koma því á framfæri að hann yrði sjálfstæður ráðherra. Erlent 15. janúar 2019 23:00
Dómsmálaráðherraefni Trump kemur fyrir þingnefnd William Barr sagðist ekki telja að Robert Mueller myndi stunda "nornaveiðar“ eins og Trump forseti hefur ítrekað haldið fram um rannsóknina sem hann stýrir. Erlent 15. janúar 2019 15:42
Trump ræddi ítrekað um að draga Bandaríkin úr NATO Bandarískir embættismenn óttast að Trump gæti enn látið verða af því að hætta í varnarbandalaginu. Erlent 15. janúar 2019 10:52
Trump pantaði þrjú hundruð hamborgara Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð til sannkallaðrar skyndibitaveislu í Hvíta húsinu í gær. Erlent 15. janúar 2019 07:36
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent