
Icelandair

Akta selur þriðjung bréfa sinna í Icelandair eftir tugprósenta verðhækkun
Hlutabréfasjóður í stýringu Akta, sem fór að byggja upp umtalsverða stöðu í Icelandair Group undir lok síðasta árs, seldi í liðinni viku um þriðjung bréfa sinna í flugfélaginu en hlutabréfaverð þess hefur hækkað um liðlega 40 prósent á rúmlega tveimur mánuðum.

Eldsneytisverð þrýstir upp kostnaði Icelandair, spá háu verði út árið
Hátt eldsneytisverð er ein helsta skýringin á því að einingakostnaður Icelandair í fyrra var mun hærri en flugfélagið spáði í fjárfestakynningu sem það birti fyrir hlutafjárútboðið 2020. Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn Innherja.

Einingakostnaður Icelandair talsvert hærri en spá félagsins fyrir útboðið
Nokkrar af helstu lykiltölunum í ársuppgjöri Icelandair Group voru undir þeim markmiðum sem sett voru fram í fjárfestakynningunni sem flugfélagið útbjó fyrir hlutafjárútboðið 2020. Einingakostnaður félagsins, helsti mælikvarðinn á samkeppnishæfni flugfélaga, reyndist 15 prósentum hærri en spá.

Full flugvél Icelandair lent á Kúbu í tilefni stórafmælis Guðjóns í OZ
Guðjón Már Guðjónsson, eigandi og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins OZ, fagnar fimmtugsafmæli sínu á morgun. Guðjón Már verður að heiman á sjálfan afmælisdaginn en þó í góðra vina hópi í afmælisferð á Kúbu.

Stjórn Icelandair vill kaupaukakerfi til að sækja og halda lykilstjórnendum
Stjórn Icelandair Group mun leggja til á komandi aðalfundi flugfélagsins að innleitt verði kaupaukakerfi sem felur í sér bæði beinar kaupaukagreiðslur og kauprétti á hlutabréfum félagsins. Þetta kemur fram í fundarboði sem Icelandair sendi út eftir lokun markaða í dag.

Icelandair stefnir viðhaldsfyrirtæki vegna róar af rangri stærð
Icelandair hefur stefnt kanadíska flugvélaviðhaldsfyrirtækinu Kelowna Flighcraft á þeim grundvelli að það hafi klúðrað viðhaldi á lendingarbúnaði Boeing-757 þotu félagsins, með þeim afleiðingum að vélinni hlekktist á í lendingu á Keflavíkurflugvelli fyrir tveimur árum.

Nýtt verðmatsgengi Icelandair tæplega 40 prósentum hærra en markaðsgengið
Verðmatsgengi Icelandair samkvæmt nýju verðmati Jakobsson Capital, sem Innherji hefur undir höndum, er 2,93 krónur á hlut og er því um 36 prósentum yfir markaðsgengi. Það hækkar um 18 prósent frá fyrra verðmati.

Helga Vala furðar sig á feitum launum Boga í ljósi ríflegra ríkisstyrkja til Icelandair
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group fékk launagreiðslur sem nema 67,5 milljónum á síðasta ári eða sem nemur 5,6 milljónum króna á mánuði.

Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun
Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara.

Aflýsa öllu Evrópuflugi á morgun
Fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun hefur verið aflýst, vegna yfirvofandi aftakaveðurs á stórum hluta landsins á morgun. Ferðaáætlanir um 1.300 farþega raskast vegna þessa.

Milljón horft á vél Icelandair lenda á Suðurskautslandinu
Rétt tæplega milljón manns hafa horft á myndband á Youtube sem sýnir lendingu og flugtak Boeing 767 flugvélar Icelandair á Suðurskautslandinu frá ýmsum hliðum.

Skiptar skoðanir netverja eftir laumumynd af Icelandair-þotu í nýja búningnum
Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á meðal netverja sem svöruðu tísti belgísks flugáhugamanns þar sem sjá mátti eina af flugvélum Icelandair í nýjum einkennislitum flugfélagsins.

Akureyrarvél Icelandair snúið við á miðri leið vegna „tæknilegs atriðis“
Flugvél Icelandair, sem var á leið frá Reykjavíkurflugvelli til Akureyrar í morgun, var snúið við og flogið aftur til Reykjavíkur þegar vélin var rúmlega hálfnuð á leið sinni norður.

Reiknar með að Icelandair bæti fólki tjónið
Formaður Flugfreyjufélags Íslands reiknar með að Icelandair bæti um sjötíu flugfreyjum það tjón sem þær urðu fyrir vegna brota félagsins við uppsagnir og endurráðningar þeirra á síðasta ári. Félagið vilji viðræður við félagið um framhaldið.

Reynslumiklu flugfreyjurnar lögðu Icelandair
Icelandair bar að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna rúmum þremur mánuðum eftir að fólkinu hafði verið sagt upp í apríl 2020.

Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs
Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring.

Góð útkoma Boeing Max frestar kaupum á langdrægari þotum
Icelandair hyggst bíða með ákvörðun um kaup á stærri þotum þar sem Boeing Max-þoturnar hafa reynst henta leiðakerfi félagsins betur en búist var við. Breiðþotur af gerðinni Boeing Dreamliner og Airbus-þotur eru meðal þeirra sem Icelandair skoðar til að sinna fjarlægari áfangastöðum.

Icelandair bætir við sig Boeing 737 MAX 8 farþegaþotum
Icelandair hefur komist að samkomulagi við Dubai Aerospace Enterprise (DAE) um langtímaleigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. Gert er ráð fyrir að Boeing afhendi flugvélarnar vorið 2022.

Bandarísk flugfélög ósátt við Kúbuflug Icelandair
Þrjú bandarísk flugfélög sem stunda áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og Kúbu mótmæltu því að að Icelandair yrði heimilað að fljúga á milli Orlando í Bandaríkjunum og Havana í Kúbu. Bandarísk yfirvöld sögðu engin rök hníga að því að taka mótmæli flugfélagana til greina.

Bæta fjórum áfangastöðum við leiðakerfið
Icelandair hefur birt upplýsingar um sumaráætlun sína og hafa fjórir áfangastaðir bæst við leiðakerfið – Róm á Ítalíu, Nice í Frakklandi, Alicante á Spáni og Montreal í Kanada.

Ekki þurft að fljúga tómum vélum vegna reglna ESB
Nýverið greindi Lufthansa Group frá því að samstæðan sæi fram á fljúga minnst átján þúsund flugferðir í vetur sem það myndi undir eðlilegum kringumstæðum vilja fella niður vegna fárra farþega.

Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Icelandair
Sylvía Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála hjá Icelandair Group. Einnig hefur Rakel Óttarsdóttir verið ráðin í starf framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá félaginu.

Birna Ósk um Boga Nils: „Hann tók þetta allt á kassann og hélt áfram“
Við upphaf kórónuveirufaraldursins gat enginn séð fyrir hversu mikil áhrif hann myndi hafa og hversu lengi faraldurinn myndi vara.

Smit greindist hjá áhöfn Icelandair eftir flug frá Washington D.C. milli jóla og nýárs
Smit kom upp hjá áhöfn Icelandair sem flaug hingað til lands frá Washington D.C. 27. desember síðastliðinn. Heimildir Vísis herma að öll áhöfnin hafi reynst smituð af Covid-19 utan flugstjórans en þetta hefur ekki fengist staðfest hjá Icelandair.

Fella niður flug á fimmtudag
Vegna þess vonskuveðurs sem spáð er í Keflavík næstkomandi fimmtudag mun Icelandair seinka eða aflýsa tilteknum flugferðum þann daginn. Farþegar munu fá nákvæmar leiðbeiningar um breytingarnar og næstu skref.

Birna Ósk: Skortur á fólki með þriggja til fimm ára starfsreynslu
Það er skortur hér á landi á fólki með um þriggja til fimm ára starfsreynslu sem nýst getur í stjórnunar- eða sérfræðistörf eða til þess að þjálfa starfsmenn sem hafa nýlega lokið háskólanámi.

Stærsti hluthafinn selt í Play fyrir um milljarð en keypt í Icelandair
Akta sjóðir, sem voru á meðal þeirra fjárfesta sem leiddu fjármögnun Play á árinu 2021, hafa á síðustu þremur mánuðum selt yfir þriðjung allra bréfa sinna í flugfélaginu.

Færði smituðum farþega mat og jólaskraut í einangrun: „Það er ýmislegt sem gerist þegar fólk er á ferðalögum“
Ragnhildur Eiríksdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, sem fjallað var um í dag að hefði hjálpað hinni bandarísku Marisu Fotieo, sem fékk jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi um borð í vél Icelandair hingað til lands, segist aðeins hafa verið að gera það sem hún hefði viljað að yrði gert fyrir sig ef hún hefði verið í sömu stöðu.

Einangraði sig inni á klósetti eftir jákvætt heimapróf í miðju flugi til Íslands
Hún var afar sérstök, flugferð bandaríska kennarans Marisa Fotieo til Íslands skömmu fyrir jól. Í miðju flugi tók hún Covid-19 heimapróf sem reyndist jákvætt og ákvað hún því að einangra sig inn á klósetti flugvélarinnar til þess að freista þess að vernda aðra farþega.

Icelandair í nýjum litum
Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum í janúar á næsta ári. Þoturnar verða í öllum regnbogans litum en blái liturinn hverfur þó ekki á bak og burt.