

Handbolti
Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum
Gummersbach og Leipzig unnu sína leiki í efstu deild karla í þýska handboltanum.

Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit
Fram gerði sér lítið fyrir og sigraði Val með tveimur mörkum í undanúrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna í handbolta. Síðustu mínútur leiksins voru spennuþrungnar en Framarar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og sigruðu 22-20.

Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH
Ágúst Bjarni Garðarsson, fyrrverandi þingmaður og núverandi formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, var kjörinn formaður handknattleiksdeildar FH á aðalfundi hennar í gær.

Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði
Simon Pytlick fór mikinn með danska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta en heppnin var ekki með honum í Evrópudeildarleik í vikunni.

„Litla höggið í sjálfstraustið“
„Það er mikil tilhlökkun í hópnum og spenna fyrir þessum leik. Það er svolítið síðan við vorum þarna síðast svo það er auka spenna í loftinu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem mætir Val í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna að Ásvöllum klukkan 18:00 í kvöld.

Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum
Þórir Hergeirsson, sigursælasti landsliðsþjálfari handboltasögunnar, hefur frá mörgu að segja og 1. mars heldur þessi frábæri þjálfari tvo áhugaverða fyrirlestra hér á Íslandi.

Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga
29. maí 2022 urðu Framkonur Íslandsmeistarar í handbolta kvenna eftir sigur í fjórða leik á móti Val. Þær unnu titilinn á heimavelli Vals og lyftu Íslandsbikarnum fyrir framan Valskonur. Nú eru næstum því 33 mánuðir liðnir og Fram hefur enn ekki unnið Valsliðið aftur.

Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit
Einar Jónsson og lærisveinar hans í Fram eru komnir í bikarúrslitaleikinn eftir sigur í svakalegum undanúrslitaleik á móti Aftureldingu á Ásvöllum í gær.

Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu
Fram vann þriggja marka sigur gegn Aftureldingu 36-33. Leikurinn fór alla leið í framlengingu þar sem Framarar höfðu betur og mæta Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar
Sporting vann þriggja marka sigur á Fredericia, 32-29, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Orri Freyr Þorkelsson lék vel fyrir portúgalska liðið.

„Veit ekki hvar on-takkinn er“
Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var eðlilega súr og svekktur eftir fimm marka tap liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta í kvöld.

„Þetta bara svíngekk“
Pétur Árni Hauksson lék stórt hlutverk í liði Stjörnunnar er Stjörnumenn tryggðu sér sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með fimm marka sigri gegn ÍBV í kvöld, 34-29.

Sjötta tap Hauks og félaga í röð
Wisla Plock hafði betur gegn Dinamo Búkarest, 26-27, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Haukur Þrastarson leikur með Dinamo Búkarest sem er í frjálsu falli í Meistaradeildinni.

Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit
Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með nokkuð öruggum fimm marka sigri gegn ÍBV, 34-29.

Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár
Undanúrslit Poweradebikars karla í handbolta fara fram á Ásvöllum í kvöld en þar berjast fjögur lið um sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Eitt af þeim er lið ÍBV en Eyjamenn eru erfiðir við að eiga þegar sjálfur bikarúrslitaleikurinn er í augsýn.

Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár
„Það stefna allir á það að vera með í þessari viku og þetta er alltaf jafn gaman og við finnum sannarlega fyrir stemningu í bænum,“ segir Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar fyrir undanúrslitaleikinn gegn Fram í Powerade bikarnum á Ásvöllum klukkan 20:15 í kvöld.

Sveinn spilar í fimmta landinu
Línu- og landsliðsmaðurinn Sveinn Jóhannsson mun spila með Chambéry í Frakklandi frá og með næstu leiktíð. Það verður fimmta landið sem þessi 25 ára handboltamaður iðkar sína íþrótt í.

Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið
Róbert Gunnarsson, betur þekktur sem Robbi Gunn, hættir sem þjálfari Gróttu að tímabilinu loknu í Olís-deild karla í handbolta. Davíð Örn Hlöðversson, aðstoðarþjálfari Róberts, tekur við liðinu.

Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram
Dagur Gautason skoraði þrjú mörk þegar Montpellir vann tveggja marka sigur á GOG í Evrópudeild karla í handbolta. Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto máttu þola tap gegn Kiel.

Elliði Snær frábær í góðum sigri
Gummersbach vann góðan sigur í Evrópudeild karla í handbolta. Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson fór mikinn í sigurliðinu. Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica máttu þola tap í Svíþjóð.

Karabatic-ballið alveg búið
Síðustu tuttugu ár hefur Karabatic-nafnið verið áberandi í franska landsliðinu í handbolta en nú er þeim tíma lokið.

Haukar fara til Bosníu
Dregið var í átta liða úrslit EHF-bikars karla í handbolta í dag. Haukar mæta liði frá Bosníu.

Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli
Íslendingaliðið Bergischer vann níu marka stórsigur, 26-35, gegn Bayer Dormagen í næstefstu deild þýska handboltans.

Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen
Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handbolta, er sagður á leið til Rhein-Neckar Löwen í sumar og mun þá spila með sterku liði í bestu landsdeild heims.

Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar
Lið Fredericia í danska handboltanum situr í þriðja sæti dönsku deildarinnar eftir góðan útisigur á liði Nordsjælland í dag.

Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad
Íslendingaliðið Kolstad vann öruggan sigur þegar liðið mætti Follo í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Íslendingar voru í stóru hlutverki hjá Kolstad í dag.

Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins
Valskonur eru komnar alla leið í undanúrslit EHF-bikarsins í handknattleik eftir að hafa gert jafntefli gegn Slavia Prag í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum í dag. Valur sigraði tékkneska liðið með sjö mörkum í fyrri leiknum í gær og voru í kjörstöðu fyrir leikinn í dag.

„Við vorum yfirspenntar“
Hafdís Renötudóttir átti stórleik í marki Vals þegar liðið tryggði sér í undanúrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta í dag. Valur gerði jafntefli við tékkneska liðið Slavia Prag, 22-22, í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum og sigraði einvígið samtals með sjö mörkum.

Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni
Óðinn Þór Ríkharðsson átti góðan leik fyrir Kadetten Schaffhausen sem vann öruggan sigur í svissnesku deildinni í handbolta í dag. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru báðir fjarverandi þegar Magdeburg vann í Þýskalandi.

Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð
Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar hennar í Volda eru örugglega búnar að gleyma því hvernig það er að tapa. Sigurganga liðsins hélt áfram í dag og íslenska landsliðskonan var í stuði.