Kína

Hafa hunsað hjálparboð vegna veirunnar í margar vikur
Sérfræðingar á sviði sóttvarna segjast sannfærðir um að Kínverjar þurfi hjálp.

Frakkar staðfesta fimm ný Wuhan-veiru smit
Frakkland staðfesti rétt fyrir hádegi fimm ný tilfelli af Wuhan-kórónaveirunni, þar á meðal hjá einu barni. Staðfest tilfelli eru orðin ellefu í Frakklandi.

Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar
Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong.

Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður
Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður.

Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur
Öryggissveitir og heilbrigðisstarfsfólk fer á milli húsa, leitar að sýktu fólki og flytur það í vöruskemmur sem notaðar eru sem einangrunarstöðvar og þar sem fólkið fær litla umönnun.

Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins
Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum.

Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni
Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund.

Wuhan-veiran: Harðari aðgerðir hér heldur en á hinum Norðurlöndunum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að íslensk yfirvöld hafi gripið til harðari aðgerða vegna Wuhan-veirunnar heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar á Norðurlöndum.

Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn
Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember.

Ferðaþjónustan verður fyrir höggi á heimsvísu
Yfirvöld Kína hafa áhyggjur af því hve mörg flugfélög hafa hætt að fljúga til Kína vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu.

Smitaðir um borð orðnir tuttugu
Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína.

Læknar óttast að mæður geti smitað ófædd börn sín af Wuhan-veirunni
Grunur leikur á því að móðir sem greinst hafði með Wuhan-kórónaveiruna hafi smitað barn sitt af veirunni í móðurkviði.

Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína
Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar.

Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits
Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín.

Breski utanríkisráðherrann hvetur Breta til þess að yfirgefa Kína
Dominic Raab, utanríkisráðherra, hefur hvatt Breta sem eru staddir í Kína til þess að yfirgefa landið og draga þannig úr áhættunni á því að þeir smitist af hinni svokölluðu Wuhan-veiru.

Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar
Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur.

Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur
Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember.

Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong
Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest.

Kína viðurkennir annmarka á viðbrögðum við Wuhan-veirunni
Forsætisnefnd Kína viðurkenndu í kvöld að alvarlegir annmarkar hafi verið við viðbrögðum við kórónaveirunni, sem átti upptök sín í Wuhan. Þá þyrfti að breyta neyðarviðbragðakerfi landsins til hins betra.

Kína sakar Bandaríkin um að ala á ótta
Kínversk yfirvöld saka Bandaríkin um að valda ofsahræðslu vegna viðbragða bandarískra yfirvalda við kórónaveirunni. Bandaríkin lýstu yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum vegna veirunnar á föstudaginn.

Yfir 17 þúsund tilfelli Wuhan-veiru staðfest
Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína.

Umræðan um Wuhan-veiruna ekki stormur í vatnsglasi
Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng.

Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar utan Kína staðfest
Karlmaður á fimmtugsaldri lést í Filippseyjum af völdum Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu. Andlát hans er það fyrsta af völdum veirunnar utan Kína, en þar á veiran uppruna sinn.

Bandarísk stjórnvöld segja almenningi að ferðast ekki til Kína
Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV.

Fatlaður drengur lést eftir að fjölskyldan var sett í einangrun
Sautján ára gamall drengur með sjúkdóminn heilalömun (Cerebral Palsy) lést eftir að hann var skilinn einn eftir heima án umönnunaraðila eftir að fjölskylda hans var sett í einangrun vegna kórónaveirunnar.

SAS stöðvar ferðir til Kína
Norræna flugfélagið SAS hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum félagsins til og frá Kína fram til 9. febrúar hið minnsta.

Íbúar Wuhan lýsa upplifun sinni: „Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður“
Ferðabann hefur verið í gildi í kínversku borginni Wuhan síðan 23. janúar síðastliðinn til að hefta útbreiðslu nýju kórónaveirunnar sem talið er að eigi uppruna sinn í borginni.

Rússar loka landamærunum að Kína
Rússar hafa lokað landamærum sínum að Kína í austri vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar.

Fresta kínversku fótboltadeildinni um óákveðinn tíma og bíða með HM í eitt ár
Kínverska knattspyrnusambandið hefur tekið þá ákvörðun að hefja kínverska keppnistímabilið ekki á þeim degi sem það átti að byrja. HM í frjálsum hefur líka verið frestað um eitt ár.

IKEA lokar öllum verslunum sínum á meginlandi Kína
Sænski verslunarrisinn IKEA hefur ákveðið að loka öllum verslunum sínum á meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar.