Bretland Stjórnandi Spotify illur út í Harry og Meghan Bill Simmons, stjórnandi á sviði hlaðvarpsmála hjá sænsku tónlistarveitunni Spotify, var þungorður í garð hertogahjónanna Harry og Meghan í eigin hlaðvarpsþætti og kallaði hjónin eiginhagsmunaseggi. Spotify og hjónin komust að samkomulagi fyrir helgi um uppsögn á framleiðslusamningi hjónanna við tónlistarveituna. Lífið 19.6.2023 08:31 Biðst afsökunar á „skelfilegu“ myndbandi af gleðskap í Covid Ráðherra Íhaldsflokksins baðst í dag afsökunar á myndbandi sem sýnir gleðskap í höfuðstöðvum flokksins á meðan strangt samkomubann var í gildi í kórónuveirufaraldrinu. Á myndbandinu sjást flokksmenn drekka og dansa á sama tíma og fólk gat ekki verið með ástvinum á dánarbeði vegna takmarkananna. Erlent 18.6.2023 10:12 Flugstjóri Icelandair fylgdi ekki leiðbeiningum Flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði á Heathrow flugvelli í Bretlandi þegar vængur flugvélar Korean air rakst í hliðarstýri á stéli flugvélarinnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi segir að skortur á leiðsögn á flugvellinum vegna manneklu hafi einnig átt þátt í óhappinu. Innlent 16.6.2023 11:01 Spotify segir upp hlaðvarpssamningnum við Harry og Meghan Spotify hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við hertogann og hertogaynjuna af Sussex, Harry og Meghan. Síðustu misserin hefur parið framleitt hlaðvarpið Archetypes fyrir streymisveituna. Viðskipti erlent 16.6.2023 07:50 Glenda Jackson er látin Glenda Jackson, leikkona og fyrrverandi þingmaður breska Verkamannaflokksins er látin, 87 ára að aldri. Breska ríkisútvarpið greinir frá og segir í umfjöllun sinni að hún hafi látist á heimili sínu í London í faðmi fjölskyldu sinnar. Lífið 15.6.2023 11:07 Johnson harðlega gagnrýndur og mögulega sviptur aðgengi að Westminster Boris Johnson var óheiðarlegur í svörum sínum um svokallað „Partygate“-mál og tók þátt í herferð til að ógna og grafa undan þingmönnum sem höfðu málið til rannsóknar. Þetta eru niðurstöður þingnefndar sem hefur rannsakað framgöngu forsætisráðherrans fyrrverandi. Erlent 15.6.2023 10:37 Notuðu hvorki sæði né egg við gerð fósturvísa Vísindamenn við Cambridge háskóla í Bretlandi hafa ræktað fósturvísa úr stofnfrumum, alfarið án þess að nota sáðfrumur eða egg. Þróunin er talin vekja upp erfið siðferðis- og lagaleg álitamál. Erlent 14.6.2023 19:28 Gísli Örn óvænt stjarna á TikTok Gísli Örn Garðarsson, sem lengi hefur verið einn vinsælasti leikari landsins, er óvænt stjarna á samfélagsmiðlinum TikTok. Lífið 14.6.2023 17:39 Fórnarlömbin háskólanemar og maður á sextugsaldri Einstaklingarnir þrír sem stungnir voru til bana í Nottingham í gær voru maður á sextugsaldri og tveir 19 ára nemar við Nottingham University. Lögregla hefur 31 árs gamlan mann í haldi grunaðan um verknaðinn og telur ekki að aðrir hafi átt þátt að máli. Erlent 14.6.2023 07:30 Bítlarnir gefa út síðasta lag sitt með hjálp gervigreindar Paul McCartney hefur greint frá því að gervigreind hafi hjálpað eftirlifandi meðlimum Bítlanna við gerð síðasta lags hljómsveitarinnar sem kemur út á þessu ári. Erlent 13.6.2023 13:01 Þrír drepnir og reynt að keyra fólk niður með sendibíl í Nottingham Rúmlega þrítugur karlmaður er í haldi lögreglunnar í Nottingham á Englandi grunaður um morð eftir að þrír fundust látnir í miðborginni í nótt. Þrír til viðbótar eru á sjúkrahúsi eftir að reynt var að aka þá niður. Lögregla lýsir atvikinu sem „hryllilegu og sorglegu“. Erlent 13.6.2023 09:08 Sturgeon sleppt úr haldi Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Hún var handtekin í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn á fjármögnun og fjármálum skoska þjóðarflokksins. Erlent 11.6.2023 19:51 Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund. Erlent 11.6.2023 14:28 Ofurpar í kortunum: Hadid og DiCaprio sjást enn og aftur saman Leikarinn Leonardo DiCaprio og fyrirsætan Gigi Hadid borðuðu kvöldverð saman í Lundúnum á þriðjudag. Morguninn eftir sást til þeirra koma hvort í sínu lagi, með nokkurra mínútna millibili, á sama hótelið. Orðrómur um samband þeirra hefur fengið byr undir báða vængi. Lífið 9.6.2023 22:02 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt af sér þingmennsku. Erlent 9.6.2023 19:22 Assange nú sagður „hættulega nálægt því að verða framseldur“ Bróðir Julian Assange segir hann „hættulega nálægt því að verða framseldur“ til Bandaríkjanna eftir að dómari við yfirrétt á Bretlandseyjum hafnaði alfarið umleitan lögmanna hans. Erlent 9.6.2023 07:01 Framkvæmdastjóri Diageo er látinn Sir Ivan Menezes, framkvæmdastjóri Diageo, stærsta áfengisfyrirtækis heims, er látinn, 63 ára að aldri. Viðskipti erlent 8.6.2023 08:04 Varð fyrir fitufordómum á íslenskum jökli Breski leikarinn og uppistandarinn Alan Carr segist hafa orðið fyrir fitufordómum á Íslandi. Hafi uppákoman gerst uppi á miðjum jökli. Lífið 6.6.2023 20:05 Óttast „stjórnlausan“ flaum hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum Áhyggjur eru uppi vegna „stjórnlauss“ brottflutnings hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum á borð við Ghana til efnaðri ríkja, til að mynda Bretlands. Árið 2022 voru 1.200 hjúkrunarfræðingar frá Ghana nýskráðir á lista yfir hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum. Erlent 6.6.2023 08:49 Segir saklausan Schofield áreittan í nornaveiðum Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson furðar sig á gagnrýni í garð Phillip Schofield og segir málið vera nornaveiðar. Hann hafi ekki framið neinn glæp og sé aðeins sekur um að vera samkynhneigður. Schofield sjálfur hefur sagt að ferill sinn sé á enda og hann sjái ekkert nema svartnætti fram undan. Erlent 4.6.2023 14:34 Þungir dómar fyrir að streyma enska boltanum Fimm menn hafa verið dæmdir fyrir að streyma ólöglega leikjum úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Höfuðpaurinn Mark Gould fékk ellefu ára fangelsisdóm. Erlent 30.5.2023 16:56 Fjölskyldan heima þegar ráðist var á heimili þeirra með hníf Maður vopnaður hnífi réðist á heimili leikarahjónanna Benedict Cumberbatch og Sophie Hunter á dögunum. Cumberbatch og Hunter voru heima með börnum sínum þremur þegar atvikið átti sér stað. Erlent 30.5.2023 11:59 Laug til um ástarsamband við mun yngri samstarfsmann Breski sjónvarpsmaðurinn Phillip Schofield hefur hætt störfum hjá sjónvarpsstöðinni ITV eftir að upp komst um ástarsamband hans við mun yngri karlmann, sem vann á stöðinni. Samstarfsfólk segir hann lygara og haldinn ranghugmyndum. Erlent 29.5.2023 15:28 Gröf Vivienne Westwood vanhelguð Gröf hinnar goðsagnakenndu Vivienne Westwood, sem lést á síðasta ári, var vanhelguð þegar stóru blómakeri, sem skreytti grafreit hennar, var stolið. Fjöldi fólks hefur lýst yfir hneykslan sinni vegna þjófnaðarins. Erlent 29.5.2023 14:53 Segir að um „víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins“ sé að ræða Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir listgjörning Odds Eysteins Friðrikssonar víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins. Hann segir Samherja hafa leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi meðan hann verji mikilvæg vörumerki félagsins. Innlent 26.5.2023 16:21 Bretar viðurkenna Holodomor sem þjóðarmorð Neðri deild breska þingsins hefur samþykkt tillögu þess efnis að Holodomor verði viðurkennt sem þjóðarmorð. Allt að fimm milljónir Úkraínumanna sultu til bana á fjórða áratugnum vegna gjörða sovéska ríkisins. Erlent 26.5.2023 11:13 Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt Oddur Eysteinn Friðriksson, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefur neyðst til að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans We're Sorry, eftir að Samherji fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. Innlent 26.5.2023 08:39 EasyJet flýgur frá Akureyri til London í vetur Opnað hefur verið fyrir bókanir í flugferðir með easyJet á milli London og Akureyrar í vetur. Fyrsta flugferðin verður 31. október en flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024. Viðskipti innlent 25.5.2023 11:31 Skipulagsyfirvöld ósátt við Damon Albarn Íslenski ríkisborgarinn og poppstjarnan Damon Albarn á í deilu við sveitarstjórn í Devon sýslu í suðurhluta Englands vegna varmadælu sem hann hefur komið fyrir utan heimili sitt í sýslunni. Nefndin segir tónlistarmanninn hafa komið dælunni fyrir án leyfis. Lífið 24.5.2023 11:50 Karl hvattur til að beita sér vegna „svívirðilegrar“ ákvörðunar Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur. Erlent 24.5.2023 10:14 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 129 ›
Stjórnandi Spotify illur út í Harry og Meghan Bill Simmons, stjórnandi á sviði hlaðvarpsmála hjá sænsku tónlistarveitunni Spotify, var þungorður í garð hertogahjónanna Harry og Meghan í eigin hlaðvarpsþætti og kallaði hjónin eiginhagsmunaseggi. Spotify og hjónin komust að samkomulagi fyrir helgi um uppsögn á framleiðslusamningi hjónanna við tónlistarveituna. Lífið 19.6.2023 08:31
Biðst afsökunar á „skelfilegu“ myndbandi af gleðskap í Covid Ráðherra Íhaldsflokksins baðst í dag afsökunar á myndbandi sem sýnir gleðskap í höfuðstöðvum flokksins á meðan strangt samkomubann var í gildi í kórónuveirufaraldrinu. Á myndbandinu sjást flokksmenn drekka og dansa á sama tíma og fólk gat ekki verið með ástvinum á dánarbeði vegna takmarkananna. Erlent 18.6.2023 10:12
Flugstjóri Icelandair fylgdi ekki leiðbeiningum Flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði á Heathrow flugvelli í Bretlandi þegar vængur flugvélar Korean air rakst í hliðarstýri á stéli flugvélarinnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi segir að skortur á leiðsögn á flugvellinum vegna manneklu hafi einnig átt þátt í óhappinu. Innlent 16.6.2023 11:01
Spotify segir upp hlaðvarpssamningnum við Harry og Meghan Spotify hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við hertogann og hertogaynjuna af Sussex, Harry og Meghan. Síðustu misserin hefur parið framleitt hlaðvarpið Archetypes fyrir streymisveituna. Viðskipti erlent 16.6.2023 07:50
Glenda Jackson er látin Glenda Jackson, leikkona og fyrrverandi þingmaður breska Verkamannaflokksins er látin, 87 ára að aldri. Breska ríkisútvarpið greinir frá og segir í umfjöllun sinni að hún hafi látist á heimili sínu í London í faðmi fjölskyldu sinnar. Lífið 15.6.2023 11:07
Johnson harðlega gagnrýndur og mögulega sviptur aðgengi að Westminster Boris Johnson var óheiðarlegur í svörum sínum um svokallað „Partygate“-mál og tók þátt í herferð til að ógna og grafa undan þingmönnum sem höfðu málið til rannsóknar. Þetta eru niðurstöður þingnefndar sem hefur rannsakað framgöngu forsætisráðherrans fyrrverandi. Erlent 15.6.2023 10:37
Notuðu hvorki sæði né egg við gerð fósturvísa Vísindamenn við Cambridge háskóla í Bretlandi hafa ræktað fósturvísa úr stofnfrumum, alfarið án þess að nota sáðfrumur eða egg. Þróunin er talin vekja upp erfið siðferðis- og lagaleg álitamál. Erlent 14.6.2023 19:28
Gísli Örn óvænt stjarna á TikTok Gísli Örn Garðarsson, sem lengi hefur verið einn vinsælasti leikari landsins, er óvænt stjarna á samfélagsmiðlinum TikTok. Lífið 14.6.2023 17:39
Fórnarlömbin háskólanemar og maður á sextugsaldri Einstaklingarnir þrír sem stungnir voru til bana í Nottingham í gær voru maður á sextugsaldri og tveir 19 ára nemar við Nottingham University. Lögregla hefur 31 árs gamlan mann í haldi grunaðan um verknaðinn og telur ekki að aðrir hafi átt þátt að máli. Erlent 14.6.2023 07:30
Bítlarnir gefa út síðasta lag sitt með hjálp gervigreindar Paul McCartney hefur greint frá því að gervigreind hafi hjálpað eftirlifandi meðlimum Bítlanna við gerð síðasta lags hljómsveitarinnar sem kemur út á þessu ári. Erlent 13.6.2023 13:01
Þrír drepnir og reynt að keyra fólk niður með sendibíl í Nottingham Rúmlega þrítugur karlmaður er í haldi lögreglunnar í Nottingham á Englandi grunaður um morð eftir að þrír fundust látnir í miðborginni í nótt. Þrír til viðbótar eru á sjúkrahúsi eftir að reynt var að aka þá niður. Lögregla lýsir atvikinu sem „hryllilegu og sorglegu“. Erlent 13.6.2023 09:08
Sturgeon sleppt úr haldi Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Hún var handtekin í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn á fjármögnun og fjármálum skoska þjóðarflokksins. Erlent 11.6.2023 19:51
Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund. Erlent 11.6.2023 14:28
Ofurpar í kortunum: Hadid og DiCaprio sjást enn og aftur saman Leikarinn Leonardo DiCaprio og fyrirsætan Gigi Hadid borðuðu kvöldverð saman í Lundúnum á þriðjudag. Morguninn eftir sást til þeirra koma hvort í sínu lagi, með nokkurra mínútna millibili, á sama hótelið. Orðrómur um samband þeirra hefur fengið byr undir báða vængi. Lífið 9.6.2023 22:02
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt af sér þingmennsku. Erlent 9.6.2023 19:22
Assange nú sagður „hættulega nálægt því að verða framseldur“ Bróðir Julian Assange segir hann „hættulega nálægt því að verða framseldur“ til Bandaríkjanna eftir að dómari við yfirrétt á Bretlandseyjum hafnaði alfarið umleitan lögmanna hans. Erlent 9.6.2023 07:01
Framkvæmdastjóri Diageo er látinn Sir Ivan Menezes, framkvæmdastjóri Diageo, stærsta áfengisfyrirtækis heims, er látinn, 63 ára að aldri. Viðskipti erlent 8.6.2023 08:04
Varð fyrir fitufordómum á íslenskum jökli Breski leikarinn og uppistandarinn Alan Carr segist hafa orðið fyrir fitufordómum á Íslandi. Hafi uppákoman gerst uppi á miðjum jökli. Lífið 6.6.2023 20:05
Óttast „stjórnlausan“ flaum hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum Áhyggjur eru uppi vegna „stjórnlauss“ brottflutnings hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum á borð við Ghana til efnaðri ríkja, til að mynda Bretlands. Árið 2022 voru 1.200 hjúkrunarfræðingar frá Ghana nýskráðir á lista yfir hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum. Erlent 6.6.2023 08:49
Segir saklausan Schofield áreittan í nornaveiðum Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson furðar sig á gagnrýni í garð Phillip Schofield og segir málið vera nornaveiðar. Hann hafi ekki framið neinn glæp og sé aðeins sekur um að vera samkynhneigður. Schofield sjálfur hefur sagt að ferill sinn sé á enda og hann sjái ekkert nema svartnætti fram undan. Erlent 4.6.2023 14:34
Þungir dómar fyrir að streyma enska boltanum Fimm menn hafa verið dæmdir fyrir að streyma ólöglega leikjum úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Höfuðpaurinn Mark Gould fékk ellefu ára fangelsisdóm. Erlent 30.5.2023 16:56
Fjölskyldan heima þegar ráðist var á heimili þeirra með hníf Maður vopnaður hnífi réðist á heimili leikarahjónanna Benedict Cumberbatch og Sophie Hunter á dögunum. Cumberbatch og Hunter voru heima með börnum sínum þremur þegar atvikið átti sér stað. Erlent 30.5.2023 11:59
Laug til um ástarsamband við mun yngri samstarfsmann Breski sjónvarpsmaðurinn Phillip Schofield hefur hætt störfum hjá sjónvarpsstöðinni ITV eftir að upp komst um ástarsamband hans við mun yngri karlmann, sem vann á stöðinni. Samstarfsfólk segir hann lygara og haldinn ranghugmyndum. Erlent 29.5.2023 15:28
Gröf Vivienne Westwood vanhelguð Gröf hinnar goðsagnakenndu Vivienne Westwood, sem lést á síðasta ári, var vanhelguð þegar stóru blómakeri, sem skreytti grafreit hennar, var stolið. Fjöldi fólks hefur lýst yfir hneykslan sinni vegna þjófnaðarins. Erlent 29.5.2023 14:53
Segir að um „víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins“ sé að ræða Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir listgjörning Odds Eysteins Friðrikssonar víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins. Hann segir Samherja hafa leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi meðan hann verji mikilvæg vörumerki félagsins. Innlent 26.5.2023 16:21
Bretar viðurkenna Holodomor sem þjóðarmorð Neðri deild breska þingsins hefur samþykkt tillögu þess efnis að Holodomor verði viðurkennt sem þjóðarmorð. Allt að fimm milljónir Úkraínumanna sultu til bana á fjórða áratugnum vegna gjörða sovéska ríkisins. Erlent 26.5.2023 11:13
Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt Oddur Eysteinn Friðriksson, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefur neyðst til að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans We're Sorry, eftir að Samherji fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. Innlent 26.5.2023 08:39
EasyJet flýgur frá Akureyri til London í vetur Opnað hefur verið fyrir bókanir í flugferðir með easyJet á milli London og Akureyrar í vetur. Fyrsta flugferðin verður 31. október en flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024. Viðskipti innlent 25.5.2023 11:31
Skipulagsyfirvöld ósátt við Damon Albarn Íslenski ríkisborgarinn og poppstjarnan Damon Albarn á í deilu við sveitarstjórn í Devon sýslu í suðurhluta Englands vegna varmadælu sem hann hefur komið fyrir utan heimili sitt í sýslunni. Nefndin segir tónlistarmanninn hafa komið dælunni fyrir án leyfis. Lífið 24.5.2023 11:50
Karl hvattur til að beita sér vegna „svívirðilegrar“ ákvörðunar Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur. Erlent 24.5.2023 10:14