
Mannanöfn

Menningarslys verði frumvarpið samþykkt
Rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd segir að um menningarslys yrði að ræða ef frumvarp um breytingu á mannanafnalögum verði samþykkt. Lagabreytingin myndi grafa undan núverandi kerfi, sem væri fljótt að láta undan síga.

Bannað að heita Gríndal og Illuminati
Íslendingar mega nú, samkvæmt nýjustu úrskurðum mannanafnanefndar, heita Thiago, Vetle, Dilla, Anteo, Ránar og Heli. Á sama tíma hafnaði nefndin því að fólk megi heita Gríndal og Illuminati. Nýir úrskurðir voru birtir í vikunni.

Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu
Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn.

Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs
Stúlkunafnið Inse hefur til þessa verið óþekkt í sænskri mannanafnasögu. Tvö nýfædd stúlkubörn hafa hins vegar fengið nafnið á síðustu vikum og er það rakið til mismæla Karls Gústafs Svíakonungs.

Misþyrming mannanafna
Á Vísi birtist í gær grein eftir mann sem titlaður er „formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins“. Greinin heitir „Misskilningur frú Sæland“ og fjallar um svör Ingu Sæland félags- og húsnæðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi.

Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur
Jakob Reynir Jakobsson veitingamaður mun líklega fá að heita Jakob Reynir Aftur Jakobsson. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þess efnis í morgun, þar sem úrskurður mannanafnanefndar, um nafnið Aftur, var felldur úr gildi.

Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið
Mannanafnanefnd samþykkti síðastliðinn fimmtudag fimm ný eiginnöfn og féllst á nýjar föðurkenningar. Hins vegar hafnaði nefndin einu nafni, Kjartann.

Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama
Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um að eiginnafnið Kanína verði fært í mannanafnaskrá. Nefndin telur að nafnið gæti orðið nafnbera til ama og segir því nei.

Hrafnadís er afbökun og fær því nei
Mannanafnanefnd hafnaði á dögunum beiðni um að leyfa kvenkyns seiginnafnið Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin karlkyns eiginnafnið Reymar.

Má heita Amína en ekki Hó
Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína.

Gandri fær grænt ljós
Brettingur hefur fengið grænt ljós sem eiginnafn hjá mannanafnanefnd en ekki sem millinafn. Nú má líka heita Gandri.

Þú mátt vera afi (og ég má vera amma)
Maðurinn minn er breskur en elskar íslenskar hefðir. Eitt af því sem hann heillast af eru eftirnöfnin -dóttir, -son og -bur. Hann vill halda í bresku hefð og láta ættarnafnið sitt ganga niður til barna okkar og stakk hann upp á því að börnin okkar bæru ættarnafnið hans en væru einnig Heiðubörn.

Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le
Quang Le eða Davíð Viðarsson hefur nú breytt nafni sínu enn á ný, nú frá því að heita Davíð Viðarsson yfir í það að heita aftur Quang Le eða Quang Ngoc Le fullu nafni. Það sést í þjóðskrá og í fyrirtækjaskrá þegar fyrirtæki í hans eigu eru leituð uppi.

Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við
Dóttir leikstjórans Baltasars Kormáks og Sunnevu Ásu Weisshappel, myndlistarkonu og leikmyndahönnuðar var skírð þann 5. október síðastliðinn og fékk hún nafnið Kilja Kormákur. Parið þurfti að sækja um sérstakt leyfi til Mannanafnanefndar og segir að það hafi komið þeim á óvart að Kilja væri ekki til sem íslenskt kvenmannsnafn.

Nú má heita Aster og Vestur
Mannanafnanefnd hefur birt ellefu nýja úrskurði þar sem ellefu ný nöfn voru samþykkt.

Fékk ekki atvinnuviðtöl vegna kínverska nafnsins
„Ég hef oft lent í aðstæðum þar sem fólk sem þekkir mig ekki er að hrósa mér og segja mér hvað ég tali rosalega góða íslensku. Ég veit þá ekki alveg hvernig ég á að bregðast við, ég meina ég er fædd á Íslandi þannig að hvaða annað tungumál á ég að tala?“ segir Ósk Hoi Ning Chow sem er hálf íslensk og hálf kínversk. Þrátt fyrir að vera fædd og uppalin á Íslandi hefur Ósk þurft að takast á við ýmsar hindranir fyrir það eitt að bera kínverskt eftirnafn, og þá ekki síst á vinnumarkaðnum.

Grænt ljós á Ekkó en ekki Baldr
Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðnir um karlkynseiginnöfnin Ekkó og Milan og kvenkynseiginnöfnin Dúrra, Hafsól, Imba, Melía, Marselín og Sisa.

Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei
Mannanafnanefnd hefur lagt blessun sína yfir kvenkynseiginnafnið Kilja og samþykkt millinafnið Baróns. Nefndin hafnaði hins vegar beiðni um kvenkynseiginnafnið Álft þar sem orðið er talið hafa neikvæða og óvirðulega merkingu og gæti þannig orðið nafnbera til ama.

Samþykkja nafnið Buffý en hafna tveimur nöfnum
Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Buffý og Amira og hafa þau verið færð á mannanafnaskrá.

Nú má heita Arló og Marló en ekki Salvarr
Mannanafnanefnd birti í vikunni tíu úrskurði þar sem teknar voru fyrir nafnabeiðnir. Allar beiðnir voru samþykktar utan beiðni þess sem vill heita Salvarr.

Tjá sig ekki eftir fullyrðingar ráðuneytisins í nafnabreytingarmálinu
Þjóðskrá ætlar ekki tjá sig frekar um mál sem varðar nafnabreytingu Mohamads Th. Jóhannessonar, sem hét áður Mohamad Kourani í kjölfar fullyrðinga dómsmálaráðuneytisins um að það hafi ekki gefið út leiðbeiningar um túlkun á ákveðinni grein í lögum um mannanöfn.

Rangt að ráðuneytið hafi gefið út leiðbeiningar um kenninöfn
Dómsmálaráðuneytið segist ekki hafa gefið út leiðbeiningar, hvorki almennar né sérstakar, varðandi túlkun á 16. grein laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Segir málið hið sérkennilegasta og krefst svara
Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir gögnum frá Þjóðskrá vegna nafnabreytingar Mohammad Kourini sem fékk nafni sínu breytt í Mohamad Th. Jóhannesson. Hún væntir svara frá stofnuninni og ítrekar að sveigjanleiki í lögum um nafnabreytingar sé ekki ætlaður að auðvelda brotamönnum að fela sig í samfélaginu.

Ráðherra hyggst skoða nafnabreytingu Mohamad Th. Jóhannessonar
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um það hvernig lagaákvæði um kenninafnabreytingar var túlkað þegar Mohamad Kourani fékk nafni sínu breytt í Mohamad Thor Jóhannesson.

Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin.

Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson
Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes.

Kourani tekur upp íslenskt nafn
Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Hann vill fella niður nafnið Kourani og taka upp millinafnið Thor og eftirnafnið Jóhannesson.

Nú má heita Roj
Mannanafnanefnd samþykkti í síðustu viku sex eiginnöfn, þar af fjögur kvenmannsnöfn og tvö karlmannsnöfn. Hins vegar var einu nafni hafnað.

Ætlar alla leið í baráttu fyrir nafninu sínu
„Þetta er bara mitt „identity“. Þetta er minn karakter. Ég hef verið kallaður þetta í sautján ár,“ segir Rúnar Hroði Geirmundsson um ákvörðun Mannanafnanefndar að úrskurða að leyfa ekki fólki að bera nafnið Hroði.

Nafnið Hroði of hroðalegt
Mannanafnanefnd birti í dag þrjá úrskurði sína þar sem tvö nöfn voru samþykkt og einni beiðni hafnað.