Lúkas um vélmennið hann föður sinn: „Veit ekki hvernig hann fer að þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2023 11:01 Feðgarnir Alexander Petersson og Lúkas Petersson, miklir íþróttamenn Vísir/Samsett mynd Lúkas Petersson, markvörður íslenska u21 árs landsliðsins í fótbolta og þýska félagsins Hoffenheim, er að upplifa sérstaka tíma í Þýskalandi núna. Hann býr nú þar einn eftir að fjölskylda hans fluttist búferlum heim til Íslands þar sem að Alexander Petersson, faðir Lúkasar spilar með handboltaliði Vals. „Þetta verkefni leggst vel í mig. Við erum jákvæðir og spenntir fyrir þessum leik og eigum góða möguleika á að tryggja okkur EM-sæti í gegnum þennan riðil,“ segir Lúkas um komandi verkefni u21 árs landsliðsins sem hefur í dag keppni í undankeppni EM 2025 er liðið tekur á móti Tékklandi á Víkingsvelli. Auk Íslands er riðillinn skipaður landsliðum Danmerkur, Wales, Tékklands og Litháen. „Flestir reikna með því að Danir taki toppsæti riðilsins en að mínu mati eigum við alveg jafnmikinn séns og hin liðin og gætum vel gert þetta toppsæti að okkar og unnið þennan riðil.“ Lúkas Petersson í háloftunum.Vísir/Hulda Margrét Þessi 19 ára stæðilegi markvörður hefur undanfarið verið að vekja athygli. Hann er á mála hjá þýska félaginu Hoffenheim. „Staða mín þar er bara góð. Ég hef verið í kringum B-liðið hjá Hoffenheim núna undanfarið en einnig æft með aðalliði félagsins.“ Hann er þó að upplifa ansi sérstaka tíma í Þýskalandi núna þar sem að fjölskylda hans er flutt heim til Íslands en faðir Lúkasar er íslenska handboltagoðsögnin Alexander Petersson, sem tók fram skóna fyrir yfirstandandi tímabil hér heima og samdi við Val. „Það er smá skrítið en gaman á sama tíma, eitthvað sem maður er að venjast núna,“ segir Lúkas um það hvernig er að búa allt í einu einn í Þýskalandi. „Ég hugsa að eftir cirka mánuð muni ég fara að sakna þeirra meira, þegar að ég þarf að vera enn sjálfstæðari en það er virkilega gott fyrir mig að vera kominn núna til Íslands í þetta verkefni og eiga tækifæri á því að hitta þau á ný og spila fyrir framan þau.“ Alexander í leik með val í fyrstu umferð Olís deildar karla á dögunumVísir/Pawel Cieslikiewicz Alexander, faðir Lúkasar, er magnaður íþróttamaður og nú 43 ára gamall er hann að spila á hæsta gæðastigi handboltans hér heima. Hvernig myndirðu lýsa föður þínum sem íþróttamanni? „Vélmenni. Hann er ótrúlegur og hætti náttúrulega í boltanum fyrir einu ári síðan en ákvað að taka slaginn á nýjan leik núna með Val. Hann hefur haldið sér í standi í gegnum þennan tíma og ég veit ekki hvernig hann fer að þessu. Ertu með hans DNA hvað þetta varðar? „Ég vona það. Það mun sjást betur eftir svona tuttugu ár. „Já klárlega. Ég hef ekki lagt það í vana minn að fylgjast með Olís deildinni en ég mun örugglega gera það núna, líka þar sem að pabbi er að spila fyrir liðið mitt, Val.“ Leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2025 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við hefjum beina útsendingu frá Víkingsvelli klukkan 16:20. Landslið karla í fótbolta Þýski boltinn Olís-deild karla Fótbolti Handbolti Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Sjá meira
„Þetta verkefni leggst vel í mig. Við erum jákvæðir og spenntir fyrir þessum leik og eigum góða möguleika á að tryggja okkur EM-sæti í gegnum þennan riðil,“ segir Lúkas um komandi verkefni u21 árs landsliðsins sem hefur í dag keppni í undankeppni EM 2025 er liðið tekur á móti Tékklandi á Víkingsvelli. Auk Íslands er riðillinn skipaður landsliðum Danmerkur, Wales, Tékklands og Litháen. „Flestir reikna með því að Danir taki toppsæti riðilsins en að mínu mati eigum við alveg jafnmikinn séns og hin liðin og gætum vel gert þetta toppsæti að okkar og unnið þennan riðil.“ Lúkas Petersson í háloftunum.Vísir/Hulda Margrét Þessi 19 ára stæðilegi markvörður hefur undanfarið verið að vekja athygli. Hann er á mála hjá þýska félaginu Hoffenheim. „Staða mín þar er bara góð. Ég hef verið í kringum B-liðið hjá Hoffenheim núna undanfarið en einnig æft með aðalliði félagsins.“ Hann er þó að upplifa ansi sérstaka tíma í Þýskalandi núna þar sem að fjölskylda hans er flutt heim til Íslands en faðir Lúkasar er íslenska handboltagoðsögnin Alexander Petersson, sem tók fram skóna fyrir yfirstandandi tímabil hér heima og samdi við Val. „Það er smá skrítið en gaman á sama tíma, eitthvað sem maður er að venjast núna,“ segir Lúkas um það hvernig er að búa allt í einu einn í Þýskalandi. „Ég hugsa að eftir cirka mánuð muni ég fara að sakna þeirra meira, þegar að ég þarf að vera enn sjálfstæðari en það er virkilega gott fyrir mig að vera kominn núna til Íslands í þetta verkefni og eiga tækifæri á því að hitta þau á ný og spila fyrir framan þau.“ Alexander í leik með val í fyrstu umferð Olís deildar karla á dögunumVísir/Pawel Cieslikiewicz Alexander, faðir Lúkasar, er magnaður íþróttamaður og nú 43 ára gamall er hann að spila á hæsta gæðastigi handboltans hér heima. Hvernig myndirðu lýsa föður þínum sem íþróttamanni? „Vélmenni. Hann er ótrúlegur og hætti náttúrulega í boltanum fyrir einu ári síðan en ákvað að taka slaginn á nýjan leik núna með Val. Hann hefur haldið sér í standi í gegnum þennan tíma og ég veit ekki hvernig hann fer að þessu. Ertu með hans DNA hvað þetta varðar? „Ég vona það. Það mun sjást betur eftir svona tuttugu ár. „Já klárlega. Ég hef ekki lagt það í vana minn að fylgjast með Olís deildinni en ég mun örugglega gera það núna, líka þar sem að pabbi er að spila fyrir liðið mitt, Val.“ Leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2025 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við hefjum beina útsendingu frá Víkingsvelli klukkan 16:20.
Landslið karla í fótbolta Þýski boltinn Olís-deild karla Fótbolti Handbolti Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Sjá meira