Eftir viðburðarríkan félagsskiptaglugga þar sem Chelsea gekk frá kaupum á sjö leikmönnum fær Graham Potter, knattspyrnustjóri liðsins, nú að glíma við þann hausverk að ákveða hverjir af þessum sjö leikmönnum verða teknir inn í 25 manna hóp félagsins í Meistaradeild Evrópu.
Liðið fékk þá Joao Felix, Mykhalo Mudryk, Benoit Badiashile, Noni Madueke, David Datro Fofana og Andrey Santos til félagsins í janúar og þá verður nýkrýndi heimsmeistarinn Enzo Fernandez líklega kynntur til leiks síðar í dag.
Af þessum sjö leikmönnum mega þó aðeins þrír koma inn í Meistaradeildarhóp Chelsea. Félagið þarf að vera búið að gefa út 25 manna hóp fyrir leik liðsins gegn Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum keppninnar þann 15. febrúar næstkomandi, en félög mega aðeins gera þrjár breytingar á hópnum sem tók þátt í riðlakeppninni.
Graham Potter now has the task of trying to find a way to keep everyone happy #CFC https://t.co/x21q2lkLxq
— talkSPORT (@talkSPORT) February 1, 2023