

Harpan iðar af menningu og lífi að vanda en samtökin Artists4Ukraine standa fyrir fjölbreyttri listasýningu þar um þessar mundir. Samtökin hafa á undanförnum mánuðum staðið fyrir ýmsum listviðburðum þar sem allur ágóði rennur óspart til góðgerðasamtaka í Úkraínu. Næstkomandi mánudag verður stór söfnunarviðburður á þeirra vegum í Kaldalóni.
Einstæð listasýning verður í dag opnuð í aðeins fjórar klukkustundir á óhefðbundnum stað á í vélsmiðju í miðju iðnaðarhverfi í Hafnarfirði.
„Síðustu tvö ár hef ég lítið málað og ég fann í byrjun árs að ég var hreinlega að springa úr þörf til að skapa,“ segir listakonan Mæja Sif Daníelsdóttir, sem opnar sýninguna Upprisa í Núllinu Gallerý næstkomandi fimmtudag.
Listamaðurinn Dafne Blade fer eigin leiðir í sinni listsköpun en skúlptúr verk háns á Erotic Heritage Museum í Las Vegas hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Í forgrunni verksins er eitt vinsælasta kynlífsleikfang dægurmenningar, töfrasprotinn, í rúmlega hundrað stykkjum sem saman mynda eina listræna heild.
Dagana fyrsta til þriðja janúar 2023 verður svokallað Auglýsingahlé á yfir 450 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg en Billboard efnir nú til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur.
Nokkrar af helstu perlum íslenskrar myndlistar verða sýndar á afar sérstæðri sýningu laugardaginn 1. október. Hún stendur aðeins yfir í fjórar klukkustundir og er í vélasölum Héðins í Helluhverfinu í Hafnarfirði.
Bræðurnir og listamennirnir Arngrímur Sigurðsson og Matthías Rúnar Sigurðsson standa fyrir samsýningu í Ásmundarsal sem ber nafnið Vættatal. Á sýningunni vinna þeir með hinar ýmsu skepnur og skoffín og er nóg af verum í salnum á borð við svokallaðar sýsiforlirfur og hafgúur.
Myndlistarmaðurinn og stjórnmálamaðurinn Snorri Ásmundsson kom virðulegum menningarvitum í Austurríki í opna skjöldu með Vínartónleikum sínum.
Stærsta listasafn Spánar viðurkennir að á safninu sé að finna meira en 60 listaverk sem einræðisstjórn Francos stal af réttmætum eigendum þeirra. Hundruð stolinna listaverka eru enn á söfnum í eigu ríkisins.
Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er óhrædd við að fara eigin leiðir í sinni listsköpun og takmarkar sig ekki við ákveðinn listmiðil. Þegar henni fannst striginn farinn að hafa áhrif á flæði listsköpunarinnar tók hún málin í eigin hendur og fór sjálf að smíða striga og ramma. Júlíanna Ósk Hafberg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.
Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er hugfangin af mjúkri, berskjaldaðri og kvenlægri orku en vinnustofa hennar og verk endurspegla það með sanni. Júlíanna Ósk notast við fjölbreytta miðla í listsköpun sinni, smíðar sína eigin ramma, opnaði vinnustofu í miðbænum og lætur ekkert stoppa sig en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.
Brad Pitt hefur alltaf verið þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum en nýjasta för hans innan listaheimsins er á svið myndhöggvara. Nú stendur yfir hans fyrsta listasýning en staðsetning hennar hefur vakið athygli.
Í gær opnaði sérstakur listviðburður í Austurríki að frumkvæði Kristínar A. Árnadóttur sendiherra Íslands gagnvart Austurríki. Viðburðurinn verður opinn um helgina og koma ýmsir íslenskir listamenn við sögu.
Fjöllistamaðurinn JóiPé hefur löngum verið tengdur við íslensku tónlistarsenuna en ásamt því að semja og flytja tónlist er hann myndlistarmaður. JóiPé opnar listasýningu á morgun í Gróskusal á Garðatorgi sem er tileinkuð ömmu hans, Margréti Thorlacius, en þau hafa alltaf átt sterkt og gott samband að sögn Jóa.
Pétur Geir Magnússon er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hann ræðir meðal annars um ástríðu sína fyrir lágmyndum og hvernig hann hefur þróað þessa ástríðu í listsköpun sinni.
Forsetamálverk Obama hjóna voru afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu í dag. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna líkti forsetastarfinu við boðhlaup.
Lágmyndir hafa heillað listamanninn Pétur Geir Magnússon frá ungum aldri og í dag hefur hann fært þær inn í nútímalegt form í listsköpun sinni. Pétur Geir, sem er búsettur og starfræktur í Stokkhólmi, er með bakgrunn í grafískri hönnun en kallar sig hagnýtan myndlistarmann og nálgast listaverk sín á einstakan hátt. Pétur Geir er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST, sem er jafnframt fyrsti þáttur í seríu tvö.
Listakonurnar og vinkonurnar Dóra Emilsdóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir hafa komið víða að í hinum listræna heimi en í dag opnar sýning þar sem þær sameina krafta sína undir heitinu „doubletrouble“. Sýningin heitir Portrett129 og er í Listvali á Granda að Hólmaslóð 6.
„Innblásturinn kemur alls staðar frá en kannski aðallega frá löngun til að komast út í náttúruna, að lifa nær henni og finna sinn stað í öllu saman,“ segir listakonan Julia Mai Linnea Maria um einkasýninguna INRE GRÖNSKA sem hún opnaði á dögunum í Vínstúkunni. Blaðamaður tók púlsinn á Juliu og fékk að heyra nánar frá listinni og lífinu.
Listamaðurinn Óskar Hallgrímsson er kominn aftur heim til Kænugarðs í Úkraínu eftir að hafa verið á Íslandi í nokkrar vikur. Hann segir ferðalagið hafa verið langt en hann sé feginn að vera kominn aftur heim, þrátt fyrir stríð í landinu.
Listakonan Sandra H. Andersen sækir innblástur í áhugaverðar konur í listsköpun sinni en hún hefur verið búsett í Bandaríkjunum síðastliðin átta ár, fyrst í Los Angeles og svo í New York þar sem hún býr í dag. Sandra stendur fyrir sýningunni Lag eftir lag sem er einungis opin á morgun, Menningarnótt, en blaðamaður heyrði í henni og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim.
Listræna kærustuparið Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson ætla að veita gestum og gangandi innsýn í skapandi hugarheima sína á Menningarnótt með opinni vinnustofu. Blaðamaður heyrði í Sögu og fékk að heyra nánar frá þessum viðburði.
Pétur Geir Magnússon opnaði sýninguna Annarskonar Annaspann síðastliðna helgi við góðar viðtökur. Yfir 200 manns mættu á opnunina og Pétur hefur nú þegar selt rúmlega helming verkanna.
Listamaðurinn Pétur Geir Magnússon sækir innblástur í náttúruna í sköpun sinni. Hann hefur komið að ýmsum skapandi greinum í gegnum tíðina og hefur augun sífellt opin fyrir nýjum hlutum. Amma hans og afi höfðu mótandi áhrif á myndlistarferil hans en Pétur Geir opnar listasýningu sína Annarskonar Annaspann í dag klukkan 14:00. Blaðamaður tók púlsinn á Pétri Geir og fékk að heyra nánar frá sýningunni og sköpunargleðinni.
Brjóstmynd af einu af þekktari ljóðskáldum þjóðarinnar, Þorsteini Valdimarssyni, sem staðið hefur í Trjásafninu í Hallormsstaðaskógi í áratugi, hefur verið brotin af stalli sínum og numin á brott.
Fjölhæfu listakonurnar Salka Rósinkranz og Tóta Kolbeinsdóttir halda uppi vinnustofu í Gryfjunni í Ásmundarsal í fjórar vikur þar sem þær vinna að bókverki. Þar hafa þær komið fyrir einföldu prentverkstæði og vinna að fjölfeldi einnar opnu á dag. Vinnustofan, sem nefnist Prenta bók, er opin öllum þar sem gestir geta haft áhrif á framvindu verksins með því að skrá hugtök og hugleiðingar í gestabók.
Listakonan Linda Jóhannsdóttir hefur komið víða að í hinum skapandi heimi og er á leið til Flórens í framhaldsnám í listum. Hún stendur fyrir sýningunni Ástarljóð sem opnar í dag klukkan 17:00 í Gallerí Sólveig Hólm. Linda hefur aðallega unnið list sína á pappír og er eigandi og hönnuður merkisins Pastelpaper en á þessari sýningu sýnir hún í fyrsta skipti stór abstrakt verk á stiga.
Málverk eftir Tarsila do Amaral, einn þekktasta listmálara Brasilíu, fannst falið undir rúmi meints svikahrapps í lögreglurassíu á Ipanema-strönd í Rio de Janeiro á miðvikudagsmorgun. Rassían tengdist margra milljarða listaverkastuldi og fjársvikum sem beindust að 82 ára gamalli konu.
Listamaðurinn Þórir Gunnarsson opnar nýja sýningu í Listasal Mosfellsbæjar í dag en opnunin fer fram frá klukkan 16:00-18:00 og boðið verður upp á léttar veitingar.
Parið Unnur Guðrún Þórarinsdóttir og Sigríður Hermannsdóttir sameina krafta sína í þágu hinsegin samfélagsins með sölu á listaverkum. Salan rennur til Samtakanna '78 og Hinseginleikans, sem bæði vinna mikilvægt og kraftmikið starf. Blaðamaður tók púlsinn á þeim Unni og Sigríði.