Að minnka kolefnisspor íslensks atvinnulífs Sumarið er frábær tími og í uppáhaldi hjá mörgum, en upp á síðkastið hafa sumrin vakið blendnar tilfinningar. Á þessu ári, líkt og undanfarin ár, hafa borist fréttir af uggvekjandi veðuröfgum. Sögulegur fjöldi hitameta var sleginn víða um heim, við heyrðum fregnir af miklum þurrkum, mannskæðum skógareldum, ofsarigningum, flóðum og risahagléli – oft á stöðum sem Íslendingar heimsækja í sínum sumarfríum. Skoðun 5. september 2023 14:01
Mannskæðir vatnavextir í úrhelli á Spáni Að minnsta kostir tveir eru látnir í miklum vatnavöxtum á Spáni. Fólki hefur verið bjargað af húsþökum og vegir og járnbrautarlínur hafa lokast vegna úrhellisrigningarinnar sem byrjaði að falla í gær. Erlent 4. september 2023 12:24
Afskræmd umfjöllun um áhrif hvala í tengslum við loftslagsmálin Samkvæmt stöðu þekkingar sem við höfum öðlast fyrir tilstuðlan fjölda alþjóðlegra rannsókna vitum við að hvalir og önnur stór sjávardýr hafa vistmótandi áhrif á umhverfi sitt. Þeir styrkja vistferla og stuðla að heilbrigði vistkerfa. Skoðun 31. ágúst 2023 11:00
Losun frá flugi og siglingum jókst um 95 prósent eftir faraldurinn Útblástur gróðurhúsaloftegunda vegna alþjóðasamgangna frá Íslandi jókst um 95 prósent á milli ára í fyrra þegar ferðatakmörkunum eftir heimsfaraldurinn var aflétt. Losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda stóð svo gott sem í stað á milli ára í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar. Innlent 31. ágúst 2023 08:59
Ísland og Kyoto bókunin uppgjör með kaupum á ódýrum losunarheimildum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tilkynnti nýverið að ritað hefði verið undir samning ásamt umhverfisráðherra Slóvakíu um kaup Íslands á 3,4 m kolefniseiningum frá Slóvakíu fyrir um 350 m.kr. Þessi tilhögun mun gera Íslandi fært að standa við skuldbindingar sínar á 2. tímabili Kýótó-bókunarinnar enda í stað þess að draga úr losun um 20% jók Ísland losun um 20%. Skoðun 29. ágúst 2023 13:02
Náttúran, næringin og endurgjöfin Nýlega las ég úr hvaða frumefnum mannslíkaminn er gerður. Ég hafði lengi vitað að við erum að mestum hluta úr vatni, en ekki pælt mikið meira í þessu. Líkaminn er að mestu byggður upp af súrefni (O), eða um 65%, kolefni (C) 18.5 %, vetni (H) 9.5% og nítur (N) 3.2%, en þetta er um 96% af líkamanum, og svo koma kalk, fosfór, kalín og brennisteinn og fleiri efni og snefilefni. Skoðun 28. ágúst 2023 10:01
Drögum vagninn í mark Loftlagsmálin hafa verið í brennidepli undanfarin ár og snerta í raun alla anga samfélagsins á einn eða annan hátt. Öll erum við til dæmis látin flokka heimilissorpið með ítarlegri hætti en áður og atvinnulífið vinnur af miklum móð til að mæta metnaðarfullum og lögfestum markmiðum stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Skoðun 25. ágúst 2023 11:30
„Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku” Umhverfisráðherra segir umræðuna hér á landi hvað varðar græna orku skrítna og ekki i samræmi við það sem þekkist annars staðar. Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. Innlent 24. ágúst 2023 21:01
Loftslagsréttur skyldufag í lagadeild Lagadeild Háskólans á Bifröst hefur fyrst allra íslenskra lagadeilda gert loftslagsrétt að skyldufagi í meistaranámi við deildina. Innlent 24. ágúst 2023 13:59
Borgaryfirvöld í Barcelona dreifa vatni og derhúfum til heimilislausra Hitamet hafa fallið síðustu nætur í Barcelona, þar sem hitinn fór lægst í um 30 gráður á 24 klukkustunda tímabili. Hitinn í gær fór í 38,8 stig, sem er nýtt met en gamla metið var 37,4 gráður. Erlent 24. ágúst 2023 12:56
Telja markmið um orkuskipti ekki munu nást fyrr en áratug seinna Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets sem kynnt verður í dag munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. Innlent 24. ágúst 2023 08:34
Átján lík fundust á víðavangi eftir gróðurelda í Grikklandi Átján fundust látnir við kofa nærri þorpinu Avantas, skammt frá borginni Alexandroupolis á Grikklandi, við eftirlit slökkviliðsmanna eftir að gróðureldar fóru um svæðið. Erlent 23. ágúst 2023 07:32
Evrópusambandsríkin drógu úr losun þrátt fyrir hagvöxt Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um tæplega þrjú prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið á tímabilinu samkvæmt nýjum tölum evrópsku hagstofunnar Eurostat. Hún jókst þó í sex ríkjum, þar á meðal Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Erlent 16. ágúst 2023 15:27
Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. Innlent 15. ágúst 2023 08:23
Carbfix fær styrk til að þróa verkefni í norðvesturhluta Bandaríkjanna Bandaríska orkumálaráðuneytið hefur styrkt Carbfix og samstarfsaðila þeirra um þrjár milljónir bandaríkjadala, um 400 milljónir króna, til að þróa verkefni um föngun kolefnis úr andrúmslofti og bindingu þess í jarðlögum í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Viðskipti innlent 14. ágúst 2023 08:36
Að vera hrædd um líf sitt árið 2023 Fólk sem fætt er upp úr miðri 20. öld man vel hættuna á kjarnorkustyrjöld sem spáð var í kalda stríðinu. Skoðun 11. ágúst 2023 11:01
Ari Helgason: Fjárfestingar vísisjóða í loftlagstækni farið hratt vaxandi Fjárfestingar vísisjóða hafa aukist hvað mest á undanförnum tveimur til þremur árum á sviði loftlagstækni. Hluti af tækifærinu við að stofna vísisjóð í London sem einblínir á loftlagsmál er að evrópskum fyrirtækjum á þessum vettvangi vantar meira fé og stuðning til að vaxa. Það er mun meira fjármagn í Bandaríkjunum til að dreifa á þessu sviði, segir Ari Helgason, einn af stofnendum vísisjóðsins Transition. Innherji 10. ágúst 2023 14:49
Kanna hvort fleira eigi þátt í methita Vísindamenn skoða nú möguleikann á því hvort að fleiri þættir en loftslagsbreytingar af völdum manna og El niño-veðurfyrirbrigðið beri ábyrgð á fordæmalausum hita í sumar. Risaeldgos í Kyrrahafi og minni skipamengun er á meðal þess sem kemur til greina. Erlent 9. ágúst 2023 11:08
Öflugt jökulhlaup skolaði burt heilu húsunum Engan sakaði þegar jökulhlaup hreif með sér íbúðarhús við bakka Mendenhall-árinnar í Juneau í Alaska í Bandaríkjunum um helgina. Hlaupið var mun kröftugra en fyrri flóð sem hafa orðið á undanförnum árum. Erlent 8. ágúst 2023 11:21
Stefnir í hlýjasta árið frá upphafi eftir funheita sumarmánuði Vaxandi líkur er á því að árið í ár verði það hlýjasta frá upphafi mælinga eftir fordæmalaust heita júní- og júlímánuði. Veðurfyrirbrigðið El niño í Kyrrahafi og hnattræn hlýnun af völdum manna leggjast nú á eitt um að þrýsta meðalhita jarðar upp í nýjar hæðir. Erlent 8. ágúst 2023 09:32
Nýtt app lætur vita hvenær maturinn rennur út Nýtt app gerir fólki kleift að sporna við matarsóun á heimilinu með því að fylla allt inn sem er til á heimilinu og skrá hvenær það rennur út. Appið lætur svo vita. Minnkar rusl og sparar pening segir hönnuður appsins, sem er aðeins 11 ára. Innlent 7. ágúst 2023 09:32
Ekki sama hitabylgja í sjónum við Ísland Ekki er sama hitabylgja í sjónum við Ísland og til dæmis í Miðjarðarhafi. Nýtt met var slegið í vikunni þegar meðalhiti sjávar mældist 20,9 gráður. Innlent 4. ágúst 2023 13:00
Heimshöfin heitari en nokkru sinni fyrr Hiti sjávar hefur aldrei verið hærri en meðalhiti sjávar á allri jörðinni náði 20.9 stigum í vikunni sem er að líða. Erlent 4. ágúst 2023 08:54
Aukin borun eftir eldsneyti samrýmist loftslagsmarkmiðum Bresk stjórnvöld hafa samþykkt að veita um hundrað ný leyfi fyrir borun eftir olíu og gasi á Norðursjó. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfisverndarsamtökum sem segja hana atlögu að þeim loftslagsskuldbindingum sem Bretar hafi gengist undir. Erlent 31. júlí 2023 13:21
Hitinn í methæðum í mánuð Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt. Erlent 31. júlí 2023 11:27
Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. Erlent 27. júlí 2023 20:57
Búið að aflétta öllum takmörkunum á sölu íslenskra upprunaábyrgða Umhverfisstofnun Þýskalands (UBA) hefur aflétt banni við sölu upprunaábyrgða raforku frá Íslandi til Þýskalands. Bannið var sett á vegna gruns um að vinnsla grænnar orku væri tvítalin hér á landi en athugun stofnunarinnar hefur leitt í ljós að svo sé ekki. Viðskipti innlent 27. júlí 2023 14:40
Komi til þess að hægi á hringrásarkerfi Atlantshafsins verði það tímabundið Umdeilt er hvort lóðrétt hringrásarkerfi Atlantshafsins stöðvist fyrir lok aldarinnar eins og spáð er fyrir í nýrri rannsókn. Haf- og veðurfræðingur segir að komi til þess að hægi á kerfinu bendi allt til að það verði aðeins tímabundið. Innlent 26. júlí 2023 12:31
„Eitthvað sem við munum aldrei gleyma“ Rúður brotnuðu, bílar skemmdust og fjöldi fólks slasaðist þegar haglélsstormur dundi yfir Norður-Ítalíu í fyrradag. Íslendingur á svæðinu segist enn vera að átta sig á því sem gerðist, höglin hafi verið á stærð við golfkúlur. Innlent 26. júlí 2023 09:00
Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. Erlent 25. júlí 2023 22:42