Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“

    Pétur Rúnar Birgis­son, leik­maður deildar­meistara Tindastóls í Bónus deild karla, segir liðið þurfa að stimpla sig inn af krafti strax í fyrsta leik sem sigur­strang­legra liðið gegn Kefla­vík í fyrstu um­ferð í úr­slita­keppni deildarinnar sem hefst í kvöld. Ný­leg úr­slit í Bónus deild kvenna virki á Stólana sem víti til varnaðar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sjáðu fimm bestu til­þrifin og kjóstu

    Lesendur Vísis geta nú kosið um það hvaða tilþrif stóðu upp úr í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur. Úrslitin verða kynnt á Stöð 2 Sport þegar úrslitakeppnin hefst á miðvikudag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir

    Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar gat ekki glaðst yfir því að hafa náð að hanga á öðru sæti deildarinnar. Hann var pirraður út af tapinu og einnig út af dómurunum. Stjarnan tapaði fyrir Njarðvíkingur 103-107 og það eru mörg atriði sem þarf að hafa áhyggjur af hjá Stjörnunni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Verð á­fram nema Jóhanna reki mig“

    Þór Þorlákshöfn er ekki á leiðinni í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta. Það varð ljóst eftir tap liðsins gegn Keflavík í lokaumferð deildarinnar. Raunar höfðu önnur úrslit í leikjum nú þegar gert út um vonir Þórsara um að komast í úrslitakeppni þetta árið. Lárus Jónsson er vitanlega vonsvikinn með þá staðreynd. 

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“

    ÍR tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppninni með sigri á Haukum. Leikurinn endaði 80-91 en ÍR-ingar voru með yfirhöndina allan leikinn og það var aldrei líkur á öðru en ÍR sigri. Borche Ilievski Sansa þjálfari liðsins var mjög ánægður með úrslitin og að vera kominn áfram.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Ætlum ekki að vera far­þegar í úrslitakeppinni“

    Sigurður Ingimundarson stýrði Keflavík inn í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta en liðið nældi sér í farseðil þangað með sigri gegn Þór Þorlákshöfn í leik liðanna í lokaumferð deildarinnar í Icelandic Glacial-höllinni í kvöld. 

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Evans farinn frá Njarð­vík

    Evans Ganapamo hefur yfirgefið herbúðir Njarðvíkur fyrir lokaumferðina og úrslitakeppnina sem framundan er í Bónus deild karla. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðsins, segir bæði körfuboltalegar og ekki körfuboltalegar ástæður spila þar inn í en um sameiginlega ákvörðun sé að ræða.

    Körfubolti