

Alþingiskosningar 2024
Fréttir og greinar tengdar kosningum til Alþingis sem fram fara 30. nóvember 2024.

Taldi þingrof og kosningar ekki vera næst á dagskrá
Formaður Vinstri grænna er hugsi yfir þeirri stöðu sem upp er komin í stjórnmálunum eftir að forsætisráðherra tilkynnti um að hann vilji rjúfa þing og boða til kosninga. Þá sé það umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þetta sé í annað sinn sem stjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar heldur ekki út kjörtímabilið. Ákvörðun Bjarna hafi því komið sér á óvart.

„Framkoma Bjarna kom svolítið flatt upp á mann“
Það kom flatt upp á Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformann Pírata, að Bjarni Benediktsson hafi boðað að þing verði rofið og boðað til kosninga með þeim hætti og hann gerði í dag. Hins vegar fagnar hún því að ríkisstjórnin sé sprungin.

Leggur fram tillögu um þingrof og kosningar í nóvember
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur upplýst formenn Framsóknar og Vinstri grænna um að hann muni leggja fyrir forseta Íslands tillögu um þingrof og alþingiskosningar í nóvember. Bjarni mun funda með forseta Íslands klukkan níu í fyrramálið.

Ríkisstjórnin sprungin
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði ákveðið að rjúfa þing og boða til kosninga í lok nóvember. Hann ætlar sér sjálfur að vera áfram formaður og gerir ráð fyrir því að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum. Bjarni fer á fund Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, klukkan níu í fyrramálið.

Þurfi ekki skarpskyggni til að sjá krísuástandið
„Það er krísuástand á stjórnarheimilinu. Það blasir við okkur. Það þarf ekki mikla skarpskyggni til að sjá það,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við fréttastofu.

„Ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd“
Formaður Framsóknaflokksins segir samskipti milli stjórnarflokkanna vera orðin stirð og formaður Vinstri grænna segist ekki vilja leyna því að ríkisstjórnin sé í vanda stödd. Þrátt fyrir það segist hvorugt þeirra spennt fyrir kosningum á allra næstu mánuðum.

„Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“
Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega.

Vísa á bug kenningu um að stjórnarsamstarfið tóri á styrkveitingum
Þingflokksformenn VG og Sjálfstæðisflokks þverneita að fjárstyrkir til stjórnmálaflokkanna séu ástæða þess að ríkisstjórnin ætli að þrauka út kjörtímabilið. Flokkarnir eiga von á tugum, og jafnvel hundruð, milljóna styrkveitingu í lok janúar.

Ekkert á hreinu um næstu kosningar
Forsætisráðherra segir að ríkisstjórn sem ekki hafi burði til að ljúka málum, eigi að pakka saman. Formaður Vinstri grænna sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að oddvitar stjórnarflokkanna ættu eftir að ræða forgangsröðun mála og tímasetningu kosninga.

Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman
Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér að hanga saman fram yfir 25. janúar 2025 til þess að þiggja ríkisstyrk miðað við núverandi þingstyrk, sem nemur mörg hundruð milljónum.

„Þetta er bara órætt okkar á milli“
Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor.

Þorbjörg ætlar sér fyrsta sætið
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík sem fyrirhugað í tengslum við næstu alþingiskosningar sem munu að óbreyttu fara fram á næsta ári.

Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið
Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum.

Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni
Jón Gnarr segir fréttamiðla mála ranga mynd af sér og snúa sigurvissu hans fyrir prófkjör Viðreisnar upp í yfirgang. Þingmaður Viðreisnar hafi tekið fréttaflutninginn gagnrýnilaust upp, skammað hann og gefið í skyn að hann væri tækifærissinni.

Augljóst að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok
Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert óvænt við samþykkt ályktunar á landsfundi Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok var. Í ályktuninni segir meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Hún telur ekki ástæðu til að ræða ályktunina á fundi þingflokks Framsóknar.

Samþykktu ályktun og stefna að kosningum í vor
Tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok var samþykkt á landsfundi Vinstri grænna fyrir skömmu. Í ályktuninni segir meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor.

„Kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið“
Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram, þrátt fyrir að óvíst sé hvenær kosið yrði.

Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit
Fjölmargir tóku til máls þegar rætt var um ríkisstjórnarsamstarfið á Landsfundi VG sem nú fer fram. Á morgun verður tillaga um stjórnarslit afgreidd en þingflokksformaðurinn segir erfitt að segja til um hversu margir séu fylgjandi tillögunni.

Lukkuriddarar og spámaðurinn úr suðri
Pólitíkin er komin í kosningaham, enda verður varla kosið síðar en í vor.

Kári og Sveinn til liðs við Arnar Þór
Fyrrverandi varaborgarfulltrúi Miðflokksins og organisti eru stofnendur Lýðræðisflokksins ásamt Arnari Þór Jónssyni fyrrverandi varaþingmanni, dómara og forsetaframbjóðenda. Þeir segja flokkinn nauðsynlegt andsvar við doða sem þeir segja hafa lagst yfir íslensk stjórnmál.

Nýir vendir sópa best
Stofnun Lýðræðisflokksins er nauðsynlegt andsvar við þeim doða sem lagst hefur yfir íslensk stjórnmál.

„Hefði alveg getað verið góði strákurinn í Sjálfstæðisflokknum“
Arnar Þór Jónsson, stofnandi hins nýja Lýðræðisflokks, segir málamiðlanir í stjórnmálum oft vera óheilindi í garð kjósenda.

Lilja í uppáhaldi eftir að hún húðskammaði Arnar
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og nýr meðlimur Viðreisnar, og Arnar Þór Jónsson, stofnandi Lýðræðisflokksins, nefndu báðir Lilju Alfreðsdóttur þegar þeir voru spurðir út í hver væri þeirra uppáhaldsþingmaður í Pallborðinu á Vísi í dag.

Hvernig þingmenn yrðu Arnar Þór, Jón Gnarr og Þórður Snær?
Stjórnmálaflokkar setja sig nú í stellingar fyrir alþingiskosningar, sem þó eru ekki formlega á dagskrá fyrr en næsta haust. Pólitíkin verður í öndvegi í Pallborðinu í dag, þar sem Arnar Þór Jónsson, Jón Gnarr og Þórður Snær Júlíusson hafa boðað komu sína. Pallborðinu verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 13.

Kveðst tilbúinn í kosningar þegar „þessi ríkisstjórn springur loksins“
Arnar Þór Jónsson vill aukið beint lýðræði, efla öryggi landsmanna og tryggja frelsi einstaklingsins með stofnun nýs stjórnmálaflokks. Hann kveðst hafa fengið til liðs við sig fjölda fólks sem sumt hafi reynslu úr öðrum stjórnmálaflokkum og stefnan sé sett á að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum.

Nýliðar hlakka til að láta að sér kveða: „Finnst vanta fólk eins og mig“
Nýliðar í Viðreisn og Samfylkingunni gera ekki kröfu um að leiða lista en hlakka til að láta að sér kveða í landsmálunum ef eftirspurn er eftir þeim. Nýr formaður ungliðahreyfingar hjá Miðflokknum segir of snemmt að segja til um hvort hann vilji láta að sér kveða í landsmálunum en útilokar þó ekkert.

Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við
Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr.

Mættur í Samfylkinguna
Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og síðar Heimildarinnar, hefur skráð sig í Samfylkinguna. Hann segir pólitík flokksins vera þá sem honum hugnast best.

Jón Gnarr skráður í Viðreisn og ætlar á Alþingi
Jón Gnarr ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Viðreisn í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir Vísis. Jón hefur skráð sig í flokkinn sem heldur haustþing um helgina.

Útilokar ekki að bjóða sig fram til Alþingis
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lætur af störfum sem slíkur 16. janúar næstkomandi eftir tíu ár í borgarstjórastólnum. Hann segist ekki ætla að bjóða sig fram til forseta en útilokar ekki að færa sig yfir í landspólitíkina.