
Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda
Íslandsmeistarar Vals sýndu ekki mikla gestrisni þegar Selfoss kom í heimsókn í Olís-deild kvenna. Valskonur voru átta mörkum yfir í hálfleik og unnu á endanum níu marka sigur, 31-22.
Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.
Íslandsmeistarar Vals sýndu ekki mikla gestrisni þegar Selfoss kom í heimsókn í Olís-deild kvenna. Valskonur voru átta mörkum yfir í hálfleik og unnu á endanum níu marka sigur, 31-22.
Íslendingalið Benfica og Gummersbach unnu góða sigra í Evrópudeild karla í handbolta. Sigrarnir þýða að liðin eru í ágætis stöðu hvað varðar framhaldið.
Það er heldur betur barnalukkan meðal leikmanna danska handboltaliðsins Esbjerg. Þrír leikmenn liðsins eru nú komnir í barneignarfrí.
Línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason var með fullkomna skotnýtingu og skoraði fjögur mörk fyrir Göppingen í 31-27 sigri gegn Eisenach í nítjándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.
Norski markvörðurinn Katrine Lunde er búin að finna sér nýtt lið. Langur og glæsilegur ferill hennar lengist því enn.
Gísli Þorgeir Kristjánsson var í algjöru aðalhlutverki á spennandi lokakafla í toppslag Magdeburg og Melsungen í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag. Magdeburg vann leikinn 29-28.
Dagur Arnarsson skoraði níu mörk þegar ÍBV vann 31-29 sigur gegn Gróttu í Vestmannaeyjum í dag, í Olís-deildinni í handbolta. Ófarir Seltirninga halda því áfram en Eyjamenn eru komnir með átján stig, upp að hlið Stjörnunnar í 6.-7. sæti eftir 17 umferðir af 22.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði átta mörk úr átta skotum þegar lið hans Kadetten vann átta marka sigur á Kriens í efstu deild svissneska handboltans.
KA/Þór tryggði sér í dag sigur í 1. deild kvenna í handbolta en liðið hefur ekki enn tapað leik á leiktíðinni. Eftir fall á síðustu leiktíð hefur liðið sýnt og sannað að það er alltof gott fyrir 1. deildina og mun leika í Olís-deildinni á næstu leiktíð.
Flensburg vann fimm marka sigur á Gummersbach í efstu deild þýska handboltans. Lokatölur 35-30 þar sem tveir Danir stóðu upp úr hvað fjölda marka varðar.
„Ég er bara mjög ánægður með þetta, átta mörk er klárt gott forskot sem við eigum að geta unnið vel úr. En við sáum það í leiknum að þetta getur verið fljótt að breytast, þannig að við þurfum að vera á tánum, en vissulega búnir að vinna okkur inn góða stöðu núna,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir 31-23 sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz. Seinni leikur liðanna í sextán liða úrslitum Evrópubikarsins fer fram eftir viku.
Haukar unnu öruggan átta marka sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz í fyrri leik liðanna í einvígi í sextán úrslitum EHF-bikarsins í handbolta karla. Lokatölur á Ásvöllum 31-23. Seinni leikur fer svo fram úti í Slóveníu eftir viku.
Valur vann 17 marka sigur þegar liðið sótti ÍR heim í Olís deild karla í handbolta, lokatölur 31-48.
Haukar máttu þola 11 marka tap gegn Házená Kynžvart í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum EHF-bikars kvenna í handbolta. Lokatölur í Tékklandi 35-24 og Hauka bíður ærið verkefnið á Ásvöllum eftir viku.
Framkonur voru nálægt því að kasta frá sér sigrinum gegn Selfossi í Olís-deild kvenna í handbolta í dag en lokatölur urðu 30-29 eftir að Fram hafði verið 17-11 yfir í hálfleik.
ÍR-ingar unnu afar öruggan 28-20 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í dag, í Olís-deild kvenna í handbolta. Þar með komst ÍR einu stigi fyrir ofan Stjörnuna, í 5. sæti.
Portúgalski landsliðsmaðurinn Miguel Martins er saklaus og má nú spila handbolta að nýju, eftir að hafa ranglega verið settur í bann vegna lyfjamáls og misst af nýafstöðnu heimsmeistaramóti. Hann er ánægður en vill komast til botns í því hvernig þetta gat gerst.
FH-ingar unnu ekki bara stórsigur á Fjölni í kvöld og sinn fyrsta leik á nýju ári því þeir slógu líklega metið yfir yngsta leikmanninn í efstu deild karla í handbolta.
FH endurheimti toppsætið í Olís deild karla í handbolta með langþráðum sigri í kvöld.
Danir eru farnir að þekkja ansi vel gullstyttuna sem þeir hafa nú fengið fjórum sinnum í röð fyrir að verða heimsmeistarar í handbolta karla. Þeir tíma hins vegar ekki að hafa styttuna til sýnis á milli móta, vegna tryggingakostnaðar.
„Ég sagði vinstri og í einhverjum tilfellum fóru þeir þá til hægri,“ segir Aron Kristjánsson handboltaþjálfari sem er svo til nýkominn af ansi viðburðaríku og ævintýralegu HM í handbolta sem landsliðsþjálfari Barein. Það gæti hafa verið hans síðasta stórmót í starfi þar.
Íslenski landsliðshornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson átti flottan leik með portúgalska félaginu Sporting í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld.
Framarar eru komnir á toppinn í Olís deild karla í handbolta eftir sigur á KA fyrir norðan. Afturelding og Stjarnan unnu líka leiki sína í kvöld.
Aron Pálmarsson og félagar í Veszprém unnu góðan útisigur í Meistaradeildinni í handbolta í Rúmeníu í kvöld.
Hinn 29 ára gamli Sander Sagosen, aðalstjarna norska handboltalandsliðsins, er orðinn leikmaður danska félagsins Álaborg og gildir samningur hans til sumarsins 2029.
Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Magdeburg unnu flottan fjögurra marka útisigur á pólska liðinu Industria Kielce í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld.
Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var virkilega ósáttur með sína menn eftir fjögurra marka tap gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi verið sjálfum sér verstir.
Hergeir Grímsson, leikmaður Hauka, gat andað léttar eftir fjögurra marka sigur liðsins gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld.
ÍBV náði að enda tíu leikja taphrinu sína í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld þegar liðið gerði 22-22 jafntefli við Gróttu á Seltjarnarnesi.
Tvö Íslendingalið stóðu í ströngu í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld og gekk misvel.