
Kartöflumús og meðlæti
Kartöflurnar eru bakaðar í ofni ofaná grófu salti í c.a 45 mín við 200° . kartöflurnar eru setta í gegnum sigti, rjóminn er soðin í c.a 3 mín og blandað saman við kartöflurnar og hrært vel saman, þá er smjörinu blandað saman við ásamt kryddi. Í þetta sinn erum við með trufluolíu, steinselju, salt og pipar. Hrærið vel í músinni þar til hún glansar fallega og smakkið vel til.