Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 27-24 | Bikarinn fer aftur til Eyja Íslandsmeistarabikarinn í handbolta karla heldur áfram ferðalagi sínu. Eftir að hafa verið á svæðinu í Vestmannaeyjum á föstudagskvöld, og á Ásvöllum í kvöld, fer hann aftur til Eyja á miðvikudaginn þar sem einvígi Hauka og ÍBV ræðst í oddaleik. Handbolti 29. maí 2023 21:42
„Markverðirnir okkar voru ekki með“ Rúnar Kárason segir sjálfstraust, eða öllu heldur skort á því, vera það sem hafi orðið ÍBV að falli og valdið því að Haukar séu nú búnir að jafna einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Handbolti 29. maí 2023 21:16
Gunnar Óli og Bjarki dæma stórleik kvöldsins á Ásvöllum Gunnar Óli Gústafsson og Bjarki Bóasson munu dæma fjórða leik Hauka og ÍBV í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í kvöld. Þetta staðfestir Kristján Gaukur Kristjánsson, formaður dómaranefndar HSÍ í samtali við Vísi. Handbolti 29. maí 2023 13:46
Ekki uppselt á stórleik kvöldsins á Ásvöllum Ekki er uppselt er á fjórða leik Hauka og ÍBV í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í handbolta sem fer fram á Ásvöllum í kvöld eins og hafði áður verið greint frá. Handbolti 29. maí 2023 11:46
Segir HSÍ ekki vera með „fulle fem“ ef samningar við Stöð 2 Sport sigla í strand Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta, var á línunni í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins. Hann hefur fylgst vel með úrslitakeppni Olís-deildar karla og segist hafa áhyggjur af því ef HSÍ fer að missa sýningarréttinn eitthvert annað en á Stöð 2 Sport. Handbolti 29. maí 2023 08:01
Furðar sig á ummælum um mögulegt leikbann Erlings Pavel Ermolinskij, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta, furðar sig á ummælum sérfræðinga Seinni bylgjunnar um mögulegt leikbann Erlings Richardssonar, þjálfara ÍBV í handbolta, eftir leik liðsins gegn Haukum í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í gær. Handbolti 27. maí 2023 11:30
Fær Erlingur refsingu fyrir viðtalið? „Þetta er ljótur leikur“ Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var allt annað en sáttur eftir sex marka tap liðsins gegn Haukum í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Erlingur var stuttorður í viðtali eftir leik, en virtist senda dómurum leiksins nokkrar pillur. Handbolti 26. maí 2023 22:32
Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Haukar unnu lífsnauðsynlegan sex marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-34 og Haukar komu þar með í veg fyrir að Eyjamenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í kvöld. Handbolti 26. maí 2023 21:57
ÍBV fékk lánaða stúku frá Þorlákshöfn og stefnir í áhorfendamet Það stefnir allt í að nýtt áhorfendamet verði slegið í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Haukum í þriðju viðureign liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Handbolti 26. maí 2023 17:30
Egill aftur í Garðabæinn Egill Magnússon er genginn í raðir Stjörnunnar á nýjan leik eftir þriggja ára dvöl hjá FH. Handbolti 26. maí 2023 16:30
Eyjamenn hafa aldrei klikkað þegar stór bikar er í boði á hliðarlínunni Þegar Eyjamenn hafa fundið lyktina af bikar í karlahandboltanum þá hefur ekki þurft að spyrja að leikslokum. Sagan segir að Íslandsbikarinn fari á lofti í kvöld. Handbolti 26. maí 2023 13:31
„Þetta má ekki fara inn að beini og pirra okkur“ „Við erum bognir en ekki brotnir og ætlum klárlega að sýna hvað í okkur býr,“ segir Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka. Þeir fara með bakið uppi við vegg til Eyja í dag, 2-0 undir í einvíginu við ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Handbolti 26. maí 2023 10:35
ÍBV getur komist í hóp hinna ósigruðu í úrslitakeppninni Ef ÍBV vinnur Hauka í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í kvöld komast Eyjamenn í hóp liða sem hafa farið ósigruð í gegnum úrslitakeppnina. Handbolti 26. maí 2023 10:01
Sækja áfram á íslensk mið og fengu Dag Nýliðarnir í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð, í liði Karlskrona, halda áfram að sækja liðsstyrk til Íslands. Nú hefur félagið keypt Dag Sverri Kristjánsson frá ÍR. Handbolti 25. maí 2023 13:27
Aron Rafn safnar í Haukarútu til Eyja Haukar eru með bakið upp við vegg og þurfa að sækja sigur til Eyja ef þeir ætla að forðast sumarfrí og fá annan heimaleik á Ásvöllum í úrslitaeinvíginu á móti ÍBV í Olís deild karla í handbolta. Handbolti 25. maí 2023 09:30
„Enn meiri bónus þegar við komumst að því að við fengum sama símtalið“ Hornamennirnir Leó Snær Pétursson og Andri Þór Helgason segjast mættir í Mosfellsbæ til að hjálpa Aftureldingu að vinna fleiri titla. Þeir glöddust mjög yfir að geta sameinað handboltakrafta sína á nýjan leik. Handbolti 25. maí 2023 09:01
„Samfélagið hætti aldrei að moka“ Theodór Sigurbjörnsson rifjaði upp eldgosið í Heimaey þegar hann reyndi að útskýra fyrir sérfræðingunum í Seinni bylgjunni af hverju lið ÍBV virðist alltaf best þegar allt er undir í lok leikja. Handbolti 24. maí 2023 13:30
„Finnur ekki betri gæja og því var ógeðslega erfitt að eiga þetta samtal“ Birgir Steinn Jónsson spilar ekki með Gróttu í Olís deild karla í handbolta næsta vetur því hann hefur samið við bikarmeistara Aftureldingar. Hann ræddi ákvörðunina og samtals hans við Róbert Gunnarsson. Handbolti 24. maí 2023 12:30
Hornabræður í Mosfellsbæinn Hornamennirnir Leó Snær Pétursson og Andri Þór Helgason hafa samið við bikarmeistara Aftureldingar í handbolta til tveggja ára. Handbolti 24. maí 2023 09:39
Logi Geirs ætlar að mæta til Eyja í þyrlu Eyjamenn geta orðið Íslandsmeistarar í handbolta karla á föstudaginn og þá unnið titilinn í fyrsta sinn á heimavelli. Í hin tvö skiptin hefur Eyjaliðið sótt Íslandsbikarinn til Hafnarfjarðar en nú geta þeir lyft honum út í Vestmannaeyjum. Handbolti 24. maí 2023 09:01
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 26-29 | Haukar fara með bakið upp við vegg til Eyja Lið ÍBV er komið í kjörstöðu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Hauka að Ásvöllum í kvöld, 26-29, og er því komið í 2-0 í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að lyfta titlinum. Handbolti 23. maí 2023 20:54
Rúnar: Svo fór að ganga betur undir lok leiksins á meðan þeir héldu áfram að ströggla ÍBV er komið í 2-0 í einvígi sínum gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur í spennandi leik að Ásvöllum. Lokatölur 26-29. Handbolti 23. maí 2023 20:17
Sigurvegarinn í leik eitt orðið Íslandsmeistari í 78 prósent tilfella Tölfræðin er ekki beint hliðholl Haukum í einvígi þeirra við ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Handbolti 23. maí 2023 15:01
Birgir Steinn í Mosfellsbæinn Birgir Steinn Jónsson er genginn í raðir bikarmeistara Aftureldingar. Hann hefur verið besti leikmaður Gróttu undanfarin ár. Handbolti 22. maí 2023 15:28
Horfa áfram til Íslands og hafa nú tryggt sér Döhler Eftir að hafa varið mark FH með mikilli prýði í Olís-deildinni í handbolta síðustu fjögur ár er Þjóðverjinn Phil Döhler búinn að skrifa undir samning við „Íslandsvinina“ í Karlskrona í Svíþjóð. Handbolti 22. maí 2023 14:00
Mamman og systirin í tvískiptum treyjum Tilfinningarnar verða eflaust blendnar, sama hvernig fer, hjá fjölskyldu bræðranna Sigtryggs Daða og Andra Más í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Handbolti 22. maí 2023 09:01
Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍBV-Haukar 33-27 | Eyjasigur eftir hrun Hauka í síðari hálfleik ÍBV er komið með forystuna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handknattleik eftir sex marka heimasigur gegn Haukum í dag. Liðin mætast á ný á þriðjudag í Hafnarfirði. Handbolti 20. maí 2023 15:20
Ásgeir Örn: Spiluðum þetta frá okkur sjálfir Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka var svekktur eftir tap hans manna gegn ÍBV í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Leikur Hauka hrundi um miðjan síðari hálfleikinn. Handbolti 20. maí 2023 14:42
Segir að Óskar Bjarni taki við fráfarandi Íslandsmeisturum Vals Það virðist næsta öruggt að Snorri Steinn Guðjónsson verði ekki þjálfari karlaliðs Vals í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Sérfræðingurinn, Arnar Daði Arnarsson, segir næsta öruggt að Óskar Bjarni Óskarsson verði næsti þjálfari liðsins. Handbolti 17. maí 2023 23:00
Draumur að verða að veruleika Nýjasti atvinnumaðurinn okkar í handbolta Þorgils Jón Svölu-Baldursson segist vera spenntur fyrir því að taka slaginn í Svíþjóð með liðinu Karlskrona. Handbolti 17. maí 2023 20:00