
Lego Star Wars
Lego og Star Wars? Hverjum hefði dottið það í hug? En það sem hljómaði eitt sinn sem hálffáránleg hugmynd er núna orðið að veruleika, og hefur verið að gera góða hluti. Eins og nafnið bendir til gefur leikurinn manni kost á því að spila sér leið í gegnum allar 6 Star Wars myndirnar með öllum persónunum úr myndunum, en þær eru núna í Legoformi, rétt eins og allur alheimurinn. Gjörsamlega ALLT sem er til í heimi George Lucasar hefur verið rifið niður og endurbyggt með Lego kubbunum sem allir ættu að þekkja.