Alþingiskosningar 2024

Alþingiskosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar kosningum til Alþingis sem fram fara 30. nóvember 2024.



Fréttamynd

„Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“

Leiðtogum stjórnmálaflokkanna varð heitt í hamsi þegar að þeir ræddu húsnæðismarkaðinn, lóðaframboð og aðkomu ríkisins að uppbyggingu í kappræðum flokksleiðtoganna í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

„Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“

„Maður finnur að fólk vill breytingar. Það er skýlaus krafa um samheldna ríkisstjórn. Þetta eru náttúrulega frábærar tölur. Við erum auðvitað afar þakklát. Liðið er bara samheldið, það eru engin vandræði og fullt af reynslu og þekkingu og bara gleði. Ég er samt keppnismanneskja, leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn. Það eru tíu mínútur eftir af seinni hálfleik.“

Innlent
Fréttamynd

Ó­venju­mikil að­sókn vegna veðurs

„Fólk tekur það yfirleitt fram þegar það kemur til okkar að það sé eins gott að fara drífa sig, því það sem vofir yfir er það sem að Íslendingar þekkja því miður betur en aðrar þjóðir, vont veður.“

Innlent
Fréttamynd

„Ég mun deyja á þessari hæð“

Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur verið kærður til héraðssaksóknara fyrir að hafa með ummælum sínum í orðaskaki á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar reynt að villa um fyrir Sjálfstæðismönnum í kjörklefanum.

Innlent
Fréttamynd

Óvenju­legt að bólu­efni séu skráð sem dánar­orsök

Sóttvarnalæknir segir það afar óvenjulegt ef rétt reynist að fjórir einstaklingar í umsjón sama læknis hafi látist af völdum bóluefnis gegn Covid-19 í ljósi þess hversu fágætar alvarlegar aukaverkanir séu. Óháðir sérfræðingar kanna skráningar læknisins á orsökum andlátanna.

Innlent
Fréttamynd

Opnunin á Blöndu­hlíð var engin opnun

Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, hafnar því að „opnun“ á nýju meðferðarheimili hafi verið skrautsýning sett upp sérstaklega fyrir Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Steypan smám saman að harðna í fylginu

„Steypan er smám saman að harðna í fylginu.“ Þetta segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst sem var beðinn um að leggja mat á nýjustu könnun Maskínu en þegar Eiríkur hafði virt fyrir sér síðustu kannanir aftur í tímann og þá blasir við að myndin er að teiknast ansi skýrt upp.

Innlent
Fréttamynd

Steldu stílnum af Ás­laugu Örnu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mætti í blárri íþróttapeysu frá danska hönnunarmerkinu Rotate í sjónvarpsþáttinn Kappleikar á Stöð 2 í vikunni. Peysan vakti mikla athygli þar sem hún er vön að mæta í sínu fínasta pússi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Misbýður um­mæli um sam­hljóm stefnu sinnar og Breiviks

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vænir Þorstein V. Einarsson, sem kenndur er við Karlmennskuna, um vanþekkingu og óheiðarleika. Hún segir samlíkingu hans á stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði Anders Breivik hafa sett sig hljóða.

Innlent
Fréttamynd

Kappleikar: Skörp orða­skipti og skeyta­sendingar

Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið var frambjóðendum boðið að taka afstöðu til hinna ýmsu málefna og reyndist það stundum þrautin þyngri.

Lífið
Fréttamynd

Segist sækja fé í auka­fjár­veitingu vegna inngildingar

 Barnamálaráðherra segir að fyrir atbeina núverandi fjármálaráðherra sé hægt að stórefla Ráðgjafar-og geiningarmiðstöð barna. Fé til þess sé m.a. sótt í aukafjárveitingu í fjárlögum til inngildingar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fullyrðingar barnamálaráðherra, um að Bjarni Benediktsson hafi staðið fjármögnun stofnunarinnar barna fyrir þrifum, vera til marks um taugaveiklun Framsóknarmanna.

Innlent
Fréttamynd

Tvær sviðs­myndir á kjör­dag

Kjördegi í heild sinni verður ekki frestað að sögn framkvæmdastjóra landskjörstjórnar sem liggur yfir veðurspánni. Veðrið gæti þó valdið því að niðurstaða kosninga liggi fyrir síðar en ella.

Innlent
Fréttamynd

Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór

Fjörlegar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu í þættinum Kappleikar. Frambjóðendum gekk aftur á móti illa í að svara spurningum sem tendgdust raunum ungs fólks. 

Lífið
Fréttamynd

Um­breyttist í Guðna Ágústs­son og Ólaf Ragnar

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknar segir að því fari fjarri að hún hafi ekki sterkar skoðanir þrátt fyrir að Framsókn sé á miðju stjórnmálanna. Lilja segir árin sem hún bjó í Kóreu hafa haft mikil áhrif á hana.

Lífið
Fréttamynd

Það sem oftast ó­gildir kjör­seðilinn

Það er grundvallaratriði að eiga ekki við lista annarra flokka en þess sem maður hyggst kjósa en slíkt getur ógilt kjörseðilinn. Þetta segir formaður landskjörstjórnar. Dæmi eru um að fólk setji önnur tákn en kross á kjörseðil og kasti þannig atkvæði sínu á glæ.

Innlent
Fréttamynd

FB stækkar og Fram­sókn aftur á gröfunni

Mikil ánægja ríkir í Breiðholti með þá ákvörðun ríkis og borgar að stækka Fjölbrautarskólann í Breiðholti.  Fulltrúar Framsóknarflokksins tóku fyrstu skóflustunguna að byggingunni sem ráðgert er að rísi 2026. 

Innlent
Fréttamynd

Skilnings­leysi fyrr­verandi fjár­mála­ráð­herra um að kenna

Barna-og menntamálaráðherra segir skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa komið í veg fyrir að ráðgjafar-og greiningarmiðstöð barna hafi fengið nægt fjármagn til að sinna þjónustu sinni að fullu. Núverandi fjármálaráðherra ætli að taka á málinu. 

Innlent
Fréttamynd

Þrjár sviðs­myndir í skoðun en miða við ó­breyttan kjör­dag

Skrifstofa Landskjörstjórnar fundaði nú síðdegis með formönnum yfirkjörstjórna landsbyggðarkjördæmanna þriggja, vegna aftakaveðurspár fyrir komandi kjördag. Framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar segir enn stefnt að því að kjörfundur fari fram alls staðar á laugardag, en hvorki fólk né atkvæði verði lögð í hættu.

Innlent
Fréttamynd

Skemmti­legustu kapp­ræður kosninga­bar­áttunnar

Kappleikarnir, öðruvísi og skemmtilegur kosningaþáttur, eru beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Frambjóðendur tíu flokka mætast í myndveri og svara spurningum um þau mál sem helst brenna á ungu fólki.

Innlent