Björgunarsveitir Ferðamenn í vanda í ám á Fjallabaksleið og Þórsmörk Nokkur fjöldi ökumanna lenti í erfiðleikum í vaðinu í Hólmsá á Fjallabaksleið syðri síðdegis í gær og gærkvöldi, áður en þjóðvegur 1 var opnaður. Björgunarsveitamenn komu ferðamönnunum til aðstoðar en skilja þurfti þrjá bíla eftir. Innlent 29.7.2024 09:45 „Þó nokkur aðgerð“ að sækja göngumanninn sem steig í hver Um fimmtíu manns komu með einum eða öðrum hætti að björgunaraðgerð í dag þegar göngumaður í Kerlingarfjöllum steig ofan í hver og hlaut áverka á fæti. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús frá Ásgarði með þyrlu Landhelgisgæslunnar um áttaleytið í kvöld. Innlent 28.7.2024 21:09 Þyrlan í vandræðum með að sækja mann sem steig í hver Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar sem ætlaði að sækja slasaðan göngumann í Kerlingafjöllum þurfti frá að hverfa vegna slæms skyggnis. Göngumaðurinn er talinn vera með þriðja stigs bruna upp að hné eftir að hafa stigið ofan í hver. Innlent 28.7.2024 16:27 Sækja slasaðan göngumann í Kerlingarfjöll Björgunarsveitir frá uppsveitum Árnessýslu eru nú á leið inn í Kerlingarfjöll vegna slasaðs göngumanns, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Innlent 28.7.2024 14:55 Ferðamenn festu bíl á Fjallabaksleið nyrðri Ferðamenn festu bíl af gerðinni Dacia Duster í Jökulgilskvísl rétt vestan við Kýlinga á Fjallabaksleið nyrðri rétt fyrir hádegi í dag. Björgunarsveitir brugðust skjótt við, komu fólkinu til bjargar og fjarlægðu bílinn úr ánni. Innlent 28.7.2024 14:45 Féllu ofan í jökullón Sólheimajökuls Þyrla landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita á Norður- og Suðurlandi var kölluð út nú fyrir skömmu. Fyrst vegna reiðhjólaslyss í Ásbyrgi og síðan vegna tveggja ferðalanga sem féllu af sporði Sólheimajökuls og ofan í jökullónið. Innlent 24.7.2024 13:43 Dvaldi lengi í Engey áður en hún synti til baka í flasið á hvalaskoðunarskipi Kona sem viðbragðsaðilar leituðu að aðfaranótt sunnudags eftir að tilkynning barst um að hún hefði farið í sjóinn við Granda í Reykjavík fannst á lífi á mánudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það fólk í hvalaskoðunarbát sem fann hana. Innlent 17.7.2024 13:11 Þyrlan flutti slasaða göngukonu Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða göngukonu skammt frá Álftavatni, sem liggur við Laugaveginn, síðdegis í dag. Aðstandendur hennar voru í kjölfarið fluttir til byggða. Innlent 16.7.2024 19:01 Sex um borð þegar bátur strandaði í Viðey Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út af Landhelgisgæslunni í dag vegna vélavana báts rétt norðan við Viðey. Innlent 16.7.2024 17:07 Vélarvana bátur strandaði við Viðey Bátur varð vélarvana með sex manns um borð og rak hægt og rólega í áttina að Viðey þangað til að hann strandaði við eyjuna. Innlent 16.7.2024 14:51 Sækja slasaðan göngumann á Hornstrandir Björgunarfélag Ísafjarðar var boðað í morgun til björgunaraðgerða í Hornvík þar sem maður hafði slasast á fæti. Innlent 16.7.2024 13:23 Þorbjörn kominn heim eftir átta mánaða fjarveru Björgunarsveitin Þorbjörn hefur snúið aftur til húsakynna sína í Grindavík eftir átta mánaða fjarveru þar sem aðsetur sveitarinnar var fært til Njarðvíkur vegna jarðhræringanna. Innlent 16.7.2024 07:41 Útkall vegna skútu sem strandaði í Eyjafirði Landhelgisgæslan og Landsbjörg hafa sent nokkur skip til þess að aðstoða skútu sem er strand fyrir Gása í Eyjafirði. Innlent 7.7.2024 19:01 Fannst fyrir botni Birnudals Björgunaraðilar fundu göngumanninn sem leitað var í gær fyrir botni Birnudals og var hann látinn þegar þeir komu að honum. Innlent 6.7.2024 16:57 Göngumaðurinn fannst látinn Göngumaðurinn sem leitað var að í gærmorgun í fjalllendi í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði fannst látinn. Innlent 6.7.2024 12:00 Maðurinn fundinn en ekki hægt að segja til um ástand hans Göngumaðurinn sem björgunarsveitir og Landhelgisgæslan hafa leitað síðan klukkan sjö í morgun fannst á fjórða tímanum í dag í Suðursveitum. Innlent 5.7.2024 16:52 Ekki spurst til mannsins síðan snemma í gær Leit stendur enn yfir að manni við Skálafellsjökul á Suð-Austurlandi en mannsins hefur verið leitað síðan klukkan sjö í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út ásamt björgunarfólki Hornafjarðar en talið er að maðurinn sé búinn að vera einn á gangi á svæðinu síðan í gærmorgun. Innlent 5.7.2024 14:39 Hafa áhyggjur af göngumanni á Skálafellsjökli Þyrla Landhelgisgæslunnar er farin í loftið með tvo björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu að grennslast eftir göngumanni á Skálafellsjökli í Vatnajökli. Innlent 5.7.2024 11:18 Skipverji á strandveiðibát í bráðri hættu Þyrla Landhelgisgæslunnar og þrír björgunarbátar voru kallaðir út um klukkan 23 í gærkvöldi vegna leka í strandveiðibáti. Einn var um borð og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans vegna áverka. Viggó M. Sigurðsson, hjá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir að Landhelgisgæslan hafi metið það svo að hann hafi verið í bráðri hættu. Innlent 3.7.2024 08:41 Komu fótbrotnum göngumanni til bjargar Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Landmannalaugum sinnti í dag útkalli vegna göngumanns sem hafði dottið á Bláhnjúk skammt sunnan Landmannalauga. Innlent 2.7.2024 22:39 Trillan komin í land Björgunarsveitum barst tilkynning snemma í morgun um vélarvana trillu utan við Stafsnes á Reykjanesskaga. Einn var um borð í trillunni sem siglt var með í togi til Sandgerðis Innlent 2.7.2024 06:49 Fórna sumarfríinu til að hjálpa fólki á hálendinu Fyrsta hálendisvakt sumarsins leggur af stað upp úr hádegi. Tólf björgunarsveitarmenn sjá um fyrstu vaktina og segir einn þeirra gleðina vera ein af aðalástæðunum fyrir því að fólk nýti sumarfríið sitt í að bjarga ferðamönnum. Innlent 30.6.2024 12:54 Sigldu um allan Breiðafjörð vegna lítils báts með bilað stýri Tvö björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kölluð út í dag til að aðstoða fiskibáta í vandræðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Innlent 27.6.2024 18:39 Fiskibátur strandaði í Patreksfirði Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar var kallað út í dag þegar lítill fiskibátur strandaði í mynni Patreksfjarðar. Innlent 24.6.2024 21:44 Komu slösuðum skipverja til bjargar Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Neskaupstað og á Patreksfirði voru kölluð út í nótt og snemma í morgun til aðstoða tvo fiskibáta. Innlent 24.6.2024 11:54 Björgunarsveitir sinntu reiðslysi og gönguslysi í gær Björgunarsveitir á Suður- og Vesturlandi brugðust við tveimur útköllum í tengslum við útivist í gær, annars vegar vegna reiðslyss í Borgarfirði og hins vegar vegna gönguslyss í Þórsmörk. Innlent 16.6.2024 08:20 Björgunarsveit kölluð út í Þórsmörk Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út síðdegis í dag vegna konu sem hafði slasast á fæti. Sigurbjörg Metta Sigurrósdóttir hjá Landsbjörgu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Innlent 15.6.2024 15:28 Björguðu hesti úr sjálfheldu í Skagafirði Þrír straumvatnsbjörgunarmenn á vegum Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveit björguðu í kvöld hesti úr sjálfheldu á sandhólma á Héraðsvötnum í Skagafirði. Innlent 11.6.2024 22:44 Fólki bjargað á landi sem sjó Skúta komst í hann krappann á Suðurlandi, lítill fiskibátur á Patreksfirði sömuleiðis og ferðamenn á Mývatnsheiði festu bíla sína. Björgunarsveitarfólk hefur haft í nægu að snúast síðan í nótt. Innlent 5.6.2024 16:01 Fjárhagslegt högg fyrir björgunarfélagið að missa flugeldasýninguna Hin árlega flugeldasýning á Jökulsárlóni verður ekki haldin í ár. Sýningin í fyrra var líklega sú síðasta sem haldin hefur verið við lónið. Um er að ræða fjárhagslegt högg fyrir Björgunarfélag Hornafjarðar, sem séð hefur um sýninguna. Innlent 5.6.2024 14:32 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 45 ›
Ferðamenn í vanda í ám á Fjallabaksleið og Þórsmörk Nokkur fjöldi ökumanna lenti í erfiðleikum í vaðinu í Hólmsá á Fjallabaksleið syðri síðdegis í gær og gærkvöldi, áður en þjóðvegur 1 var opnaður. Björgunarsveitamenn komu ferðamönnunum til aðstoðar en skilja þurfti þrjá bíla eftir. Innlent 29.7.2024 09:45
„Þó nokkur aðgerð“ að sækja göngumanninn sem steig í hver Um fimmtíu manns komu með einum eða öðrum hætti að björgunaraðgerð í dag þegar göngumaður í Kerlingarfjöllum steig ofan í hver og hlaut áverka á fæti. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús frá Ásgarði með þyrlu Landhelgisgæslunnar um áttaleytið í kvöld. Innlent 28.7.2024 21:09
Þyrlan í vandræðum með að sækja mann sem steig í hver Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar sem ætlaði að sækja slasaðan göngumann í Kerlingafjöllum þurfti frá að hverfa vegna slæms skyggnis. Göngumaðurinn er talinn vera með þriðja stigs bruna upp að hné eftir að hafa stigið ofan í hver. Innlent 28.7.2024 16:27
Sækja slasaðan göngumann í Kerlingarfjöll Björgunarsveitir frá uppsveitum Árnessýslu eru nú á leið inn í Kerlingarfjöll vegna slasaðs göngumanns, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Innlent 28.7.2024 14:55
Ferðamenn festu bíl á Fjallabaksleið nyrðri Ferðamenn festu bíl af gerðinni Dacia Duster í Jökulgilskvísl rétt vestan við Kýlinga á Fjallabaksleið nyrðri rétt fyrir hádegi í dag. Björgunarsveitir brugðust skjótt við, komu fólkinu til bjargar og fjarlægðu bílinn úr ánni. Innlent 28.7.2024 14:45
Féllu ofan í jökullón Sólheimajökuls Þyrla landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita á Norður- og Suðurlandi var kölluð út nú fyrir skömmu. Fyrst vegna reiðhjólaslyss í Ásbyrgi og síðan vegna tveggja ferðalanga sem féllu af sporði Sólheimajökuls og ofan í jökullónið. Innlent 24.7.2024 13:43
Dvaldi lengi í Engey áður en hún synti til baka í flasið á hvalaskoðunarskipi Kona sem viðbragðsaðilar leituðu að aðfaranótt sunnudags eftir að tilkynning barst um að hún hefði farið í sjóinn við Granda í Reykjavík fannst á lífi á mánudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það fólk í hvalaskoðunarbát sem fann hana. Innlent 17.7.2024 13:11
Þyrlan flutti slasaða göngukonu Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða göngukonu skammt frá Álftavatni, sem liggur við Laugaveginn, síðdegis í dag. Aðstandendur hennar voru í kjölfarið fluttir til byggða. Innlent 16.7.2024 19:01
Sex um borð þegar bátur strandaði í Viðey Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út af Landhelgisgæslunni í dag vegna vélavana báts rétt norðan við Viðey. Innlent 16.7.2024 17:07
Vélarvana bátur strandaði við Viðey Bátur varð vélarvana með sex manns um borð og rak hægt og rólega í áttina að Viðey þangað til að hann strandaði við eyjuna. Innlent 16.7.2024 14:51
Sækja slasaðan göngumann á Hornstrandir Björgunarfélag Ísafjarðar var boðað í morgun til björgunaraðgerða í Hornvík þar sem maður hafði slasast á fæti. Innlent 16.7.2024 13:23
Þorbjörn kominn heim eftir átta mánaða fjarveru Björgunarsveitin Þorbjörn hefur snúið aftur til húsakynna sína í Grindavík eftir átta mánaða fjarveru þar sem aðsetur sveitarinnar var fært til Njarðvíkur vegna jarðhræringanna. Innlent 16.7.2024 07:41
Útkall vegna skútu sem strandaði í Eyjafirði Landhelgisgæslan og Landsbjörg hafa sent nokkur skip til þess að aðstoða skútu sem er strand fyrir Gása í Eyjafirði. Innlent 7.7.2024 19:01
Fannst fyrir botni Birnudals Björgunaraðilar fundu göngumanninn sem leitað var í gær fyrir botni Birnudals og var hann látinn þegar þeir komu að honum. Innlent 6.7.2024 16:57
Göngumaðurinn fannst látinn Göngumaðurinn sem leitað var að í gærmorgun í fjalllendi í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði fannst látinn. Innlent 6.7.2024 12:00
Maðurinn fundinn en ekki hægt að segja til um ástand hans Göngumaðurinn sem björgunarsveitir og Landhelgisgæslan hafa leitað síðan klukkan sjö í morgun fannst á fjórða tímanum í dag í Suðursveitum. Innlent 5.7.2024 16:52
Ekki spurst til mannsins síðan snemma í gær Leit stendur enn yfir að manni við Skálafellsjökul á Suð-Austurlandi en mannsins hefur verið leitað síðan klukkan sjö í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út ásamt björgunarfólki Hornafjarðar en talið er að maðurinn sé búinn að vera einn á gangi á svæðinu síðan í gærmorgun. Innlent 5.7.2024 14:39
Hafa áhyggjur af göngumanni á Skálafellsjökli Þyrla Landhelgisgæslunnar er farin í loftið með tvo björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu að grennslast eftir göngumanni á Skálafellsjökli í Vatnajökli. Innlent 5.7.2024 11:18
Skipverji á strandveiðibát í bráðri hættu Þyrla Landhelgisgæslunnar og þrír björgunarbátar voru kallaðir út um klukkan 23 í gærkvöldi vegna leka í strandveiðibáti. Einn var um borð og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans vegna áverka. Viggó M. Sigurðsson, hjá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir að Landhelgisgæslan hafi metið það svo að hann hafi verið í bráðri hættu. Innlent 3.7.2024 08:41
Komu fótbrotnum göngumanni til bjargar Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Landmannalaugum sinnti í dag útkalli vegna göngumanns sem hafði dottið á Bláhnjúk skammt sunnan Landmannalauga. Innlent 2.7.2024 22:39
Trillan komin í land Björgunarsveitum barst tilkynning snemma í morgun um vélarvana trillu utan við Stafsnes á Reykjanesskaga. Einn var um borð í trillunni sem siglt var með í togi til Sandgerðis Innlent 2.7.2024 06:49
Fórna sumarfríinu til að hjálpa fólki á hálendinu Fyrsta hálendisvakt sumarsins leggur af stað upp úr hádegi. Tólf björgunarsveitarmenn sjá um fyrstu vaktina og segir einn þeirra gleðina vera ein af aðalástæðunum fyrir því að fólk nýti sumarfríið sitt í að bjarga ferðamönnum. Innlent 30.6.2024 12:54
Sigldu um allan Breiðafjörð vegna lítils báts með bilað stýri Tvö björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kölluð út í dag til að aðstoða fiskibáta í vandræðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Innlent 27.6.2024 18:39
Fiskibátur strandaði í Patreksfirði Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar var kallað út í dag þegar lítill fiskibátur strandaði í mynni Patreksfjarðar. Innlent 24.6.2024 21:44
Komu slösuðum skipverja til bjargar Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Neskaupstað og á Patreksfirði voru kölluð út í nótt og snemma í morgun til aðstoða tvo fiskibáta. Innlent 24.6.2024 11:54
Björgunarsveitir sinntu reiðslysi og gönguslysi í gær Björgunarsveitir á Suður- og Vesturlandi brugðust við tveimur útköllum í tengslum við útivist í gær, annars vegar vegna reiðslyss í Borgarfirði og hins vegar vegna gönguslyss í Þórsmörk. Innlent 16.6.2024 08:20
Björgunarsveit kölluð út í Þórsmörk Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út síðdegis í dag vegna konu sem hafði slasast á fæti. Sigurbjörg Metta Sigurrósdóttir hjá Landsbjörgu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Innlent 15.6.2024 15:28
Björguðu hesti úr sjálfheldu í Skagafirði Þrír straumvatnsbjörgunarmenn á vegum Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveit björguðu í kvöld hesti úr sjálfheldu á sandhólma á Héraðsvötnum í Skagafirði. Innlent 11.6.2024 22:44
Fólki bjargað á landi sem sjó Skúta komst í hann krappann á Suðurlandi, lítill fiskibátur á Patreksfirði sömuleiðis og ferðamenn á Mývatnsheiði festu bíla sína. Björgunarsveitarfólk hefur haft í nægu að snúast síðan í nótt. Innlent 5.6.2024 16:01
Fjárhagslegt högg fyrir björgunarfélagið að missa flugeldasýninguna Hin árlega flugeldasýning á Jökulsárlóni verður ekki haldin í ár. Sýningin í fyrra var líklega sú síðasta sem haldin hefur verið við lónið. Um er að ræða fjárhagslegt högg fyrir Björgunarfélag Hornafjarðar, sem séð hefur um sýninguna. Innlent 5.6.2024 14:32