Leikur Liverpool og Real Madrid á Anfield var frábær skemmtun fyrir hinn almenna áhugamann og fyrir stuðningsmenn spænska liðsins en fyrir Liverpool stuðningsmenn þá breyttist draumur í Real-martröð á augabragði.
Real Madrid lenti nefnilega 2-0 undir á móti Liverpool á Anfield og svaraði með fimm mörkum í röð og vann því 5-2 sigur. Real Madrid fer því með þriggja marka forskot í seinni leikinn á heimavelli sínum.
Vinicius Junior skoraði tvö fyrstu mrök Real Madrid og Karim Benzema tvö þau síðustu en það var Eder Militao sem kom þeim 3-2 yfir í upphafi seinni hálfleiksins.
Darwin Nunez og Mohamed Salah komu Liverpool í 2-0 á fyrstu fjórtán mínútum leiksins en sú draumabyrjun gerir þessa martröð enn meiri skandal fyrir Liverpool liðið.
Á sama tíma vann Napoli 2-0 útisigur á Eintracht Frankfurt þar sem Napoli menn leyfðu sér að klikka á vítaspyrnu. Það kom ekki á sök því liðið fer með tveggja marka forskot í seinni leikinn á heimavelli sínum.
Victor Osimhen og Giovanni Di Lorenzo skoruðu mörk Napoli í leiknum en Khvicha Kvaratskhelia klikkaði á vítinu.
Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær.