
Bifröst fékk leyfi frá ráðuneytinu
Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur fengið heimild menntamálaráðuneytis til að hefja nýtt grunnám til BA-gráðu í haust þar sem fléttað verður saman heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Námið verður vistað í nýrri háskóladeild, félagsvísinda- og hagfræðideild, og hefur Magnús Árni Magnússon verið ráðinn deildarforseti.