Evrópusambandið

Fréttamynd

Sann­leikurinn um Evrópu­sam­bandið V: 26 þjóðir hafa hafnað eigin gjald­miðli, líka Þýzkaland með sitt ofursterka Mark

Fyrir nokkrum árum, á tíma fyrri ríkisstjórnar, tjáði þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, sig um þörf þess, að við tækjum upp stöðugan gjaldmiðil, helzt Evruna, til að tryggja trausta afkomu og stöðugleika – svo menn gætu gert áætlanir og byggt sín áform og plön á traustum grunni, hefðu fyrirsjáanleika – og, ekki sízt, til að tryggja lága vexti, réttlátara þjóðfélag og meiri velferð.

Skoðun
Fréttamynd

Er krónan að valda á­tökum á milli kyn­slóða?

Eins og hlutirnir hafa verið að þróast í samfélaginu undanfarin ár með auknum kröfum á stjórnvöld og sveitarfélög er að mínu viti að byggjast upp mikil spenna á milli kynslóða. Þessi spenna lýsir sér þannig að unga fólkið sem er að koma sér af stað í samfélaginu með því að stofna fjölskyldur kallar eftir meiri og meiri stuðningi opinberra aðila við að koma sér þaki yfir höfuðið og eignast börn. Nýjasta krafan sem fékkst fram eru fríar máltíðir í skólum óháð efnahag foreldra.

Skoðun
Fréttamynd

Hengd á klafa hnignandi markaðar

Ísland er í vaxandi mæli í þeirri stöðu að þurfa að aðlaga hagsmuni sína og aðstæður að regluverki sem er hugsað fyrir hagsmuni milljóna og tugmilljóna þjóða. Við erum í raun í verstu mögulegu stöðu í þessum efnum fyrir utan inngöngu í Evrópusambandið.

Umræðan
Fréttamynd

Evrópska vexti takk!

Nú hefur evrópski Seðlabankinn lækkað vexti. Þannig standa meginvextir bankans í 3.50%. Í kjölfarið lækkaði danski seðlabankinn meginvexti sína í samræmi við þessa lækkun. Í óvenjulegum ytri skilyrðum vegna heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu fóru stýrivextirnir hæst í 4% í Evrópu.

Skoðun
Fréttamynd

Hætta steðjar að lífs­gæðum Evrópu­búa

Efnahagsleg hnignun Evrópu þýðir að lífsgæði íbúa álfunnar skerðast ef ekkert verður að gert. Marshall-aðstoðin eftir seinna stríð bliknar í samanburði við þá fjárfestingu sem Evrópa þarf að ráðast í samkvæmt nýrri skýrslu fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Málið sem þolir ekki ljósið

Fyrir einu og hálfu ári var reynt að keyra lagafrumvarp um forgang innleidds regluverks frá Evrópusambandinu vegna aðildarinnar að EES-samningnum gagnvart innlendri lagasetningu í gegnum Alþingi undir forystu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Vonazt var til þess að málið vekti sem minnsta athygli. Það mistókst. Til stendur nú að reyna það aftur.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: EES og innri markaðurinn

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytið halda í dag opinn fund um stöðu og hörfur EES og innri markaðarins. Um þessar mundir á EES-samningurinn, sem tengir Ísland við innri markað Evrópusambandsins , þrjátíu ára afmæli.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­magna enn hernað Rúss­lands

Tveimur og hálfu ári eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu flæða enn tugir milljarða evra í ríkissjóð Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins vegna kaupa á rússneskri orku. Einkum gasi. Þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða til þess að draga úr slíkum kaupum eru þau enn í dag umtalsverð. Þá er rússneskt gas í ófáum tilfellum flutt til ríkja sambandsins í gegnum önnur ríki sem þarlend framleiðsla.

Skoðun
Fréttamynd

„Flestum í Noregi er illa við EES“

„Flestum í Noregi er illa við Evrópska efnahagssvæðið,“ sagði Fredrik Sejersted, lagaprófessor við Oslóarháskóla, á fundi í Norræna húsinu í september 2009 en hann hafði þá farið fyrir nefnd sem vann skýrslu fyrir norsk stjórnvöld um reynslu Norðmanna af samningnum. Á þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan liggur fyrir að óánægja með EES-samninginn hefur farið vaxandi í Noregi miðað við skoðanakannanir.

Skoðun
Fréttamynd

Tals­menn tolla gefa engan af­slátt

Við hjá Viðskiptaráði birtum á dögunum úttekt á áhrifum tolla á matvöruverð. Þar kemur fram að verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir.

Skoðun
Fréttamynd

Hættu að spyrja um spillinguna

Mikill meirihluti íbúa ríkja Evrópusambandsins taldi spillingu þrífast innan stofnana þess samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var fyrir framkvæmdastjórn sambandsins árið 2013 eða 70%. Þar af 84% aðspurðra í Svíþjóð, 82% í Þýzkalandi og 80% í Austurríki. Hliðstætt hafði komið fram árin á undan. Viðbrögð Evrópusambandsins voru þau að hætta að spyrja um spillingu í stofnunum þess.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er restin af könnuninni?

Munurinn á fjölda þeirra sem eru annað hvort andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða hlynntir henni er einungis 6,8 prósentustig stuðningsmönnum inngöngu í vil ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna sem birtar voru í byrjun júlí.

Skoðun
Fréttamynd

Hryllir við til­hugsuninni

„Við skulum orða þetta svona. Þrátt fyrir að flestir sjómenn hafi orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með útlit samningsins hryllir þá flesta við þeirri tilhugsun að ganga aftur í Evrópusambandið og myndu ekki styðja neitt sem myndi leiða til þess,“ sagði Mike Park, framkvæmdastjóri Scottish White Fish Producers Association, við fréttavefinn Politico.eu í janúar 2021.

Skoðun
Fréttamynd

Milli vonar og ótta

„Horft fram á veginn mun þýzkt efnahagslíf halda áfram að sveiflast á milli vonar og ótta.“ Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greiningu hollenzka alþjóðabankans ING á stöðu mála í hagkerfi Þýzkalands sem birt var 30. júlí síðastliðinn. Þar segir enn fremur að stöðnun hafi ríkt í þýzku efnahagslífi undanfarin ár með litlum eða engum hagvexti. „Hagkerfið er raunar minna í dag en það var fyrir tveimur árum síðan.“

Skoðun
Fréttamynd

Þegar ó­sannindi og ó­svinna keyra um þver­bak

Undirritaður bjó í Þýzkalandi frá 1989 til 2016, í hjarta ESB, í 27 ár, og fylgdist gjörla með þróun ríkjasambandsins, en það blasti og blasir við, að Evrópa verði að standa samhent og sameinuð, ef hún á að geta staðið af sér áskoranir framtíðarinnar og varið og tryggt sitt frelsi, sitt sjálfstæði, sína menningu og sína velferð.

Skoðun