Madrídingar völtuðu yfir Celtic í síðari hálfleik | Shaktar Donetsk vann stórsigur Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í kvöld með átta leikjum. Spánarmeistarar Real Madrid unnu öruggan 0-3 útisigur gegn skoska liðinu Celtic og Shaktar Donetsk gerði góða ferð til Þýskalands og vann 1-4 útisigur gegn RB Leipzig. Fótbolti 6. september 2022 22:38
Englandsmeistararnir völtuðu fyrir Sevilla Englandsmeistarar Manchester City unnu afar öruggan 0-4 útisigur er liðið heimsótti Sevilla í fyrstu umferð riðlekppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 6. september 2022 20:42
Mbappé skoraði tvö er PSG vann stórleikinn Kylian Mbappé skoraði bæði mörk Paris Saint-Germain er liðið vann 2-1 sigur gegn Juventus í stórleik fyrstu umferðar Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 6. september 2022 20:40
Orsic tryggði Dinamo Zagreb óvæntan sigur gegn Chelsea Mislav Orsic skorapi eina mark leiksins er Dinamo Zagreb tók á móti Chelsea í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 og óvæntur sigur heimamanna því staðreynd. Fótbolti 6. september 2022 18:46
Hákon kom inn af bekknum í tapi FCK gegn Dortmund Íslendingalið FC Kaupmannahöfn mátti þola 3-0 tap er liðið heimsótti Borussia Dortmund í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 6. september 2022 18:35
Bröndby-bullur réðust á stuðningsmenn FCK í Þýskalandi FC Kaupmannahöfn hefur í kvöld keppni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn síðan 2016. Það fer hins vegar ekki vel af stað. Fótbolti 6. september 2022 13:45
Eldheit framlína PSG verður erfið viðureignar Meistaradeild Evrópu fer af stað í dag með átta leikjum. Paris Saint-Germain á stórleik umferðarinnar sem fer fram í kvöld. Fótbolti 6. september 2022 13:00
Real Madríd talið líklegast til að vinna Meistaradeild Evrópu Tölfræðiveitan Gracenote telur líklegast að Real Madríd vinni Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla á þessari leiktíð og verji þar með titil sinn. Samkvæmt útreikningum veitunnar eru þrjú lið sem bera höfuð og herðar yfir önnur lið. Fótbolti 5. september 2022 23:30
Hætta við 700 milljarða samning við UEFA Rafmyntarmiðlarinn Crypto.com hefur hætt við fyrirhugaðan 495 milljón dollara samning við UEFA sem styrktaraðili Meistaradeildar Evrópu. UEFA leitar áfram nýs styrktaraðila eftir að hafa slitið samstarfi við Gazprom. Fótbolti 1. september 2022 13:30
Í fyrsta sinn í tuttugu ár sem Ronaldo spilar ekki í Meistaradeildinni Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, fullyrti á blaðamannafundi í dag að með komu Antony og Martin Dubravka yrðu ekki frekari breytingar á leikmannahópi liðsins fyrir lok félagaskiptagluggans. Enski boltinn 31. ágúst 2022 14:30
Casemiro: Verð sorgmæddur ef Man Utd kemst ekki í Meistaradeildina Nýjasti leikmaður Manchester United, Casemiro, segir að lið af sömu stærðargráðu og Manchester United eigi skilið að spila í Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn 27. ágúst 2022 07:01
„Ég drep þig ef þú meiðir Messi“ Fyrrum fótboltamaðurinn Sergio Agüero sendi skýr skilaboð til fyrrum félaga síns í argentínska landsliðinu eftir að dregið var í riðla Meistaradeildar Evrópu í gær. Fótbolti 26. ágúst 2022 15:00
Fögnuðu innilega þegar þeir drógust í dauðariðilinn Leikmenn tékkneska meistaraliðsins Viktoria Plzen fylgdust spenntir með þegar dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í gær. Liðið lenti í dauðariðlinum, en í stað þess að óttast verðandi andstæðinga sína fögnuðu leikmenn liðsins drættinum innilega. Fótbolti 26. ágúst 2022 07:01
Sjáðu þegar Ísak áttaði sig á því hverjum hann myndi mæta í Meistaradeildinni Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður danska liðsins FCK, fylgdist að sjálfsögðu vel með þegar dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í dag. Dönsku meistararnir voru í pottinum í fyrsta skipti í sex ár og mæta meðal annars Englandsmeisturum Manchester City. Fótbolti 25. ágúst 2022 21:15
Benzema valinn leikmaður ársins | Putellas best annað árið í röð Alexia Putellas og Karim Benzema eru besta knattspyrnufólk Evrópu að mati evrópska knattspyrnusambandsins UEFA. Valið var kunngjört eftir að dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu fyrr í dag. Fótbolti 25. ágúst 2022 17:32
Bayern og Barcelona í dauðariðlinum | Skagamennirnir takast á við De Bruyne Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðdegis í dag. Óhætt er að segja að C-riðill keppninnar sé dauðariðillinn þetta árið en þar verða endurfundir hjá Bayern München og Barcelona. Fótbolti 25. ágúst 2022 17:05
„Vel uppaldir drengir“ Skemmtileg mynd var birt á samfélagsmiðlum FC Kaupmannahafnar eftir að liðið tryggði sér sæti í riðakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sjá má myndina hér að ofan en þar sjást íslensku landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hjálpa til við að þrífa klefann að loknum fagnaðarlátunum eftir leik. Fótbolti 25. ágúst 2022 11:00
Hvaða stórlið lenda saman í dag í Meistaradeild Evrópu? Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hefst innan tveggja vikna og klukkan 16 í dag verður dregið um það hvaða lið lenda saman í riðli. Ljóst er að Íslendinganna í FC Kaupmannahöfn bíður erfitt verkefni. Fótbolti 25. ágúst 2022 07:30
Alfons þarf að sætta sig við Evrópudeildina eftir svekkjandi tap í Zagreb Alfons Sampsted lék allan leikinn í 4-1 tapi Bodø/Glimt gegn Dinamo Zagreb í umspili um laust sæti í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikurinn fór alla leið í framlengingu en samanlögð staða var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 2-2. Fótbolti 24. ágúst 2022 21:45
Íslendingalið FCK áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Dönsku meistararnir í FC Kaupmannahöfn verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 2-1 sigur á tyrkneska liðinu Trabzonspor í umspili um laust sæti í riðlakeppninni. Fótbolti 24. ágúst 2022 21:15
Þrír íslenskir landsliðsmenn geta tryggt sig í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld Noregsmeistarar Bodø/Glimt og Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahöfn geta tryggt sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld með góðum úrslitum. Bæði lið eru yfir í einvígum sínum en eiga fyrir höndum einkar erfiða leiki á útivelli í kvöld. Fótbolti 24. ágúst 2022 13:30
Maðurinn sem lífgaði við Christian Eriksen bjargaði öðru lífi á Parken 24 ára stuðningsmaður FC Kaupmannahafnar fór í hjartastopp á Evrópuleik liðsins á móti tyrkneska félaginu Trabzonspor í síðustu viku en sá hinn sami getur þakkað líf sitt manni sem gerir það að vana sínum að bjarga mannslífum á stærsta fótboltaleikvangi Dana. Fótbolti 23. ágúst 2022 08:31
Stuðningsfólk FCK lét danskan landsliðsmann fá það óþvegið: „Ert og verður alltaf Bröndby svín“ Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn tók á móti Trabzonspor á Parken í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Einn leikmaður gestanna fékk sérstaklega að kenna á því hjá stuðningsfólki heimaliðsins. Fótbolti 17. ágúst 2022 15:30
Íslendingaliðin nálgast Meistaradeildina Íslendingaliðin Bodö/Glimt frá Noregi og FCK frá Danmörku unnu bæði sigra í fyrri leikjum liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 16. ágúst 2022 20:55
Benzema, Courtois og De Bruyne tilnefndir sem leikmenn ársins hjá UEFA Evrópska knattspyrnusambandið UEFA birti í gær hvaða þrír leikmenn eiga möguleika á því að vera valdir knattspyrnumaður ársins hjá sambandinu. Fótbolti 13. ágúst 2022 08:00
Ancelotti: Ekki í vafa um að skilvirkasti leikmaður heims eigi fá Gullknöttinn í ár Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, er ekki í neinum um vafa um það að Karim Benzema eigið mest skiið að fá Gullknöttinn fyrir árið í ár. Fótbolti 11. ágúst 2022 09:01
Kallar eftir Brexit í Evrópuboltanum Adriano Galliani, fyrrum framkvæmdastjóri AC Milan og núverandi framkvæmdastjóri Monza, óskar eftir því að hugmyndir um Ofurdeild Evrópu verði teknar aftur upp en í þetta sinn án ensku félagsliðanna. Fótbolti 11. ágúst 2022 07:00
Real Madrid er besta lið Evrópu Real Madrid er meistari meistaranna í Evrópu en liðið vann sinn fimmta Ofurbikar UEFA í kvöld þegar Real vann þægilegan 2-0 sigur á Eintracht Frankfurt á Ólympíuvellinum í Helsinki. Fótbolti 10. ágúst 2022 21:00
Elías og félagar fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar Elías Rafn Ólafsson og félagar hans í danska liðini Midtjylland eru úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 1-3 tap gegn Benfica í kvöld. Evrópuævintýri liðsins er þó ekki lokið þar sem tapið þýðir að Midtjylland fer beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fótbolti 9. ágúst 2022 19:38
Alfons og félagar skrefi nær riðlakeppni Meistaradeildarinnar Alfons Sampsted og félagar hans í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt eru komnir í fjórðu og seinustu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli gegn litháíska liðinu Zalgiris í dag. Fótbolti 9. ágúst 2022 17:52