

Tvö alvarleg flugslys hafa orðið á Hakadalsflugvelli á Rangárvöllum á jafn mörgum sólarhringum, helmingi fleiri leita til síðunnar Matarhjálp Neyðarkall á Facebook í sumar og kíkt verður í druslugönguna.
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við móður ungs drengs í fíknivanda. Þá verður rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf um jarðarkaup auðmanna verði hert. Einnig verður fjallað um áframhaldandi deilu Breta og Írana.
Vegaframkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar er að stórum hluta á einkalandi, segir landeigandi, spenna á Persaflóa fer vaxandi en Íranir hertóku breskt olíuflutningaskip í gær og fyrsta götubitahátíð er haldin í fyrsta skipti um helgina hér á landi.
Áttunda FabLab smiðja landsins hefur verið opnuð í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
Skipt hefur verið um alla glugga í Skálholtsdómkirkju en þeir voru orðnir meira og minna ónýtir. Fagmenn frá Þýskalandi voru fengnir í verkið.
Sveitarfélagið Árborg mun fjárfesta í innviðum fyrir rúmlega 10 milljarða á næstu fjórum árum.
Sæunn Þorsteinsdóttir á Selfossi býr alltaf til sínar eigin jólakúlur fyrir jólin.
Hermennirnir sem voru við æfingar í Þjórsárdal um helgina skemmdu um eitt hundrað birkiplöntur.
Blákolóttur lambhrútur kom nýlega fram á litasýningu sauðfjár en liturinn þykir mjög sérstakur.
Fyrsta konan hefur tekið til starfa sem mjólkurbílstjóri en hennar hlutverk er að aka um á stórum mjólkurbíl og sækja mjólk til bænda.
Hrútasýningar standa nú yfir um allt land en þá er verið að dæma hrúta og gimbrar fyrir sauðfjárbændur.
Samstöðuvaka var haldin í dag við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi fyrir lömbin sem er slátrað þar í sláturtíðinni.
Boðað hefur verið til samstöðuvöku fyrir utan sláturhúsið á Selfossi á föstudaginn 5. október á milli 14:00 og 16:00 en ætlunin er að fylgjast með því þegar lömb og kindur eru sendar til slátrunar.
Móðir drengs sem fæddist með klofinn góm hefur fengið ítrekaða neitun um niðurgreiðslu hjá Sjúkratryggingum Íslands þar sem meinið sést ekki utan á honum.
Þetta er haft eftir Frans páfa er hann ávarpaði samkomu flóttamanna í basilíku í Róm. Hann þakkaði þeim sem taka á móti flóttamönnum en sagði að svo virtist sem "alþjóðleg samkomulög skipti meira máli en mannréttindi.“
Margir eru særðir og einhverjir létust eftir sprengingu í grennd við bílalest sem beið eftir að komast inn í sýrlensku borgina Aleppo í dag.
Fjölmiðlar voru ekki viðstaddir þegar forsetinn skrifaði undir frumvarpið á fimmtudag. Það hefur sætt mikilli gagnrýni síðan það var staðfest frammi fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í mars.
Paul Bisaro, starfandi stjórnarformaður Actavis, hefur verið nefndur einn af þeim forstjórum í heiminum sem náð hefur hvað mestum árangri á liðnu ári samkvæmt árlegri samantekt sem birtist í Harvard Business Review. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.
Leigjendur eru ekki lúðar sungu frambjóðendur Bjartar framtíðar í Reykjavík sem kynntu framboð sitt með formlegum hætti í dag.
Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið.
Kvikmyndin 12 Years a Slave verður frumsýnd á Íslandi á föstudag.
Hross í oss, eftir Benedikt Erlingsson er ekki á meðal þeirra níu kvikmynda sem eiga núna möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlaunanna.
"Hingað þarf svipuð vopnaleitarleitartæki og eru notuð í þinghúsum erlendis,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.
Evrópusambandið leitar álits hjá almenningi og sérfræðingum vegna heildarendurskoðunar stefnumótunar sambandsins í loftgæðamálum. Samráðsferlinu, sem hófst 10. þessa mánaðar, lýkur 4. mars.
Nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun í síðustu viku. Jón Gnarr borgarstjóri, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri klipptu á borðann en stigu eftir það upp á fáka sína og vígðu stíginn með fríðu föruneyti.
Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands treysta sér ekki enn til að spá fyrir um hvort jólin verði rauð eða hvít þetta árið, og segja óvissu í veðurspám of mikla. Á síðustu átján árum hafa hvít jól verið örlítið algengari en rauð á höfuðborgarsvæðinu.
Stöð 2 hefur í dag formlega útsendingu í háskerpu, HD, og verður þar með fyrst íslenskra sjónvarpsstöðva til að bjóða upp á reglubundnar útsendingar í háskerpu.
Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, styður tillögu fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í utanríkismálanefnd um að gera hlé á viðræðum við Evrópusambandið. Það yrði síðan sett í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort halda ætti viðræðunum áfram.
Hlutabréf í Vodafone voru tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands í gærmorgun. Skráningargengi bréfanna var 31,5 krónur á hlut en í lok dags hafði gengið hækkað í 32,2 krónur á hlut í 162 milljóna króna viðskiptum. Alls hækkaði gengi bréfanna því um 2,2 prósent á fyrsta degi viðskipta. Miðað við gengið í lok dags í gær er markaðsvirði Vodafone um 10,8 milljarðar króna.
Bandarísk yfirvöld telja öryggi á hafnarsvæðum hérlendis ábótavant og hafa krafist þess að úr því verði bætt. Þau telja óviðunandi að sami, smái hópur komist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip hér.