Slökkvilið

Mikilvægt að huga að forvörnum: „Vatnið finnur sér alltaf leið“
Mikilvægt er að sinna forvörnum svo ekki komi til vatnstjóns vegna mikillar frosthörku í vetur segir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Sérstaklega þurfi að huga að útveggjum og þakrennum. Forstjóri verslunar í Reykjavík segir betur hafa farið en á horfðist vegna leka um áramótin.

Sá eftir því að hafa ekki gifst konunni sinni og knúsað krakkana
Heiðar Örn Jónsson slökkviliðsmaður var hætt kominn þegar hann sótti lík leiðsögumanns sem látist hafði í íshelli á Hofsjökli af völdum gasmengunar. Heiðar Örn fór ósofinn í verkefnið, festi fót sinn og litlu munaði að illa færi.

Slökkvilið kallað til vegna lítils háttar elds á Nordica
Dælubíll slökkviliðs ásamt sjúkrabílum var boðaður á Hilton Nordica hótel vegna reyks rétt í þessu.

Eldur í bíl við Furugrund
Eldur kviknaði í bíl við Furugrund í Kópavogi fyrir skömmu síðan. Aðrir bílar voru í hættu en slökkviliðsmönnum tókst að slökkva eldinn í tæka tíð.

Harpa rýmd vegna bilunar á úðunarkerfi
Harpa var rýmd nú rétt í þessu vegna bilunar á úðunarkerfi. Gestir á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar þurftu að yfirgefa Eldborgarsalinn.

Betur fór en á horfðist í Hafnarfirði
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði í nægu að snúast síðastliðinn sólarhring. Þar bar hæst útkall í Hafnarfirði þar sem eldur hafði kviknað í þaki fjölbýlishúss. Betur fór en á horfðist, að sögn slökkviliðsins.

Eldur logaði í þaki fjölbýlishúss í Hafnarfirði
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu vann að því fyrr í kvöld að ráða niðurlögum elds sem kviknaði í þaki fjölbýlishúss við Breiðvang í Hafnarfirði.

Íbúar óttaslegnir vegna annarrar sprengjuárásar í Hraunbænum
Íbúi sem býr í porti þar sem eldur kom upp á svölum íbúðar við Hraunbæ í Árbæ segir árásina tengda hnífstunguárásinni á Bankastræti Club. Hann segir íbúa í nágrenni við íbúðina vera í ansi miklu sjokki. Einn aðili tengdur árásinni býr í íbúðinni.

Vatnsleki í World Class Laugum
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna vatnsleka í líkamsræktarstöðinni World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík upp úr klukkan sex í morgun.

Kallað út vegna elds á svölum íbúðar í Árbæ
Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds á svölum íbúðar við Hraunbæ í Reykjavík upp úr klukkan eitt í nótt.

Flæddi inn í tvö hús þegar vatnslögn rofnaði á Kársnesi
Slökkvilið höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að vatnslögn rofnaði á Kársnesi í Kópavogi á sjötta tímanum í morgun. Kaldavatnslaust er á Kársnesi.

Eldur kom upp í vinnuskúr og bíl á Kjalarnesi
Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út eftir að tilkynnt var um eld í vinnuskúr og bíl á Kjalarnesi í gærkvöldi.

Bílskúr brann á Kjalarnesi
Kalla þurfti slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins út í kvöld eftir að eldur kviknaði í bílskúr á Kjalarnesi. Bílskúrinn er nánar tiltekið við gamla bæinn í Saltvík en eldurinn var bundinn við bílskúrinn og bíl sem stóð við hann.

Eldvarnir í dagsins önn
Senn gengur í garð hátíð ljóss og friðar og þá tendrum við gjarnan jólaljós og spreytum okkur í eldhúsinu. Oft er minnt á mikilvægi þess að eldvarnir séu í lagi í desember þegar við bætum í rafmagns- og kertanotkun en vissulega þurfa þær að vera í lagi allan ársins hring. Ekki síst þegar við horfum á breytta virkni heimila vegna áhrifa frá lífsstíl nútímafólks.

Vatnsleki í húsi Orkuveitu Reykjavíkur
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna vatnsleka í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls í Reykjavík í nótt.

Eldur í álverinu í Straumsvík
Eldur kviknaði í vinnuvél inni í skála í álverinu í Straumsvík klukkan 18:30. Fjórir dælubílar voru sendir á vettvang.

Pottur á eldavél olli eldsvoða
Alls fór slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í 131 útkall síðastliðinn sólarhring. Dælubílar fóru í sex útköll.

Eldur í íbúð við Berjavelli í Hafnarfirði
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í íbúð við Berjavelli í Vallahverfi í Hafnarfirði upp úr klukkan 12 í dag.

Segir kynlífsverkafólk búa yfir viðkvæmum upplýsingum um blaða- og alþingismenn
Anna Karen Sigurðardóttir, húðflúrlistamaður sem tók þátt í gerð kynlífsmyndbands í slökkviliðsbifreið í höfuðstöðvum Slökkviliðsins í Skógarhlíð, myndbands sem hefur dregið dilk á eftir sér, er afar ósátt við það hvernig ýmsir fjölmiðlar hafa fjallað um málið.

Vörubíll og fólksbíll lentu í árekstri undir Akrafjalli
Árekstur varð undir Akrafjalli klukkan tæplega fjögur í dag. Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi og búið er að opna veginn á ný.

Þingmenn kasta á milli sín heitri klámkartöflu
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarps þar sem lagt er til að felld verði út refsiheimild almennra hegningarlaga vegna birtingar kláms á prenti, innflutnings þess í útbreiðsluskyni, sölu og útbýtingar eða annars konar dreifingar þess.

Gekk vel að slökkva eldinn í Skorradal
Slökkviliðsmönnum í Borgarbyggð gekk mjög vel að slökkva eld sem kviknaði í sumarbústað í Skorradal í morgun. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, segir áhöfn fyrsta bílsins sem mætti á vettvang hafa verið fljóta að ná tökum á eldinum.

Starfsmanninum sem ber ábyrgð á kynlífsmyndbandinu sagt upp
Í ljós hefur komið að starfsmaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu ber ábyrgð á kynlífsmyndbandi sem tekið var upp í sjúkrabifreið og fór í dreifingu. Starfsmanninum hefur verið sagt upp.

Kaldir og blautir eftir svaðilför við Elliðavatn
Betur fór en á horfðist í gær þegar tíu og ellefu ára drengir lentu í vandræðum á Elliðavatni þegar þeir fóru út á ísilagt vatnið og ísinn brotnaði undan þeim. Þeir komust í land, kaldir og blautir með aðstoð slökkviliðsins. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aldrei óhætt að fara út á ísilagt vatn.

Slökkvilið kallað til til að reykræsta á Klapparstíg
Klukkan 22:22 barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu ósk um aðstoð við reykræstingu í íbúðarhúsnæði á Klapparstíg. Sjúkrabíll var einnig sendur á vettvang til að athuga ástand íbúa.

Bjargað eftir að hafa orðið strandaglópar á Elliðavatni
Þrír ungir drengir urðu strandaglópar úti á Elliðavatni um klukkan fjögur í dag.

Kallað út eftir að maður hafnaði í sjónum við Gullinbrú
Slökkvilið höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að tilkynnt var að maður hafði farið í sjóinn við Gullinbrú í Reykjavík um klukkan 11:30.

Uppþvottavél brann yfir í húsnæði FÍH
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með talsverðan viðbúnað við húsnæði FÍH í Rauðagerði seinni partinn í dag þegar eldur kviknaði út frá uppþvottavél og mikinn reyk lagði um húsnæðið. Að sögn formanns félagsins fór betur en á horfðist og góð viðvörunarkerfi hafi sannað gildi sitt.

Mikill viðbúnaður slökkviliðs í Rauðagerði
Lögregla og slökkvilið eru með mikinn viðbúnað við Rauðagerði í Reykjavík þessa stundina. Aðgerðirnar standa yfir við bakhús húss Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH. Búið er að ráða niðurlögum elds sem kviknaði inni í húsinu en reykræsting stendur enn yfir.

Töluverður eldur kviknaði í álþynnuverksmiðju TDK
Engin meiðsl urðu á fólki þegar eldur kviknaði í framleiðslutæki í álþynnuverksmiðju TDK á Krossanesi við Eyjafjörð í dag. Tveir voru þó fluttir til aðhlynningar á sjúkrahús til öryggis vegna mögulegrar reykeitrunar, að sögn slökkviliðs.