Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Vísir var með beina útsendingu frá kynningarfundi Bestu deildar karla í fótbolta. Þar var meðal annars greint frá árlegri spá þjálfara, fyrirliða og formanna um lokastöðu deildarinnar. 2.4.2025 11:46
Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Það er óhætt að segja að danska fótboltastjarnan Nadia Nadim sé ekki hrifin af þjálfaranum sem hún var með hjá AC Milan. Hún segist hafa fengið betri æfingar í flóttamannabúðunum á sínum tíma. 1.4.2025 15:17
Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Framkonur eru mættar í Bestu deildina sem algjörir nýliðar og þá er gott að geta leitað í reynslubankann hjá Rúnari Kristinssyni. Ekki síst til að læra trixin sem koma andstæðingnum gjörsamlega úr jafnvægi. 1.4.2025 12:22
Sagði Fernandes að hann færi hvergi Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segir ekki koma til greina að fyrirliðinn Bruno Fernandes fari frá félaginu í sumar. Hann ræddi einnig um þá Antony og Marcus Rashford sem verið hafa að gera það gott sem lánsmenn í burtu frá United. 1.4.2025 09:31
Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Yassine Cheuko, hinn grjótharði lífvörður Lionels Messi, má ekki lengur passa upp á hann á leikjum í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta. 1.4.2025 09:03
Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Spænski fótboltamaðurinn Ander Herrera, sem stuðningsmenn Manchester United völdu leikmann ársins 2017, hefur upplifað algjöra martröð hjá argentínska stórliðinu Boca Juniors. 1.4.2025 08:33
KA kaus að losa sig við þjálfarann Handknattleiksdeild KA hefur sagt upp samningi sínum við Halldór Stefán Haraldsson sem þjálfað hefur karlalið félagsins síðastliðin tvö ár. 1.4.2025 08:01
„Ég veit bara að þetta er mjög vont“ „Þetta er alveg nýtt fyrir mér en ég hef reynt að horfa á þetta sem lærdóm,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og Þýskalandsmeistara Bayern München. Í fyrsta sinn á ferlinum glímir hún við meiðsli sem auk þess eru snúin og bataferlið óljóst. Hún vonast þó til að EM í sumar sé ekki í hættu. 1.4.2025 07:33
Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Íslendingaliðið Kolstad, stórveldi í norska handboltanum undanfarin ár, var rekið með um 75 milljóna króna tapi á síðasta ári. Tapreksturinn heldur því áfram og nú getur félagið ekki lengur sótt sér stór nöfn. 31.3.2025 16:02
Hvorki zombie-bit né tattú Þeir sem horfðu á leik Venezia og Bologna í ítölsku A-deildinni í fótbolta um helgina furðuðu sig á risastórum rauðum hring aftan á hálsi Danans Jens Odgaard, leikmanns Bologna. 31.3.2025 13:00