Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Auknar veiði­heimildir til strandveiða

Í liðinni viku mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um um eflingu strandveiða með auknum aflaheimildum. Í tillögunni er lagt til að stækka félagslega hluta kerfisins úr 5,3% upp í 8,3%. Einnig er lagt til að endurskoðuð verði skipting aflamagns á milli aðgerða innan kerfisins og meiri veiðiheimildum beint til strandveiða og smærri útgerða.

Skoðun
Fréttamynd

Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Fær­eyjum

Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“

„Við búum á Þórsgötunni í húsi með fjórum íbúðum og erum þar öll nema dóttirin sem býr í Bandaríkjunum. Þar ætlum við að anda í eitt ár en ég skal alveg viðurkenna að það hefur bjargað okkur alveg sálfræðilega að geta verið svona saman fjölskyldan,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hroki og yfir­læti og hags­muna­gæsla sjó­manna

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fann sig knúna til að geysast fram á ritvöllinn í aðsendri grein á Vísi.is 7. mars síðastliðinn og níða skóinn af Sjómannafélagi Íslands og starfsmönnum þess, með rakalausum hætti. Tilgangurinn er augljós, að ata félagið aur og gera lítið úr því, farið er í manninn en ekki boltann eins og SFS er þekkt fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Í við­bragðs­stöðu vegna frétta af loðnugöngum

Hafrannsóknastofnun hafa borist fréttir síðustu daga af loðnugöngum undan Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Fiskiskipið Heimaey VE er haft í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef upplýsingar þykja benda til að stórar torfur séu á ferðinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fær­eyingar fagna fiskflutningaþotu

Boeing 757-fraktflutningaþota færeyska flugfélagsins FarCargo fékk hátíðlegar móttökur á Voga-flugvelli þegar hún lenti í fyrsta sinn í Færeyjum síðdegis í gær. Helstu ráðamenn eyjanna voru meðal gesta í móttökuathöfn, þeirra á meðal Aksel V. Johannessen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkis- og atvinnumálaráðherra, og fékk þotan heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu þegar hún ók í hlað.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ís­lensk strandmenning í brenni­depli á Akra­nesi

Íslensk strandmenning – staða hennar og framtíð er yfirskrift málþings sem Vitafélagið – íslensk strandmenning stendur fyrir á Akranesi eftir hádegi í dag, mánudag 4. mars. Þar verða fyrirlestrar, tónlist og umræður um stöðu og fjölbreytileika íslenskrar strandmenningar og því meðal annars velt upp hvort þessi menningararfur Íslendinga sé í hættu.

Menning
Fréttamynd

Loðnan við Vest­firði ekki nægi­lega mikil

Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­lenskum ríkis­borgurum hefur fækkað jafnt og þétt þar sem sjókvaíeldi á laxi er mest við Ís­land

Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands kemur fram að íslenskum ríkisborgurum hefur fækkað jafnt og þétt þar sem sjókvíaeldi á laxi er mest við Ísland, á sunnanverðum Vestfjörðum. Þetta er þvert á það sem hagsmunagæslusamtök sjókvíaeldisfyrirtækja hafa haldið fram en meginrök þeirra hafa verið að sjókvíaeldi á laxi styrki búsetu í brothættum sjávarbyggðum og laði til baka ungt fólk sem hefur flutt úr þessum bæjum og þorpum. Það er rangt.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­festar virðast enn hafa „litla trú“ á við­snúningi í rekstri Kviku

Á síðustu fjórðungum hefur „fátt ef eitthvað“ fallið með rekstrinum hjá Kviku og miðað við markaðsvirði bankans, sem er með TM í söluferli, eru væntingar fjárfesta til framhaldsins „mjög hófstilltar,“ að sögn forstjóra Stoða sem telur að undirliggjandi hagnaður eigi að geta tvöfaldast. Fjárfestingafélagið, sem er ráðandi hluthafi í First Water, segir eldið hafa gengið „vonum framar“ í fyrsta fasa og útlit sé fyrir að heildarframleiðsla landeldisfyrirtækisins verði töluvert meiri en áður var talið.

Innherji
Fréttamynd

Lítill loðnubátur flutti 440 manns í einni ferð

„Fyrst hélt ég að það væri að gjósa fyrir utan eyjuna og ég var bara að dást að þessu sköpunarverki, hvað það var fallegt. Þetta var náttúrulega ógnarfallegt og tilkomumikið. En svo þegar ég áttaði mig á að þetta var á eyjunni sjálfri, þá fór ég að skelfast. En í raun hafði maður ekki mikinn tíma til að hugsa um þetta, atburðarásin var svo hröð,“ segir Ragnheiður Einarsdóttir.

Lífið
Fréttamynd

Fær­eyingar fá núna raf­orku með virkjun sjávar­strauma

Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar.

Erlent
Fréttamynd

Engar torfur fundist enn í loðnuleitinni

Þriðja loðnuleitin frá áramótum, sem núna stendur yfir, hefur enn sem komið er ekki skilað neinni viðbót sem gefur tilefni til að ætla að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar þennan veturinn. Tvö leitarskip af þremur hafa lokið sinni yfirferð en það þriðja heldur áfram að leita næstu tvo til þrjá daga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kald­bakur festir kaup á Optimar

Fjárfestingafélagið Kaldbakur, sem er í eigu tveggja stofnenda Samherja, hefur gengið frá kaupum á hátæknifyrirtækinu Optimar af þýska eignarhaldsfélaginu Haniel. Optimar framleiðir sjálfvirk fiskvinnslukerfi til notkunar um borð í fiskiskipum, á landi og í fiskeldi og er með viðskiptavini í meira en 30 löndum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skyn­semin mun sigra

Fyrir skömmu óskaði Heimildin eftir viðbrögðum forstjóra norska sjókvíaeldisrisans Mowi við heimildarmyndinni Laxaþjóð - Salmon Nation, sem útivistarfyrirtækið Patagonia framleiddi og fjallar um sjókvíaeldi á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa

Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ég var al­gjör­lega búinn og orku­laus“

„Ég er allt í einu bara á leiðinni niður í hafsdjúpið. Það eina sem komst að var að reyna að komast upp á yfirborðið. En ég var ekkert á leiðinni þangað. Það var allt á hvolfi og ég komst ekkert út,“ segir Júlíus Víðir Guðnason háseti sem taldi að hann væri að fara niður á hafsbotn með flutningaskipinu Suðurlandi þegar það var að sökkva fyrir norðan heimskautsbaug á aðfangadagskvöld árið 1986.

Lífið