Lentu loksins í Keflavík eftir næstum 40 tíma seinkun Flugvél Icelandair með farþegum innanborðs sem setið höfðu fastir í næstum fjörutíu klukkustundir á flugvellinum í Glasgow tók loks á loft í kringum miðnætti að íslenskum tíma í gærkvöldi og var lent á Keflavíkurflugvelli upp úr tvö í nótt. Innlent 20. maí 2023 11:13
Skamma Olís vegna HM-afláttar sem gilti bara á sumum ÓB-stöðvum Neytendastofa hefur slegið á fingur Olís vegna auglýsinga um afslátt á eldsneyti á völdum sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB. Félagið auglýsti þar afslátt af eldsneyti, sem tengdist úrslitum íslenska landsliðsins í handbolta á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Svíþjóð í janúar síðastliðinn, án þess að tekið var fram að afslátturinn gilti ekki á öllum sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB. Hefur félaginu verið bannað að viðhafa slíka viðskiptahætti. Neytendur 16. maí 2023 07:37
Matvörugátt þriggja verslana opnar brátt Neytendur munu geta borið saman verð á matvælum í sérstakri Matvörugátt sem opnuð verður innan fárra daga. Þrjár verslanir eru þátttakendur í verkefninu. Viðskipti innlent 15. maí 2023 16:50
Kryddhúsið minnkar kolefnisspor með nýjum umbúðum Kryddhúsið hefur sagt skilið við plaststauka og ál í öllum umbúðum kryddlínunnar. Ýmsar spennandi nýjungar eru einnig væntanlegar frá Kryddhúsinu. Ólöf Einarsdóttir, annar eigenda og framkvæmdastjóri segir stefnu Kryddhússins að starfa í sátt við umhverfið. Lífið samstarf 15. maí 2023 09:16
Fundu hæsta verðið oftast í Iceland og Heimkaupum Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland og Heimkaupum í nýrri verðlagskönnun sem Alþýðusambandið framkvæmdi þann 9. maí síðastliðinn. Bónus var oftast með lægsta verðið en næst oftast var Fjarðarkaup. Neytendur 12. maí 2023 19:19
Sælgætið og snakkið oftast ódýrast í Fjarðarkaupum Bónus var ódýrasta verslunin í matvörukönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 9. maí. Verðið í Bónus var að meðaltali 4% frá lægsta verði, og bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Krónan var með næst lægsta meðalverðið sem var 10% frá lægsta verði. Neytendur 12. maí 2023 14:36
Eignasöluferli Heimstaden gæti tekið fimm ár Leigufélagið Heimstaden er ekki á leiðinni af íslenskum fasteignamarkaði strax heldur er félagið einungis að skoða hvernig það eigi að minnka við sig. Að sögn tilvonandi framkvæmdastjóra félagsins á Íslandi er það eina sem hægt er að staðfesta að félagið muni ekki stækka við sig hér á landi. Viðskipti innlent 11. maí 2023 17:27
Litlar málmflísar fundust í Haribo sælgæti Litlar málmflísar fundust í sælgæti frá Haribo og hefur Matvælastofnun því varað við neyslu á vissum framleiðsludagsetningum af Haribo sælgæti. Fyrirtækið Danól flytur vörurnar inn og hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna af markaði. Neytendur 11. maí 2023 15:29
Leigufélög enn spennandi fjárfesting þrátt fyrir brotthvarf Heimstaden Leigufélagið Heimstaden mun á næstu mánuðum minnka íbúðasafn sitt á Íslandi. Ástæðan mun vera sú að lífeyrissjóðir vildu ekki fjárfesta í félaginu. Að sögn framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs þýðir þetta ekki að leigufélög þyki minna spennandi vara fyrir fjárfesta. Viðskipti innlent 11. maí 2023 11:52
Ilva var heimilt að kalla útsölu á Korputorgi „rýmingarsölu“ Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu frá síðasta sumri vegna kynninga Ilva um rýmingarsölu. Neytendur 11. maí 2023 07:55
Maki krókinn hjá bönkunum á kostnað heimila og neytenda Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um rúmlega tuttugu milljarða á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Formaður Neytendasamtakanna segir að um gífurlegan hagnað sé að ræða. Hagnaðurinn sé drifinn áfram af stýrivaxtahækkunum Seðlabankans sem bitna einungis á lántakendum. Neytendur 5. maí 2023 11:55
Lækka verð á timbri um heil tíu prósent Þau tíðindi berast nú frá Húsasmiðjunni að þar á bæ hafa menn nú lækkað verð á timbri og pallaefni um heil tíu prósent. Neytendur 4. maí 2023 12:16
Löng röð á lagersölu á Laugardalsvelli Gríðarleg röð myndaðist nú í morgun fyrir framan Laugardalsvöll en þar er verslunin Bíum Bíum að hefja lagersölu á barnafötum. Lífið 4. maí 2023 12:15
Séðir ættu að „geta komið sjö, átta páskaeggjum í pokann“ á lagersölu „Ef menn eru séðir þá ætti að vera hægt að ná einhverjum sjö eða átta stórum páskaeggjum ofan í pokann.“ Neytendur 3. maí 2023 09:46
Verðlækkun matvæla á mörkuðum skilar sér ekki á diskana Verð á korni, grænmetisolíu, mjólkurvörum og öðrum landbúnaðarvörum hefur lækkað töluvert á mörkuðum á undanförnum mánuðum. Sú lækkun hefur þó lítið skilað sér á matardiska fólks um heiminn allan. Viðskipti erlent 27. apríl 2023 16:58
Landsbankinn skerðir afgreiðslutíma á Kópaskeri og Raufarhöfn í sumar Landsbankinn hefur ákveðið að skerða afgreiðslutímann í útibúum bankans á Kópaskeri og Raufarhöfn í sumar. Viðskipti innlent 27. apríl 2023 14:55
Bæta þurfi upprunamerkingu á matvöru Forsætisráðherra segir ekki boðlegt að upprunamerkingar á matvörum eins og kjöti séu ekki réttar í íslenskum verslunum. Hún segir að það þurfi samstillt átak til að taka á málinu. Neytendur 26. apríl 2023 21:03
Byrjað verður að rukka á jarðvegstippinn á Selfossi Á fundi bæjarstjórnar Árborgar, sem fór fram í dag voru meðal annars kynnt drög að aðgerðaráætlun í samræmi við samkomulag innviðarráðherra og bæjarstjórnar um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit með sveitarfélaginu vegna 27 milljarða skulda þess. Innlent 26. apríl 2023 18:04
Eldri hjón fengu ekki að innrita sig þótt þrír tímar væru í flugið Eldri hjón fá engar bætur frá Wizz air eftir að hafa misst af flugi með flugfélaginu frá Keflavík til Vínarborgar í apríl í fyrra. Þau fengu ekki að innrita sig þótt tæplega þrjár klukkustundir væru í auglýst flugtak. Neytendur 26. apríl 2023 11:57
Úrskurða gegn Nýju Vínbúðinni vegna Jólabjóradagatals Neytendastofa hefur úrskurðað Nýju Vínbúðina brotlega vegna jólabjóradagatals. Brotin lúta að skorti á upplýsingum á heimasíðu verslunarinnar og að hún hafi veitt rangar upplýsingar um réttindi neytenda þegar kemur að fjarsölu. Innlent 24. apríl 2023 16:53
Ódýr aðferð til að búa til birgðir fyrir nýju kennitöluna Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda furðar sig á lagaákvæði sem hann segir auðvelda fyrirsvarsmönnum fyrirtækja að færa eignir á nýtt fyrirtæki eftir gjaldþrot. Hann segist hafa kallað eftir breytingum í fleiri ár og veltir því upp hvort verið sé að gera fjármálafyrirtækjum hærra undir höfði á kostnað smærri atvinnurekenda. Neytendur 22. apríl 2023 08:01
Neytendastofa slær á fingur Origo Neytendastofa hefur bannað Origo hf. að nota fullyrðinguna „besta noise cancellation í heimi“ í markaðsefni um Bose heyrnartól sem fyrirtækið selur. Stofnunin taldi gögn sem Origo lagði fram sér til stuðnings ekki ná að sanna jafn afdráttarlausa fullyrðingu og þá sem um ræðir. Neytendur 21. apríl 2023 23:31
Milljarðatjón ár hvert fyrir birgja og neytendur Kona sem flytur inn og framleiðir lífrænar vörur hefur tapað þrjú hundruð þúsund krónum á því að rekstraraðili verslunarinnar Frú Lauga er farinn í gjaldþrot. Hún gagnrýnir framkvæmd og regluverk í kringum gjaldþrot verslana og segir neytendur tapa milljörðum á ári vegna þeirra. Neytendur 20. apríl 2023 15:36
Spá því að verðbólgan lækki um 0,3 prósentustig Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan lækki úr 9,8 prósentum í 9,5 prósent í aprílmánuði. Spáin næstu mánuði gerir ráð fyrir því að verðbólga lækki og fari niður fyrir átta prósent í júlí. Neytendur 19. apríl 2023 10:37
Bónusgrísinn reiður kortafyrirtækjum „Kortafyrirtækin klúðruðu uppfærslu á sínum kerfum og því hafa margir lent í röngum færslum,“ segir í færslu á Facebooksíðu verslunarkeðjunnar Bónus. Með færslunni fylgir mynd af Bónusgrísnum fræga, sem er heldur reiður á svip. Viðskipti innlent 17. apríl 2023 18:04
„Allt að 70% afsláttur“ reyndist iðulega einungis fimm prósent Dekkja- og bílaþjónustan ehf., rekstraraðili dekk1.is, hefur verið sektað vegna viðskiptahátta sinna. Auglýstur var allt að 70 prósent afsláttur í „Cyberviku“ en einungis var hægt að finna dekk á mun lægri afslætti, iðulega einungis fimm prósenta. Þarf félagið að greiða 200 þúsund króna sekt. Neytendur 17. apríl 2023 11:53
Klókir markaðsaðilar fá ráðherra til að klóra sér í kollinum Heilbrigðisráðherra segir það mikið áhyggjuefni hversu margir landsmenn neyta nikótínpúða en vörurnar höfða meðal annars til barna og unglinga. Um sé að ræða snúna baráttu þar sem markaðsaðilar séu mjög séðir og þróa sífellt nýjar vörur. Nýtt regluverk gefi aukin færi. Innlent 15. apríl 2023 22:02
Tugprósenta munur á tannlæknaþjónustu og gjaldskrár ekki alltaf sýnilegar Tugprósenta munur er á verði tannlæknaþjónustu og ekki eru allar gjaldskrár aðgengilegar á netinu. Þetta kemur fram í óformlegri verðkönnun Vísis hjá tuttugu tannlæknastofum. Neytendur 15. apríl 2023 07:01
Þrautin þyngri að verða sér úti um grautinn Grjónagrautur frá Mjólkursamsölunni (MS) hefur verið illfáanlegur á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Rekja má þetta til þess að MS fékk ranga tegund af grjónum í síðustu sendingu frá birgjanum. Verið er að vinna í að fá réttu grjónin aftur. Neytendur 14. apríl 2023 14:54
Deildu um leigu á gistiheimili vegna brúðkaups í Svarfaðardal Héraðsdómur Reykjaness hefur leitt til lykta deilu rekstrarfélags gistiheimilisins Húsabakka í Svarfaðardal á Tröllaskaga og manns um leigu á herbergjum í tengslum við brúðkaup sem haldið var í ágúst síðastliðinn. Bæði var deilt var um nýtingu á hótelherbergjum, afslætti og að ekki hafi allir gestir fengið þá gistingu sem lofað var. Neytendur 13. apríl 2023 10:01