

Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu.
Farþegar í flugi Icelandair frá Veróna á Ítalíu á laugardaginn munu fá hlífðargrímur til að nota í fluginu. Þá mun áhöfnin nota hlífðarbúnað um borð og fyrst og fremst sinna öryggisskyldum sínum. Þannig verður ekki boðið upp á aðra almenna þjónustu eða sölu á meðan á flugi stendur.
Áhorfendur verða bannaðir á öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu næsta mánuðinn vegna útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi.
Stjórnvöld á Ítalíu íhuga nú að loka öllum skólum og háskólum um land allt næstu tvær vikurnar. Er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19.
Dauðsföll á Ítalíu vegna kórónuveirunnar í dag eru orðin 27 en fjöldi látinna hefur hækkað úr 52 upp í 79 síðasta sólarhringinn. Tæplega fimm hundruð smit hafa greinst í dag. Þau eru nú orðin 2.502 en í gær voru þau 2.036.
Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 gistu öll á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú.
Íslenskur maður sem staddur er í Madonna á Ítalíu segir Íslendinga og heimamenn vera hina rólegustu vegna kórónuveirunnar. Hann vissi ekki að hann yrði sendur í sóttkví við heimkomu enda var svæðið ekki skilgreint sem hættusvæði þegar hann fór út.
Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga.
Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví.
Flugvél með um sjötíu til áttatíu Íslendingum er væntanleg hingað til lands frá Veróna á Ítalíu næstkomandi laugardag. Ferðin er á vegum ferðaskrifstofunnar Vita en um er að ræða heimferð hóps sem fór út til Veróna í gær.
Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag.
Sérstakur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu lenti á sjötta tímanum í dag.
Tveir farþegar sem komu með flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag eru komnir í sóttkví.
Ekkert þeirra sýna sem rannsökuð hafa verið eftir að íslenskur karlmaður greindist með kórónuveiruna í gær hefur reynst jákvætt fyrir veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.
Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19.
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu.
Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum.
Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter.
Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið.
Búið er að staðfesta fyrstu Covid-19 kórónuveirusmitin í Austurríki og Króatíu.
Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar.
Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi.
Fimmta dauðsfallið af völdum kórónuveirunnar var staðfest á Ítalíu. ESB segir ekki koma til greina að takmarka ferðafrelsi innan álfunnar vegna útbreiðslu veirunnar sem sakir standa.
Suður-Kóreumenn hafa tilkynnt um að enn fjölgi þeim sem smitast hafa af Covid-19 veirunni í landiu en í morgun var greint frá 161 nýju smiti.
Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi í dag.
Berglind segir að þungt sé yfir fólki á Ítalíu vegna kórónaveirunnar Covid-19.
Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu.
Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu.
Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar.
Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar.