

Nýjustu fréttir af Gunnari Nelson og fleiri MMA-köppum.
Í dag var gefið út að það verði hinn þrautreyndi Robert Byrd sem verði dómari í boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather.
Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk.
Það eru margir að hita upp fyrir bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. Þar á meðal Conor sjálfur sem lætur framleiða sína eigin þætti.
Tom Madsen, framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka MMA, IMMAF, er byrjaður á herferð fyrir því að MMA verði tekið inn á Ólympíuleikana árið 2028.
Hnefaleikabardagi þeirra Conor McGregor og Floyd Mayweather verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Bandaríski boxarinn Floyd Mayweather segist hafa unnið heimavinnuna sína um bardagamanninn Conor McGregor en framundan er boxbardagi á milli þeirra í Las Vegas 26. ágúst næstkomandi.
Mjölnishöllin glæsilega í Öskjuhlíðinni var til umfjöllunar í íþróttaþættinum Gillette World Sport í gær.
UFC 214 fór fram í nótt þar sem erkifjendurnir Jon Jones og Daniel Cormier mættust í aðalbardaga kvöldsins. Jon Jones átti frábæra frammistöðu þegar hann sigraði Cormier og endurheimti beltið.
Í nótt fer stærsti bardagi ársins í MMA heiminum fram þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Gríðarlega margt er undir hjá báðum bardagaköppum og meira en bara titill.
Frábær meðmæli með Sunnu Davíðsdóttur sem hefur slegið í gegn í Invicta FC.
Daniel Cormier beitti brögðum til að ná þyngd fyrir síðasta bardaga sinn.
Draymond Green var ekki sáttur með að Conor McGregor klæddist treyju Golden State Warriors, en Green leikur með þeim í NBA deildinni. McGregor svaraði honum um hæl.
Chris Weidman komst loksins aftur á sigurbraut í nótt þegar hann kláraði Kelvin Gastelum með hengingu. Þetta var hans fyrsti sigur síðan í maí 2015.
Það er ekki langt síðan Chris Weidman var 13-0, millivigtarmeistari UFC og einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Síðan þá hefur margt breyst og berst hann gífurlega mikilvægan bardaga í kvöld gegn Kelvin Gastelum.
UFC tilkynnti í gær að það yrði keppt um tvö belti á UFC 215 sem fram fer í Kanada í byrjun september.
"Ef þú vinnur með svindli áttu þá að vera verðlaunaður sérstaklega fyrir það? Mitt svar er auðvitað nei. Þvert á móti á að ávíta menn fyrir það. Það á að taka af þér sigurinn. Þetta var ekki sigur.“
Bandaríkjamenn fjölmenntu ekki fyrir framan sjónvarpstækin til þess að horfa á bardagakvöldið í Glasgow.
Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir er komin heim eftir enn eina frægðarförina til Kansas City. Að þessu sinni vann hún hina bandarísku Kelly D'Angelo.
UFC hefur sent Gunnar Nelson í 45 daga veikindafrí eftir að hann var rotaður á bardagakvöldinu í Glasgow um síðustu helgi.
Doktorinn Viðar Halldórsson hefur mjög sterkar skoðanir á blönduðum bardagaíþróttum en hann telur MMA eiga lítið skylt við íþróttir.
Gunnar Nelson fellur um þrjú sæti á styrkleikalista UFC í veltivigt. Hann er nú í 11. sæti listans.
Fyrir bardaga Gunnars Nelson og Santiago Ponzinibbio lagði dómarinn sérstaka áherslu á að ekki yrði slegið með opinn lófa í átt að andliti andstæðings. Allt er á suðupunkti vegna augnpots Ponzinibbio.
Svo virðist sem Gunnar Nelson sé ekki sá fyrsti sem lendir í augnapoti Argentínumannsins Santiagos Ponzinibbio.
Santiago Ponzinibbio segist ekki geta séð það á myndbandi að hann hafi potað í augun á Gunnari Nelson í bardaga þeirra í Glasgow á sunnudagskvöldið.
Santiago Ponzinibbio vann Gunnar Nelson í UFC-bardaga þeirra í Glasgow í gærkvöldi en fljótlega fóru menn að tala um óheiðarleika Argentínumannsins. Myndband frá bardaganum sýnir að Ponzinibbio potaði mörgum sinni í auga Gunnars.
Gunnar Nelson beið lægri hlut fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi.
Gunnar Nelson beið ósigur fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum.
Sunna Rannveig Davíðsdóttir gekk inn í búrið í Kansas í íslensku landsliðstreyjunni sem stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta færðu henni að gjöf á dögunum.
Sunna Rannveig Davíðsdóttir sigraði Kelly D'Angelo í Kansas á laugardaginn og hefur því unnið alla bardaga sína sem atvinnumaður í MMA. Hún er með markmiðin á hreinu en leyfir sér að njóta augnabliksins.
Gunnar Nelson var svekktur út í sjálfan sig er Vísir hitti hann eftir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow.