Vísindi

Vara við óðahlýnun ef kolefnisforðar bresta
Hópur vísindamanna hefur kannað áhrif hlýnunar á náttúruleg kerfi sem binda kolefni og hvað gerist ef þau byrja að losa það út í andrúmsloftið í staðinn.

Svíþjóð fær nýjan hæsta tind
Hitabylgjan sem herjað hefur á Svíþjóð síðustu vikurnar hefur nú leitt til þess að allt stefnir í að Svíþjóð muni fá nýjan hæsta tind, jafnvel strax í dag.

NASA bauð upp á blóðmánann í beinni
Lengsti tunglmyrkvi aldarinnar er í kvöld, föstudaginn 27. júlí, og verður tunglið rautt á himni víða um jörð.

Tunglið rautt á himni víða um jörð
Þetta verður lengsti tunglmyrkvi aldarinnar, eða allt til ársins 2123.

Bogfrymlarnir sem Sigmundur varaði við geta leitt til áhættusækni og MBA náms
Ný rannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna bendir til þess að tengsl séu á milli bogfrymlasýkingar og áhættusækinnar hegðunar. Þeir sem hafa sýkst af bogfrymlasótt eru líklegri til að nema viðskiptafræði en aðrir og hlutfall smitaðra er hærra meðal fjárfesta og frumkvöðla en almennings.

Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars
Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni.

Omega 3 gagnast ekki gegn hjartasjúkdómum samkvæmt umfangsmikilli rannsókn
Ný rannsókn bendir til þess að lýsi með omega-3 fitusýrum geri ekkert til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma.

Tengja heilabilun við svefntruflanir
Miðaldra einstaklingar sem þjást af svefnleysi eiga frekar á hættu að fá heilabilun síðar á ævinni.

Hamingjusöm hross frýsa meira en önnur
Hamingjusöm hross frýsa. Þetta eru niðurstöður franskra vísindamanna sem hafa fylgst með hestum við fjölbreyttar aðstæður til að reyna að túlka hugarástand þeirra. Eyru sem vísa fram eru líka vísbending um að hesturinn sé sáttur við lífið.

Leita að neðansjávarhverum og sérhæfðum lífverum á Reykjaneshryggnum
Alþjóðlegur hópur vísindamanna á rannsóknaskipi leitar nú að áður óþekktum hverum á hafsbotni utan við Reykjanes. Vísindamennirnir nota meðal annars fjarstýrða djúpkanna til að skoða hafsbotninn.

Ísraelsmenn að verða fyrstir til að senda einkageimfar til tunglsins
Ísraelsk sjálfseignarstofnun, SpaceIL, segist reiðubúin að senda fyrsta geimfarið í einkaeigu til tunglsins. Til stendur að skjóta farinu á loft á þessu ári og lenda á tunglinu í febrúar á því næsta.

Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin
Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið.

Náðu mynd af nýfæddri reikistjörnu í fyrsta sinn
Mælingarnar veita stjörnufræðingum innsýn í hvernig reikistjörnur myndast í ryk- og gasskífum í kringum stjörnur.

Hlýnun sögð breyta Barentshafi í anga Atlantshafsins
Hvarf hafíssins veldur því að aðstæður í norðanverður Barentshafi líkjast nú Atlantshafinu meir en dæmigerðu íshafi.

Hratt landris gæti vegið upp á móti hruni suðurskautsíss
Landrisið er rúmlega þriðjungi hraðar við Amundsen-flóa á Vestur-Suðurskautslandinu.

Hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir rannsóknir á sviði mergæxla
Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum, hlaut í gærkvöldi sérstök alþjóðleg heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla.

Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm
Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði.

Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar
Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram.

Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars
Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar.

Hvað er auðgað úran og hvernig gæti Íran breytt því í atómsprengju?
Oft er talað um auðgað úran og skilvindur í fréttum af kjarnorkuáætlun Írans, án þess að það sé skýrt frekar. Hér er stutt og einfölduð samantekt á því hvernig auðgun úrans tengist þróun kjarnavopna.

Rannsaka hvort fíflar geti nýst í sólarvörn
Andoxunarefni sem finnast í túnfíflum gætu nýst til að þróa sólarvörn. Verið er að rannsaka hvernig efnið hegðar sér undir sólargeislum og hvernig efnið varðveitist best. Meistaranemi í matvælafræði fékk hugmyndina frá Víetnam.

Ísöldur sjást á yfirborði Plútós
Vísindamenn höfðu talið að lofthjúpur Plútós væri of þunnur til að veðrun af þessu tagi gæti átt sér stað.

Fá 1.700 manns í heimsókn
Háskóli Íslands býst við um 1.700 erlendum gestum á ráðstefnu European Academy of Management (EURAM) sem viðskiptafræðideild HÍ stendur fyrir dagana 19. til 22. júní.

Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann
Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987.

Flóðahætta á öllum landfyllingum við lok aldarinnar
Sjávarflóð verða algengari og skeinuhættari þegar sjávarstaða við Ísland heldur áfram að hækka á þessari öld.

Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum
Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters.

Önnur hitabylgja skellur á norðurpólnum
Um 17-19°C hlýrra er nú á norðurpólnum en vanalega á þessum árstíma.

Metanlosun frá ferskvötnum gæti stóraukist samfara hlýnun jarðar
Vísbendingar eru um að sef valdi mun meiri metanmyndun í vötnum en annar gróður. Spáð er að útbreiðsla sefs aukist við vötn á norðurhveli á hlýnandi jörðu.

Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins
Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast.

Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum
Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi.