
Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar
Fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar lögðu fram breytingartillögu á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær sem felur í sér að laun bæjarstjóra lækki um tíu prósent eins og laun annarra kjörinna fulltrúa. Bæjarstjóri segir að laun lykilstjórnenda verði skoðuð. Til að byrja með verði þau fryst út árið og hækkuð í samræmi við þingfararkaup en ekki launavísitölu.