

Grunnskólabörn í Sandy Hook grunnskólanum í Newtown í Connecticut hafa gefið út lag í góðgerðaskyni. Þau vonast til þess að lagið hjálpi þeim sem eiga um sárt að binda eftir skotárásina 15. desember þar sem 20 grunnskólabörn létu lífið.
Skotvopnasamtök Bandaríkjanna (e. National Rifle Association - NRA) kalla Barack Obama Bandaríkjaforseta hræsnara í nýrri auglýsingu sem birt hefur verið á vefsíðu á vegum samtakanna.
Kólumbískt fyrirtæki sem framleitt hefur og þróað skotheld vesti um árabil hefur nú hafið framleiðslu á slíkum öryggisbúnaði í barnastærðum. Stjórnendur segjast vera að svara ákalli foreldra í kjölfar fjöldamorðsins í Sandy Hook í Bandaríkjunum í desember síðastliðnum.
Margir Bandaríkjamenn fengu skammbyssur, riffla og hríðskotabyssur í jólagjöf.
Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, varar við því að yfirvöld í Bandaríkjunum grípi til róttækra breytinga á vopnalöggjöf landsins í kjölfar fjöldamorðsins í Newtown síðastliðinn föstudag.
Skólastarf í Newtown hefst á ný í dag, fjórum dögum eftir að fjöldamorðinginn Adam Lanza skaut 26 nemendur og starfsmenn skólans til bana í grunnskólanum Sandy Hook.
Móðir fjöldamorðingjans Adam Lanza, sem jafnframt var fyrsta fórnarlamb hans, safnaði vopnum á heimili sínu í Connecticut. Hún skráð fyrir sex skotvopnum hið minnsta, á meðal þeirra eru byssurnar þrjár sem sonur hennar notaði er hann myrti 26 manns í Sandy Hook-grunnskólum á föstudaginn.
Fórnarlömbin voru öll skotin oftar en einu sinni.
Síðastliðin þrjátíu ár hafa orðið 61 skotárás í Bandaríkjunum, þar sem meira en fjórar manneskjur hafa farist. Ellefu af þessum skotárásum hafa orðið í skólum. Skotárásin í Sandy Hook í Newtown í gær, þar sem 26 voru drepnir, er næstmannskæðasta skotárásin á eftir skotárásinni í Virgina Tech skólanum árið 2007. Þar fórust 32.
Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt skotárásina í Bandaríkjunum í gær en nöfn hinna látnu verða væntanlega birt í dag.
Fjöldi kom saman fyrir utan Hvíta Húsið í gærkvöldi til að minnast þeirra tuttugu barna og sjö fullorðinna sem féllu í skotárás sem gerð var á grunnskólann Sandy Hook.
Adam Lanza sem myrti 26 nemendur og kennara í grunnskólanum Sandy Hook í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjum fyrr í dag, er grunaður um aðild að einu morði til viðbótar.
Fjöldamorðinginn í Newtown í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum hét Adam Lanza. Hann var 20 ára gamall og lést á vettvangi í Newtown. Lögregluyfirvöld hafa ekki staðfest hvort að Lanza hafi svipt sig lífi eða hvort að hann var felldur af lögreglumönnum.
Enn er ekki vitað hvort að vígamaðurinn í grunnskólanum Sandy Hook í Connecticut hafi verið einn á ferð. Lögregluyfirvöld í bænum Newtown hafa staðfest að einn árásarmaðurinn hafi fallið á vettvangi.
Hátt í þrjátíu féllu í skotárás í grunnskóla í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld í Newtown hafa staðfest að 18 börn létust í árásinni.