Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

33 prósenta hækkun en aðrir í verri stöðu

Augljóst er að einhverjir munu ekki ráða við þá auknu greiðslubyrði sem fylgir sífellt hækkandi vöxtum að sögn varaformanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Þess eru dæmi að mánaðarleg greiðsla fólks sé að hækka um meira en hundrað þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Setja hús Lands­bankans á Akur­eyri á sölu

Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta gæti orðið eitthvað högg“

Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, segir hætt við að seðlabankastjóri geri sig líklegan til að hækka áfram vexti ef stjórnvöld og vinnumarkaður leggi ekki sitt af mörkum til að knýja niður verðbólguna. Þar á hann við að lítið svigrúm sé til launahækkana eins og venjulega.

Innlent
Fréttamynd

„Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“

Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum

Innlent
Fréttamynd

Flýja hlutabréf vegna óvissu og lækkana á erlendum mörkuðum

Þótt efnahagshorfurnar hér á landi séu um margt betri en í okkar helstu viðskiptalöndum þá hafa verðlækkanir á íslenska hlutabréfamarkaðinum í mörgum tilfellum verið meiri en þekkist erlendis og er Úrvalsvísitalan niður um 15 prósent frá því um miðjan september. Áframhaldandi sala erlendra sjóða, aukin skortsala og hrina veðkalla gagnvart skuldsettum fjárfestum skýrir meðal annars þróunina að undanförnu, að sögn viðmælenda Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Tæknin sem allt sigrar – Netbankinn og fasteignamarkaðurinn

Flest allir átta sig á því að tækninni fleygir fram. Stökkin verða bæði örari og stærri. Þrátt fyrir það kemur það mörgum á óvart að sá hraði á einnig við um hversu hratt neytendur hefja notkun á nýrri tækni og því hvernig markaðir breytast hraðar en áður.

Skoðun
Fréttamynd

Vanguard keypti fyrir tvo milljarða í Arion banka

Bandaríska sjóðastýringarfélagið Vanguard fer með tæplega 0,8 prósenta eignarhlut í Arion eftir að hafa fjárfest í bankanum samhliða því að íslenski markaðurinn var færður upp í flokk nýmarkaðsríkja í byrjun síðastu viku.

Innherji
Fréttamynd

Endur­skoða þarf sér­ís­lenskar reglur um kaup­auka, segir með­eig­andi LOGOS

Það er ástæða til þess, að sögn Óttars Pálssonar, lögmanns og meðeiganda hjá LOGOS, að endurskoða núverandi takmarkanir á kaupaukum fjármálafyrirtækja með það fyrir augum að færa gildissvið þeirra og efnisreglur nær því sem þekkist í löndunum í kringum okkur. Séríslenskar takmarkanir á kaupaukum skerða samkeppnishæfni, hækka föst laun bankastarfsmanna verulega og geta jafnvel stuðlað að óæskilegri ákvarðanafælni.

Innherji
Fréttamynd

„Þetta voru losara­­leg tíma­­mörk“

Almenningur þarf enn að bíða eftir Íslandsbankaskýrslunni. Nú er gert ráð fyrir því að skýrslan verði gerð opinber í október en í upphafi var stefnt að því að skýrslan fengi að líta dagsins ljós í júní.  Yfirferð Ríkisendurskoðunar hefur tekið töluvert meiri tíma en áætlað var í upphafii en íkisendurskoðandi segir að töfin eigi sér málefnalegar skýringar.

Innlent
Fréttamynd

Bankastjóri Landsbankans segir samkeppni um innlán vera að aukast

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að ekki hægt sé að skoða innlánavexti banka í tómarúmi heldur þurfi að setja þá í samhengi við útlánavexti sem eru almennt lægri hjá Landsbankanum en öðrum íslenskum fjármálastofnunum. Samkeppnin um innlán sé hins vegar að aukast og bankinn muni taka kjör á bankareikningum til skoðunar.

Innherji
Fréttamynd

Sjálfvirkni rekur fleyg milli innlánsvaxta bankanna

Nýir og sjálfvirkir innlánsreikningar Íslandsbanka, sem hafa gert bankanum kleift að stórbæta vaxtakjörin í samanburði við Arion banka og Landsbankann, varpa ljósi á hversu mikill ávinningur er fólginn í sjálfvirknivæðingu og samkeppni í fjármálakerfinu. Vextirnir eru komnir í nánd við vextina á óbundnum reikningum Auðar, fjármálaþjónustu Kviku banka, sem hefur um nokkurt skeið boðið mun betri kjör en keppinautarnir.

Innherji
Fréttamynd

Tekist á um ríkiseign á bönkunum á Alþingi

Þingmaður Viðreisnar telur enga ástæðu fyrir ríkið að halda áfram að eiga hlut í Íslandsbanka og Landsbanka. Hægt væri að leysa út allt að fjögur hundruð milljarða með sölu þeirra til greiðslu skulda. Forsætisráðherra vill hins vegar að ríkið haldi ráðandi eign í Landsbankanum.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn ofmat umfang útlána til fyrirtækja um 150 milljarða

Umfang fyrirtækjalána í fjármálakerfinu jókst um rúmlega 87 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt leiðréttum tölum frá Seðlabanka Íslands. Þrátt fyrir að aukningin sé sú mesta sem sést hefur á milli fjórðunga frá því í árslok 2016 þá er hún aðeins tæplega þriðjungur af því sem fyrri tölur bankans höfðu sýnt.

Innherji