Forsetahjónin á leið til Noregs Forsetahjónin auk tveggja ráðherra fara á morgun til Noregs í þriggja daga ríkisheimsók. Þar munu þau meðal annars heimsækja norska Stórþingið, háskóla og viðskiptaviðburð. 7.4.2025 17:41
Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Bæjarstjóri Kópavogsbæjar og bæjarfulltrúi vilja að forsætisnefnd bæjarins taki hvor aðra fyrir vegna mögulegra brota á siðareglum kjörinna fulltrúa, annars vegar um alvarlegt brot á trúnaði og hins vegar að ekki segja satt og rétt frá. 7.4.2025 16:53
Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Ríkisstjóri Utah-fylkis í Bandaríkjunum hefur sett bann á regnbogafána í öllum skólum og ríkisstofnunum í fylkinu. Markmiðið er að ýta undir pólitískt hlutleysi meðal kennara og ríkisstarfsmanna. 31.3.2025 23:49
Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Orkuveitan hyggst byggja vindorkugarð við Dyraveg á Mosfellsheiði. Gert er ráð fyrir fimmtán vindmyllum í vindorkugarðinum en þarf samt sem áður fyrst ýmis leyfi og ljúka þarf lögbundnu ferli. 31.3.2025 22:50
Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Árið 2024 var besta rekstrarár frá opnun tónlistarhússins Hörpu. Aldrei hafa jafn margir miðar selst á viðburði. Aðalfundur Hörpu fór fram í dag þar sem uppgjör félagsins var kynnt auk ársskýrslu. 31.3.2025 22:12
Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa framið tugi þúsunda stríðsglæpa síðan þeir hófu innrás sína í landið fyrir þremur árum. Hann minntist fórnarlamba Rússa í borginni Bucha. 31.3.2025 21:09
Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna ætla á fundi atvinnuveganefndar á morgun að ræða það að afnema öll réttindi grásleppusjómanna að sögn Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem situr í nefndinni. 31.3.2025 19:35
Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Fyrstu stöðuskýrslu frá aðgerðahóp vegna ofbeldis meðal barna hefur verið skilað. 25 aðgerðir hafa verið samþykktar til að sporna gegn ofbeldi meðal barna og gegn börnum. Aðgerðahópurinn var stofnaður í júní 2024 með það að markmiði að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi meðal barna og ungmenna. 31.3.2025 18:09
Trump „mjög reiður“ út í Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera mjög reiður út í Vladímír Pútín, forseta Rússlands, vegna árása Pútíns á trúverðugleika Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu. Trump hótar enn fleiri tollgjöldum skyldi Pútín ekki halda áfram í vopnahlésviðræðum. 30.3.2025 23:12
Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrrum formann Samfylkingarinnar vera snúa út úr málflutningi stjórnarandstöðunnar í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Ýmislegt sé óskýrt varðandi aðkomu forsætisráðuneytisins í málinu. Hún sakar forsætisráðherra um að hafa farið með rangt mál í pontu Alþingis. 30.3.2025 21:58