Stjörnulífið

Stjörnulífið

Fréttir af því helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að deila á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stjörnulífið: Sjóð­heitar stjörnur í fimbul­kulda

Aðventan nálgast óðfluga og virðast stjörnur landsins margar hverjar komnar í jólagírinn. Það var mikið líf í höfuðborginni um helgina þar sem stórtónleikar, kosningapartý, glæpasagnahátíð, afmæli og almennt fjör stóð upp úr. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Töru Sif meinað að fara í bað

Skemmtanalífið var upp á sitt allra besta um helgina með fjöldanum öllum af árshátíðum og öðrum líflegum viðburðum. Stjörnur landsins skinu skært hvort sem það var í brúðkaupum eða hlaupagallanum í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Mara­þon, ástin og seiðandi kroppar í sólinni

Liðin vika var með eindæmum viðburðarrík hjá stjörnum landsins. Mannlífið iðaði um helgina þar sem Menningarnótt var haldin hátíðlega með fjölbreyttri dagskrá. Sömuleiðis reimuðu fjölmargir á sig hlaupaskóna og tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Þá var ástin og rómantíkin áberandi á samfélagsmiðlum. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Gleðigangan, ástin og Pamela Ander­son

Liðin vika var með eindæmum hátíðleg. Gleðigangan bar þar hæst og fyllti samfélagsmiðla af ást, glimmeri og fjölbreytileika um helgina. Þá voru sólríkar myndir af erlendum slóðum áberandi á samfélagsmiðlum og sóttu Íslendingar meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Dauð mús og djamm í Mykonos

Síðastliðin vika var viðburðarík að vanda en veðrið stendur sannarlega upp úr hjá samfélagsmiðlastjörnunum, hvort sem það hafi verið í bongó blíðu á höfuðborgarsvæðinu, í kulda fyrir norðan eða í suðrænni sól. 

Lífið
Fréttamynd

Hækkandi sól, sumar­frí og Bríet á bossanum

Létt er yfir landanum þessa dagana þar sem sólin hefur heiðrað okkur Íslendinga með nærveru sinni. Samfélagsmiðlarnir eru skreyttir sólbrúnum kroppum, ferðalögum og öðrum herlegheitum hvort sem er innanlands eða erlendis.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Hálsklútabyltingin, Gríman og brúð­kaup í Boston

Nýliðin vika var mögulega sú stærsta hingað til og það fór ekki framhjá neinum að Íslendingar völdu sér nýjan forseta um helgina. Stuðið var mikið hjá forsetaframbjóðendum en eðli málsins samkvæmt langmest í Grósku þar sem Halla Tómasdóttir fagnaði glæsilegum sigri. Þetta var þó ekki eini viðburðurinn í vikunni, en Gríman og Sjómannadagurinn voru einnig haldin hátíðleg svo eitthvað sé nefnt. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Tvær klámkerlingar á kynfræðiráðstefnu“

Liðin vika var umvafin sólríkum ferðalögum og öðrum herlegheitum hjá stjörnum landsins. Áhrifavaldarnir Sunneva Einars og Birta Líf nutu veðurblíðunnar í New York á meðan tónlistarkonan Laufey Lín hélt sína stærstu tónleika til þessa í Indónesíu fyrir framan 7500 áhorfendur. Þvílík stjarna!

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Löng helgi, hátíðarsýning og tón­leikar

Helgin var löng og virðast flestir hafa gripið tækifærið til þess að gera eitthvað skemmtilegt. Stjörnur landsins skinu skært eins og þeim einum er lagið hvort sem það var á hátíðarsýningu kvikmyndarinnar Snerting, tónleikum Mínuss og XXX Rottweilerhunda eða á ferðalögum erlendis.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Mér fannst mæðradagurinn alltaf triggerandi“

Stjörnur landsins nutu liðinnar viku eins og þeim einum er lagið. Mæðradagurinn var í gær og sendu fjölmargir Íslendingar fallegar kveðjur á mæður í lífi þeirra í tilefni dagsins. Fjölmargir sóttu tónleika hljómsveitarinnar GusGus í Hörpu um helgina, þar sem stiginn var trylltur dans.

Lífið