Íran

Írakska þingið vill erlenda hermenn burt
Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst.

Segir ekki miklar líkur á stórfelldum hernaðaraðgerðum eftir dauða Solemani
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu í Íran ef stjórnvöld þar láti verða af hótunum sínum um að hefna dauða Qasim Solemani.

Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk
Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags.

Bresk herskip fylgja breskum skipum í Persaflóa
Skip breska sjóhersins hafa verið kölluð til viðveru í Persaflóa vegna ólgunnar sem myndast hefur eftir að Bandaríski herinn réð Íranska hershöfðingjann Qasem Soleimani af dögum.

Ráðist „hratt og harkalega“ á Íran ef Bandaríkin verða fyrir árás
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varað við því að Bandaríkin hafi augun á 52 "skotmörkum“ í Íran og muni aðhafast "mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt.

Benda Írökum á að halda sig frá bandarískum herstöðvum
Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins.

Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak
Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom.

Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“
Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags.

Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn
Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni.

Katrín segir leiðtoga heimsins þurfa að sýna ábyrgð
Katrín Jakobsdóttir segir að koma þurfi í veg fyrir frekari stigmögnun spennu við Persaflóa.

Segir að árásin hafi verið gerð til að koma í veg fyrir stríð
Donald Trump forseti Bandaríkjanna hélt blaðamannafund í kvöld vegna drónaárásarinnar.

Allt á suðupunkti vegna árásar næturinnar
Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið á hátt settum hershöfðingja. Bandaríkjamenn gerðu drónaárás á bílalest hans í Írak í nótt og er allt á suðupunkti á milli ríkjanna tveggja.

Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu.

Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja
Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum.

Engin áhrif á bensínverð hér á landi
Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt.

Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani
Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum.

Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum
Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt.

Boðar frekari árásir á sveitir Íran
Yfirvöld Íran og vopnaðir hópar sem ríkið styður hyggja mögulega á fleiri árásir í Mið-Austurlöndum sem beinast gegn Bandaríkjunum. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna eru þó tilbúnir til fyrirbyggjandi árása samkvæmt varnarmálaráðherra ríkisins.

Stöðvuðu háþróaðan eldflaugabúnað á leið til Jemen
Áhöfn bandarísks herskips lagði nýverið hald á búnað sem talinn er vera úr eldflaugum frá Íran.

Greindi loks frá dauða mótmælenda
Ríkisútvarpið í Íran sagði í morgun loks frá því að öryggisveitir hafi skotið mótmælendur til bana í landinu síðustu vikurnar.

Írakskir mótmlendur brenndu niður íranska ræðismannsskrifstofu
Írakskir mótmælendur kveiktu í íranskri ræðismannsskrifstofu í dag en sex mótmælendur voru myrtir af öryggissveitum sem skutu mótmælendur á færi.

Kveiktu í 731 bankaútibúi og 140 opinberum byggingum
Innanríkisráðherrann segir að um 200 þúsund manns hafi tekið þátt í uppþotunum sem blossuðu upp eftir að yfirvöld ákváðu að hækka eldsneytisverð verulega.

Vildu kenna Bandaríkjunum lexíu
Forsvarsmenn herafla Írans vildu refsa Bandaríkjunum fyrir að slíta sig frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða og beita Íran viðskiptaþvingunum á nýjan leik og réðust því á olíuvinnslu Sádi-Arabíu.

Óttast fjölda dauðsfalla í mótmælunum í Íran
Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjölmargir séu dánir eftir umfangsmikil mótmæli þar í landi.

Lést eftir MMA-bardaga
Írönsk kona lést eftir MMA-bardaga í Southampton á Englandi.

Lokað fyrir netið í Íran
Mikil mótmæli hafa staðið yfir í Íran frá því á fimmtudag þegar verð á olíu var hækkað um allt að 300 prósent.

Mótmælt um allt Íran eftir að eldsneytisverð hækkaði um 50 prósent
Mótmæli hafa brotist út víða í Íran eftir að ríkisstjórnin þar í landi lýsti því yfir að eldsneyti yrði skammtað og að verð þess yrði hækkað.

Úranagnir fundust á leynilegum stað í Íran
Alþjóðlega kjarnorkustofnunin (IAEA) fann úraneindir í starfsstöð í Íran sem hafði ekki verið tilkynnt af írönskum yfirvöldum.

Fimm látnir eftir skjálfta í Íran
Að minnsta kosti fimm eru látnir og 120 slösuðust eftir jarðskjálfta sem varð í Íran í í nótt.

Íranar afturkalla umboð kjarnorkueftirlitsmanns
Bandaríkjastjórn segir meðferð Írana á alþjóðlegum eftirlitsmanni svívirðilega ögrun.