

Gagnrýni
Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru.

Er Stella Blómkvist fundin?
Óspennandi spennusaga sem sækir meira í bækurnar um íslenska fyndni en amerískar spennusögur sem sagðar eru fyrirmyndin.

Týnd í plasti og vondum hugmyndum
Óþelló á algjörum villigötum.

Fjörug og flott "aðdáendamynd“
Hér áður fyrr þurftu Star Wars-aðdáendur að bíða í áraraðir á milli mynda. Eftir að Disney eignaði sér vörumerkið var strax séð til þess að breyta því og megum við núna búast við einni mynd á ári um ókomna tíð.

Langt frá endastöð
Bók sem sver sig í ætt við bestu verk höfundarins, vel skrifuð, áhugaverð og spennandi saga sem heldur lesandanum vel við efnið.

Þessi væga ógleði sem kallast líf manns
Geipigott smásagnasafn sem fer með lesandann langt út fyrir þægindarammann.

Lítil trú á mannlegt eðli
Virkilega vel skrifuð skáldsaga en með helst til tvívíðum persónum. Mikið er færst í fang í frásagnarhætti.

Í tímavél aftur um 2000 ár
Heildarútkoman er ójöfn, sumt er framúrskarandi, en annað alls ekki.

Einhæf túlkun olli vonbrigðum
Einhæf túlkun, misjafn einsöngur og léleg styrkleikahlutföll.

Galdrar í Reykjavík
Svartigaldur er prýðisgóð afþreying, vel unnin allt frá fléttu að fallegu bandi, fengur fyrir glæpasöguunnendur, galdraáhugamenn og þá sem finnst gaman að lesa góðar bækur.

Var Snorri Hjartarson rasisti?
Vel smíðuð og enn betur stíluð saga sem veltir upp spurningum sem brenna á samtímanum.

Spennandi andstæður sembalsins
Ákaflega vandaður geisladiskur, ólíkar en eftirtektarverðar tónsmíðar, frábær spilamennska.

Að missa, gráta og sakna
Ágætis saga, einkum kaflarnir sem fjalla um sorg og söknuð en hefði mátt vinna betur úr efniviðnum.

Kalt stríð á öllum vígstöðvum
Margbrotin skáldsaga þar sem kafað er í hin óskyldustu efni en líður fyrir skort á endahnútum.

Uppgjör við líf kynslóðar
Vel skrifaðar, einlægar og lauslega tengdar sögur mynda sterka heildarmynd.

Dauðinn skammt undan í síðustu sónötum
Oftast sérlega mögnuð túlkun á Beethoven og Schubert.

Þannig geymist tíminn
Fallega unnið og skemmtilega skrifað minningakver sem aðdáendur Bjartmars eiga eftir að njóta þess að lesa.
Einfaldleikinn er stundum bestur
Fínn en nokkuð tilgerðarlegur einsöngur, kórinn söng hins vegar prýðilega og organistinn var góður.

Af fláttskap og djöfuldómi, sálarleysi og sjálfustöngum
Leiftrandi skemmtileg og vel skrifuð skáldsaga með einum kraftmesta kvenkarakter sem sést hefur í íslenskum bókmenntum langa lengi.


Á mörkum draums og veruleika
Vel stílfærð og skemmtileg skáldsaga sem ætlar sér þó að halda helst til mörgum boltum á lofti í senn.


Hending eða hlutskipti?
Falleg og skemmtileg bók um það hvernig fólk verður að sjálfu sér.

Englaher úr himnaríki
Bach var slæmur, Mozart misjafn og Händel snilld.

Þunnildislegur þrettándi
Hefðbundin glæpasaga um Einar blaðamann, en heldur þunnildisleg í samanburði við fyrri bækur höfundar.

Brotinn maður með bor í brotinni veröld
Heildstæð, sterk og mannleg skáldsaga sem á brýnt erindi inn í nútíma samfélag.

Hárbeitt spilamennska, misjöfn dagskrá
Tónleikarnir byrjuðu vel en enduðu illa.

Að finna jólin innra með sér
Jólaflækja bræðir skammdegið í burtu og býður gleðinni heim.

Goðsagnapersónur snúa aftur til Þingvalla
Marglaga og skemmtileg skáldsaga sem flestir ættu að geta haft gaman af.

Of mikið í gangi
Margar ágætar hugmyndir sem hefði mátt vinna mun betur úr.

Þú hélst ekki að lífið væri svona
Vel unnin, vel skrifuð og firnasterk saga sem spilar á alla tilfinningastrengi lesenda.