Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Njarðvík mætir Charkasky í kvöld

    Íslandsmeistarar Njarðvíkur í körfuknattleik mæta í kvöld úkraínska liðinu Cherkasky Mavby í Áskorendakeppni Evrópu, en leikið verður í Keflavík. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Þetta er annar leikur Njarðvíkinga í riðli sínum, en liðið lá fyrir sterku liði Samara frá Rússlandi í fyrsta leik sínum á dögunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Leik Hamars og Snæfells frestað

    Leik Hamars/Selfoss og Snæfells sem fara átti fram á Selfossi í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs. Leikurinn fer þess í stað fram í Hveragerði annað kvöld klukkan 19:15. Einn leikur er á dagskrá hjá konunum í kvöld, þegar Stúdínur taka á móti Grindavík í íþróttahúsi Kennaraháskólans klukkan 19:15.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík og KR á toppnum

    Grindvíkingar og KR-ingar sitja á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir leiki kvöldsins, en Snæfell og Njarðvík eiga leik til góða og geta komist upp að hlið þeirra með sigri í næsta leik. KR ingar unnu auðveldan sigur á ÍR í Seljaskóla 81-66 og Grindavík lagði Tindastól á Sauðárkróki 101-82. Þá vann Þór í Þorlákshöfn góðan sigur á Fjölni 97-95.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Skallagrímur lagði Hauka

    Skallagrímsmenn lögðu Hauka 98-79 á Ásvöllum í Hafnarfirði í fyrsta leik dagsins í úrvalsdeild karla í körfubolta. Darrell Flake átti stórleik fyrir Skallana, skoraði 27 stig og hirti 18 fráköst og Jovan Zdravevski skoraði 23 stig. Roni Leimu skoraði 27 stig fyrir Hauka, Kevin Smith 17 og Kristinn Jónasson skoraði 15 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var fimmti sigur Skallagríms í röð í deildinni eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Páll Axel stigahæsti Íslendingurinn

    Tim Ellis hjá Keflavík er stigahæsti leikmaðurinn í úrvalsdeild karla í körfubolta þegar leiknar hafa verið sex umferðir, en hann skorar að meðaltali 29,3 stig í leik. Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík er stigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni með 21,7 stig í leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvíkingar töpuðu í Rússlandi

    Njarðvíkingar töpuðu í dag fyrsta leik sínum í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta þegar liðið lá 101-80 fyrir liði Samara frá Rússlandi, en leikið var ytra. Brenton Birmingham skoraði 28 stig fyrir Njarðvík og Jeb Ivey 21 stig.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Allt eftir bókinni í kvöld

    Fjórir leikir voru háðir í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld og þá var einn leikur í kvennaflokki. Segja má að úrslit kvöldsins hafi verið nokkuð eftir bókinni, en toppliðin unnu sigur í sínum leikjum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stórt tap hjá Keflvíkingum

    Keflvíkingar töpuðu fyrsta leik sínum í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta 107-74 gegn Mlekana Kurin frá Tékklandi ytra í kvöld. Tékkneska liðið er mjög sterkt og því var við ramman reip að draga fyrir Keflvíkinga, sem auk þess voru án Magnúsar Gunnarssonar sem var að eignast sitt fyrsta barn með konu sinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Mikið fjör á öllum vígstöðvum í kvöld

    Það verður mikið um að vera í körfuboltanum í kvöld. Karlalið Keflavíkur spilar sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á útivelli gegn tékkneska liðinu Mlekarna Kunin og þá eru fjórir leikir í úrvalsdeild karla og einn í efstu deild kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell skellti Íslandsmeisturunum

    Njarðvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar þeir heimsóttu Snæfell í kvöld. Heimamenn unnu fyllilega verðskuldaðan 88-70 sigur og komust þar með upp fyrir Njarðvík í efsta sæti deildarinnar. Keflavík er komið upp í þriðja sæti eftir stóran sigur á ÍR í kvöld, 95-72.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Skallagrímur lagði Fjölni

    Skallagrímsmenn úr Borgarnesi gerðu góða ferð í Grafarvoginn í kvöld og unnu 94-80 sigur á Fjölni í úrvalsdeild karla í körfubolta. Hamar/Selfoss lagði Tindastól 82-78 í Hveragerði og nældi þar með í sinn fyrsta sigur í deildinni. Einn leikur var í efstu deild kvenna og þar vann Grindavík auðveldan 80-60 sigur á Breiðablik í Kópavogi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þrír leikir í kvöld

    Tveir leikir fara fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Hamar tekur á móti Tindastóli í Hveragerði og Fjölnir tekur á móti Skallagrími í Grafarvogi. Í kvennaflokki mætast Breiðablik og ÍR í Kópavogi og verður sá leikur sýndur beint á netinu á heimasíðu Blika. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15 í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stórleikur í Njarðvík í kvöld

    Fjórir leikir eru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15 að venju. Stórleikur kvöldsins er viðureign grannliðanna Njarðvíkur og Grindavíkur í Njarðvík, en hvorugt liðanna hefur tapað leik til þessa í deildarkeppninni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Dregið í 32 liða úrslitin í dag

    Í dag varð ljóst hvaða lið mætast í 32 liða úrslitum bikarkeppni Lýsingar í körfubolta í karlaflokki. Þrjár úrvalsdeildarviðureignir líta dagsins ljós strax í þessari umferð, þar sem UMFG mætir Snæfelli, KR mætir Haukum og þá eigast við ÍR og Njarðvík. Leikirnir fara fram dagana 24.-26. nóvember.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Nemanja Sovic bestur í 3. umferð

    Framherjinn Nemanja Sovic hjá Fjölni var í dag útnefndur leikmaður 3. umferðar í úrvalsdeild karla í körfubolta samkvæmt frammistöðuformúlu á tölfræðivef KKÍ. Sovic fékk 44 stig fyrir frammistöðu sína gegn Keflavík á dögunum þar sem hann skoraði 35 stig, hirti 11 fráköst og hitti mjög vel úr skotum sínum í sigri Fjölnis.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fimm leikir í kvöld

    Fimm leikir eru á dagskrá í körfuboltanum hér heima í kvöld. Fjórir leikir eru hjá körlunum og einn í kvennaflokki þar sem Íslandsmeistarar Hauka taka á móti nýliðum Hamars/Selfoss. Sá leikur hefst klukkan 19:15 eins og raunar allir leikir kvöldsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tindastóll lagði ÍR

    Lið Tindastóls gerði góða ferð í Breiðholtið í kvöld og lagði ÍR 93-78 í úrvalsdeild karla í körfubolta. Lamar Karim skoraði 29 stig og Svavar Birgisson 19 fyrir Stólana, en LaMar Owen skoraði 30 stig og Ólafur Sigurðsson 14 fyrir ÍR. Þetta var annar sigur nýliða Tindastóls í deildinni í þremur leikjum. Þá vann Fjölnir góðan sigur á Keflavík á heimavelli 110-108 eftir framlengdan leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tindastóll yfir í Seljaskóla

    Tindastóll hefur góða 54-41 forystu gegn ÍR þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í úrvalsdeildinni sem fram fer í Seljaskóla. Lamar Karim hefur skoraði 18 stig fyrir Tindastól og Svavar Birgisson 12, en hjá ÍR er LMar Owen kominn með 15 stig og Ólafur Sigurðsson 12. Í hinum leik kvöldsins höfðu Fjölnismenn yfir 33-24 forystu gegn Keflavík þegar síðast fréttist.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tveir leikir í kvöld

    Tveir síðustu leikirnir í þriðju umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta fara fram í kvöld. Fjölnir tekur á móti Keflavík í Grafarvogi og ÍR tekur á móti Tindastól í Seljaskóla. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    George Byrd í Hamar

    Miðherjinn George Byrd sem lék við góðan orðstír með Skallagrími í Borgarnesi á síðustu leiktíð, gengur í raðir Hamars/Selfoss um helgina. Þetta kemur fram á vefsíðunni Karfan.is í gærkvöld. Byrd verður Hamarsmönnum eflaust mikill styrkur, en hann fær það hlutverk að fylla skarð Lewis Monroe sem var látinn fara frá liðinu á dögunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Skallagrímur lagði KR

    Skallagrímur úr Borgarnesi gerði góða ferð í höfuðborgina í kvöld þegar liðið færði KR fyrsta tap sitt í úrvalsdeildinni með 88-81 sigri. Gestirnir höfðu undirtökin lengst af leik og unnu verðskuldaðan sigur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Enn leiðir Skallagrímur

    Skallagrímur úr Borgarnesi hefur enn forystu gegn KR þegar þremur leikhlutum er lokið í aðalleik kvöldsins í úrvalsdeild karla. KR-ingar náðu að jafna metin þegar skammt var eftir af þriðja leikhlutanum, en góð rispa Borgnesinga tryggði þeim 63-55 forystu fyrir lokaleikhlutann.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Skallagrímur yfir í hálfleik

    Skallagrímsmenn hafa yfir 44-35 gegn KR þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í úrvalsdeild karla í DHL höllinni. Gestirnir hafa verið með frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn og þar er Darryl Flake atkvæðamestur með 14 stig.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Skallagrímur leiðir

    Skallagrímur hefur yfir 20-13 gegn KR að loknum fyrsta leikhluta í viðureign liðanna í úrvalsdeild karla í körfubolta, en leikið er í vesturbænum. Gestirnir hafa verið mun betri framan af leik og ætla greinilega að velgja KR-ingum undir uggum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Steven Thomas leikmaður 2. umferðar

    Bandaríkjamaðurinn Steven Thomas var besti leikmaður 2. umferðar úrvalsdeildar karla í körfubolta samkvæmt töfræðigrunni KKÍ. Thomas fór mikinn í leik gegn Haukum á dögunum, skoraði 24 stig, hirti 23 fráköst og varði 4 skot - en þessi tölfræði skilaði honum 43 stigum fyrir frammistöðuna á leikvarpinu hjá KKÍ.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stórleikur í vesturbænum í kvöld

    Í kvöld hefst þriðja umferðin í úrvalsdeild karla í körfubolta með fjórum leikjum. Stórleikur kvöldsins verður án efa viðureign KR og Skallagríms í DHL höllinni. Njarðvík tekur á móti Hamri í Njarðvík, Haukar mæta Snæfelli og Þór Þorlákshöfn fær Grindavík í heimsókn. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15 og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Mikil spenna í fyrstu umferðunum

    Það er óhætt að segja að fyrstu tvær umferðirnar í úrvalsdeild karla í körfubolta lofi góðu um framhaldið í vetur, því aldrei áður hefur verið eins mikil spenna á jafnmörgum vígstöðvum eftir tvær umferðir á miðað við núverandi keppnisfyrirkomulag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Öruggur sigur hjá KR-ingum

    KR-ingar gerðu góða ferð í Reykjanesbæ í gær og báru sigurorð af Keflvíkingum, 81-90. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti en KR-ingar sigu framúr og stóðu að lokum uppi sem öruggir sigurvegarar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR lagði Snæfell í hörkuleik

    KR byrjaði leiktíðina með sigri í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið lagði Snæfell á heimavelli sínum 83-79. Heimamenn voru yfir nær allan leikinn, en gestirnir komust yfir þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka. Þá fékk Hlynur Bæringsson sína fimmtu villu og eftir það gengu KR-ingar á lagið og höfðu sigur.

    Körfubolti