Ofbeldi gegn börnum

Fréttamynd

Meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum eru börn

Innleiða á sérstakt áhættumat til að tryggja betur öryggi barna gegn kynferðisbrotum fullorðinna. Rannsakendur kynferðisbrota og ákærendur innan lögreglunnar sitja tveggja daga vinnustofu um áhættumat í kynferðisbrotamálum gegn börnum til að undirbúa þróun forvarnaviðbragða og forgangsröðunar mála.

Innlent
Fréttamynd

Forsetinn keypti fyrsta ljósið eftir æsilega Síkisferð

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, keypti fyrsta ljósið í landssöfnun Barnaheilla-Save the Children á Íslandi en söfnunin hófst í dag og stendur til 4. maí. Safnað er til styrktar verkefninu Verndarar barna, sem er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn kynferðisofbeldi á börnum. Söfnunin ber heitið „Hjálpumst að við að vernda börn”.

Innlent
Fréttamynd

Svipta Aaron Ísak sigrinum í Söng­keppni fram­halds­skólanna

Samband íslenskra framhaldsskólanema hefur ákveðið að svipta Aaron Ísak Berry sigurtitli Söngkeppni framhaldsskólanna 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að framkvæmdastjórn SÍF hafi tekið ákvörðunina í kjölfar dóms sem Aaron hlaut á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Aaron Ísak sakfelldur fyrir kynferðibrot gegn börnum en ekki dæmdur í fangelsi

Söngvarinn Aaron Ísak Berry hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum og fyrir að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Fram kemur í dómnum að Aaron Ísak sé talsvert á eftir í þroska og var niðurstaða hans að meiri árangur bæri að skikka Aaron Ísak til að vera í eftirliti hjá réttargeðdeild en að hann sætti fangelsisvist.

Innlent
Fréttamynd

Kinn­hestar og kyn­ferðis­brot

Ég las frétt um daginn um nýfallinn dóm sem varðaði ógeðfelldan glæp. Faðir hafði misnotað dóttur sína og tvær systurdætur. Dóttir mannsins var 12 ára gamalt barn þegar hann braut á henni og systurdætur hans voru einnig á barnsaldri.

Skoðun
Fréttamynd

Samþykktu að ráðast í úttekt á vöggustofum

Borgarráð samþykkti í dag að setja á stofn þriggja manna sérfræðinganefnd til að ráðast í heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem reknar voru í Reykjavík á síðustu öld.

Innlent
Fréttamynd

Tók myndir af feðginum í klefanum á Nesinu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa tekið myndskeið af manni og tveimur dætrum hans þar sem þau voru að afklæðast og voru nakin í búningsklefa Sundlaugar Seltjarnarness í desember 2019.

Innlent
Fréttamynd

Slógust á Selfossi og talið að myndband sé í dreifingu

Til átaka kom meðal fjögurra drengja á unglingastigi á Selfossi um tíuleytið í morgun. Þetta kemur fram í tölvupósti skólastjóra Vallaskóla til foreldra og forráðamanna. Hann segir hluta drengjanna nemendur við skólann og grunur á að myndskeið af átökunum sé í dreifingu. Hugrakkt starfsfólk hafi skorist í leikinn.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja mánaða fangelsi eftir tál­beitu­að­­­gerð: Taldi sig hafa verið að tala við fjór­tán ára stúlku

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa verið í samskiptum við einstakling á vefsíðunni Einkamál, sem hann hélt að væri fjórtán ára stúlka. Maðurinn sendi meðal annars mynd af getnaðarlim sínum og fór á fund einstaklingsins, sem hann hélt að væri unga stúlkan.

Innlent
Fréttamynd

Brotið gegn börnum

Samantekt Barnaverndarstofu um fjölda tilkynninga til Barnaverndarnefnda um brot gegn börnum á árunum 2019-2021 leiðir í ljós að tilkynningum hefur fjölgað um 16,9% á covid árunum 2020-2021.

Skoðun
Fréttamynd

Flestar beiðnir um nektarmyndir koma frá ókunnugum

Algengast er að börn og ungmenni séu beðin um það af ókunnugum að senda eða deila af sér nektarmyndum. Fjögur af hverjum tíu börnum í 8. til 10. bekk hafa verið beðin um að senda af sér nektarmynd og meira en helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvum of­beldi

Í dag mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Um er að ræða endurflutning en Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknar hefur lagt málið tvisvar áður fram. Hér er um að ræða samfélagslega mikilvægt mál sem mér finnst brýnt að komist í gegnum þingið. 

Skoðun