Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa slegið mann með glerglasi í höfuðið þannig að hann féll í jörðina og haldið svo árásinni áfram á Akureyri í september 2022. 3.4.2025 10:50
Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Vaxandi hæðarsvæði teygir sig nú yfir landið, en lægðardrag á Grænlandshafi veldur suðaustankalda og smá vætu vestantil. Annars verður mun hægari vindi og bjartviðri. 3.4.2025 07:35
Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur, hefur ráðið Sólveigu Ásu B. Tryggvadóttur sem framkvæmdastjóra félagsins. 2.4.2025 14:45
Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Grindavík hafa fengið heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta og halda inn í bæinn. Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandarvegi en ná ekki til orkuversins í Svartsengi, Bláa lónsins og Northern Light Inn. Ferðamönnum er ekki hleypt inn til Grindavíkur. 2.4.2025 14:36
Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Aðalmeðferð er hafin í máli ungs manns sem ákærður er fyrir að hafa orðið Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana eftir stunguárás á Menningarnótt í ágúst síðastliðinn. Maðurinn er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps. 2.4.2025 13:26
Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Stjórn Ríkisútvarpsins ohf telur að RÚV enn vera of skuld sett og mun halda áfram að leita varanlegra lausna á skuldsetningu þess. Þetta sé þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á undanförnum árum sem leitt hafi til skuldalækkunar. Tap á rekstri Ríkisútvarpsins nam 188 milljónum króna á árinu 2024. 2.4.2025 12:56
Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Þjóðaröryggisráð í samstarfi við Alþjóðamálastofnun stendur fyrir ráðstefnu í Hörpu klukkan 13 í dag þar sem áhersla verður lögð á mikilvægi hafsins fyrir þjóðaröryggi Íslands. 2.4.2025 12:31
Af neyðarstigi og á hættustig Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. 2.4.2025 11:39
48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Umráðamaður hunds á Norðausturlandi hefur verið sektaður um 48 þúsund krónur fyrir að hafa beitt gæludýri sínu harðýðgi í vitna viðurvist. Hann hafi með þessu brotið dýravelferðarlög og því hlotið stjórnvaldssekt. 2.4.2025 11:36
Þórdís Lóa brast í söng í pontu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, brast í söng í umræðu um breytingar á reglum um umferð einkaþotna og þyrlna og kennsluflug um Reykjavíkurflugvöll á borgarstjórnarfundi í gær. 2.4.2025 10:51
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið