Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Inter klúðraði gullnu tæki­færi til að komast á toppinn

Inter og Napoli mættust í stórleik helgarinnar í Serie A, ítölsku efstu deildar karla í fótbolta. Heimamenn hefðu með sigri komist á topp deildarinnar á kostnað Napoli en leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Hakan Çalhanoğlu, markaskorari Inter, brenndi af vítaspyrnu í stöðunni 1-1.

Fótbolti
Fréttamynd

„Frammi­staðan var góð“

„Ég naut leiksins. Frammistaðan var góð,“ sagði Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn nágrönnunum í Arsenal þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta á Brúnni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gleymdi að kjósa Vinicius Junior

Vinicius Junior fékk ekki Gullhnöttinn í ár og bæði hann og öll Real Madrid fjölskyldan fór í fýlu. Real fólkið kemst örugglega ekki betra skap við það að heyra um vinnubrögð sumra blaðamannanna sem voru með atkvæðarétt í kjörinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus vann granna­slaginn

Juventus lagði Torino 2-0 í Serie A, ítölsku efstu deild karla í knattspyrnu. Um er að ræða nágrannaslag en bæði liðin eru staðsett í borginni sem ber sama nafn og gestalið kvöldsins, Torino.

Fótbolti