„Menn ætla sér alla leið með þetta“ Varaformaður Samfylkingarinnar verður formanninum Kristrúnu Frostadóttur innan handar í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir einhug í formönnum um að koma viðræðunum alla leið. Innlent 3.12.2024 20:44
Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. Innlent 3.12.2024 16:28
Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Stjórn Félags atvinnurekenda telur brýnt að koma á framfæri við stjórnmálaflokkana, sem fengu kjörna þingmenn í alþingiskosningunum á laugardag, nokkrum hagsmunamálum fyrirtækjanna. Góður rekstur fyrirtækja er undirstaða atvinnu og velferðar í landinu og mikilvægt að hagsmunamál atvinnulífsins fái sinn sess í nýjum stjórnarsáttmála. Eftirfarandi ályktun var samþykkt af stjórninni í gær, 2. desember, og send á formenn allra flokkanna sex. Skoðun 3.12.2024 16:02
Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis lítur svo á að hún geti hvorki hafnað né samþykkt beiðnir um endurtalningu atkvæða þar vegna breytinga sem voru gerðar á þingsköpum rétt fyrir kosningar. Fyrrverandi forseti Alþingis segir breytingunum ekki hafa verið ætlað að breyta verkefnum eða valdsviði yfirkjörstjórna. Innlent 3. desember 2024 10:38
Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni „Við erum minnt áþreifanlega á það í umræðu þessa dagana hve fallvalt gengi stjórnmálamanna er,“ sagði Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Vinstri grænna, í samtali við Bítið í morgun. Innlent 3. desember 2024 10:12
Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, segir frávik í skoðanakönnunum í öllum tilvikum, nema hjá Flokki fólksins, hafa verið eitt til tvö prósent. Þá segir hún Sjálfstæðisflokkinn hafa verið vanmetinn í síðustu þremur kosningum. Innlent 3. desember 2024 09:18
Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, umboð til myndunar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í morgun. Innlent 3. desember 2024 08:08
Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Ætla má að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem fundaði í gær með formönnum allra þeirra flokka sem náðu inn á þing, muni tilkynna í dag hver þeirra fær stjórnarmyndunarumboðið. Innlent 3. desember 2024 07:04
„Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að ekki þurfi formlegt umboð til að fara í viðræður um stjórnarmyndun. Fullt af augljósum árekstrum megi sjá í myndun SCF-meirihluta. Í slíkum meirihluta sé lengst á milli Flokks fólksins og Viðreisnar. Innlent 2. desember 2024 20:33
Kvöddu með stæl Vinstri grænir, Sósíalistar og Píratar héldu almennileg kosningapartý og skemmtu sér með stæl ásamt stuðningsmönnum og vinum þrátt fyrir að tölurnar hafi ekki verið þeim í hag í þetta sinn. Ljósmyndari Vísis lét sig ekki vanta í teitin og greip góð augnablik. Lífið 2. desember 2024 16:31
Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Formaður Viðreisnar hefur lagt til að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, fái umboð til stjórnarmyndunar. Inga Sæland segist treysta Kristrúnu fyrir umboðinu og Sigmundur Davíð telur eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig. Innlent 2. desember 2024 16:02
Dagur strikaður niður um sæti Dagur B. Eggertsson var strikaður út eða færður til á lista 1.453 sinnum sem gerir það að verkum að hann færist niður fyrir Þórð Snæ Júlíusson í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Örfáir Sjálfstæðismenn strikuðu út Dag og ógildu þannig atkvæði sín. Innlent 2. desember 2024 15:51
Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Ragna Sigurðardóttir, læknir og þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, skein skært í kosningapartýi flokksins í Kolaportinu um helgina umkringd flokksfélögum, bestu vinum og sínum heittelskaða Árna Steini. Ragna klæddist glansandi svörtum kjól og skartaði að sjálfsögðu rauðum varalit við. Tíska og hönnun 2. desember 2024 15:05
Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus hefur legið yfir niðurstöðum kosninga með reiknistokkinn á lofti og niðurstöðurnar liggja nú fyrir. Dauð atkvæði í nýliðnum kosningum eru næstflest frá upphafi. Innlent 2. desember 2024 13:52
Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Reykjavíkurborg iðaði af tilhlökkun, kvíða, eftirvæntingu, gleði og öllum tilfinningaskalanum á kosningavökunni síðastliðið laugardagskvöld. Ljósmyndarar Vísis kíktu í nokkur kosningapartý og náðu ósvikinni stemningu á filmu. Lífið 2. desember 2024 12:04
Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Talningarmenn í Suðvesturkjördæmi hafa verið beiðnir um að vera á tánum. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, segir í samtali við fréttastofu að það sé gert vegna umræðu um að það sé mjótt á munum í einhverjum kjördæmum. Innlent 2. desember 2024 11:45
Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Sjálfstæðiskonan og ráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fagnaði 34 ára afmæli sínu á kosningadag með flokksfélögum sínum og stuðningsmönnum í Sjálfstæðissalnum sem áður var Nasa. Hún fékk einstaka afmælisgjöf frá góðum vinum sem vísaði í ummæli sem Össur Skarphéðinsson lét falla snemma í kosningabaráttunni. Lífið 2. desember 2024 11:07
Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Píratar duttu út af þingi í þeim kosningum sem nú eru nýafstaðnar. Björn Leví Gunnarsson Pírati gerir upp þingsetu sína í pistli sem hann skrifar á Facebook-síðu sína. Innlent 2. desember 2024 10:57
Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu telur stjórnarmyndun nú snúast um líf og dauða fyrir bæði Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ljóst að möguleikarnir til stjórnarmyndunar séu nokkrir, en hann hefur trú á því að Flokkur fólksins verði til í málamiðlanir. Samstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sé pólitískur ómöguleiki. Innlent 2. desember 2024 10:47
Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru ánægðar með klukkustundarlangan fyrsta fund þeirra við ríkisstjórnarmyndun. Þær séu komnar til að sjá og sigra. Innlent 2. desember 2024 08:02
Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Fundir Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, með formönnum flokkanna hefjast klukkan níu en fyrst til að sækja hana heim verður Kristrún Frostadóttir. Innlent 2. desember 2024 06:46
Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Stjórnarandstaðan bætti við sig tuttugu og fjórum þingsætum og vann Samfylkingin stærsta sigurinn og bætti við sig níu mönnum. Kjörsókn var 80,2 prósent, örlítið meiri en í síðustu þingkosningum. Margir möguleikar eru á þriggja flokka stjórn. Stefanía Óskarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði fór yfir niðurstöðurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 1. desember 2024 23:03
Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Björn Leví Gunnarsson fyrrverandi þingmaður Pírata spáir því að næsta ríkisstjórn verði sett saman af Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Samfylkingunni. Erfitt sé fyrir Samfylkingu og Viðreisn að fara í stjórn með Flokki fólksins því Inga Sæland geti ekki slegið af sínum kröfum. Innlent 1. desember 2024 22:33
„Ég ætla að standa mig betur“ Úrslit kosninganna gjörbreyta áformum verðandi þingmanns Samfylkingarinnar sem ætlaði að flytja til Spánar og skrifa bækur. Nýkjörnir þingmenn Viðreisnar stefna á að vera samferða í vinnuna þegar þingstörf hefjast. Innlent 1. desember 2024 22:02