KSÍ

Fréttamynd

Svona raðast leikirnir í Bestu deild karla

Drög að leikjaniðurröðun fyrir lokakafla Bestu deildar karla í fótbolta hefur verið opinberuð á heimasíðu KSÍ. Spennan er að líkindum mest fyrir mögulegum úrslitaleik Víkings og Breiðabliks í efri hlutanum en spennan er mikil víða í deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þórður tekur við starfi Margrétar

Margrét Magnúsdóttir, sem stýrði U19-landsliði kvenna í lokakeppni EM í fyrrasumar, er hætt þjálfun liðsins og mun nú taka að sér önnur störf hjá Knattspyrnusambandi Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

Skandall og ó­sann­gjarnt gagn­vart stelpum í fót­bolta

Björg­vin Karl Gunnars­son, þjálfari kvenna­liðs FHL í fót­bolta, segir það ó­sann­gjarnt gagn­vart stelpum í fót­bolta að ekki skuli vera sami fjöldi liða í Bestu deildum karla og kvenna. Kollegi hans í kvenna­boltanum er sam­mála og segir það al­gjöran skan­dal að það séu að­eins tíu lið sem skipa Bestu deild kvenna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vonar að fram­kvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu

„Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll.

Fótbolti
Fréttamynd

Slags­málin send til aga­nefndar

Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, og Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, geta átt von á leikbanni vegna högga sem þeir skiptust á í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gylfi snýr aftur í lands­liðið

KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Tíminn naumur hjá KSÍ

KSÍ hefur borist áfrýjun frá KR vegna niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar sem greint var frá í gær. KR krefst 3-0 sigurs á HK þar sem Kópvogsfélaginu tókst ekki að hafa Kórinn leikhæfan þegar félögin mættust á dögunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR á­frýjar niður­stöðu KSÍ

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í samtali við Vísi og Stöð 2 rétt í þessu að félagið ætlaði að áfrýja niðurstöðu Knattspyrnusambands Íslands í máli félagsins er kemur að leiknum sem átti að fara fram í Kórnum á dögunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KSÍ hafnar kröfu KR

Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur hafnað kröfu KR um sigur á HK í leik liðanna sem átti að fara fram í Bestu deild karla í knattspyrnu á dögunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kæra KR tekin fyrir á morgun

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ mun taka fyrir kæru KR vegna fyrirhugaðs leiks liðsins við HK í Bestu deild karla fyrir á morgun. Leikurinn á að fara fram á fimmtudagskvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Margt fólk að tjá sig sem veit ekkert“

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði og leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi, naut þess sérstaklega vel að vinna þýska landsliðið á dögunum. Hún fagnar skoðanaskiptum um landsliðið, þó þau eigi til að vera misgáfuleg.

Fótbolti