Ísrael

Fréttamynd

„Þessi að­gerð lukkaðist vel“

Íslensk og erlend náttúruverndarsamtök báðu, að sögn ísraelsks fjölmiðils, ísraelska njósnafyrirtækið Black Cube um að rannsaka mál sem varð tilefni til tálbeituaðgerðar fyrirtækisins sem beindist að Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar.

Innlent
Fréttamynd

Hvernig getur þú stutt þjóðar­morð?

Öll vitum við að árangursríkasta leiðin til að styðja þjóðarmorð er ekki að segja beint út „ég styð þjóðarmorð“. Það sama á við um þá sem ætla að fremja þjóðarmorð. Þeir segja ekki „ég ætla að fremja þjóðarmorð“, þeir segja „við verðum að drepa alla þá sem ógna okkur og því miður munum við í leiðinni drepa öll börnin þeirra, frændur, frænkur, foreldra, afa og ömmur, en það er í raun þeim sem ógna okkur að kenna.“

Skoðun
Fréttamynd

Vopna­hléið heldur en í­búar Gasa telja sig svikna

Vopnahlé sem tók gildi milli Ísraela og Hezbollah í nótt hefur haldið að mestu í dag, þó það þyki brothætt og að Ísraelar hafi varpað sprengjum á tvö þorp í suðurhluta Líbanon. Fólk sem þurft hefur að flýja heimili sín streymir til suðurs þó herir bæði Ísrael og Líbanon hafi varað fólk við því.

Erlent
Fréttamynd

Vopna­hlé milli Ísraels og Líbanon í höfn

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels mun leggja fram tillögu um vopnahlé milli Ísraels og Líbanon fyrir ríkisstjórn sína til samþykktar. Þetta tilkynnti ráðherrann í kvöld en ítrekaði að vopnahlé í Líbanon hafi engin áhrif á stríðið á Gasa. 

Erlent
Fréttamynd

Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum

Ísraelski herinn tilkynnti í dag umfangsmiklar loftárásir í Beirút, höfuðborg Líbanon. Þær voru tilkynntar skömmu áður en Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, mun funda með ráðherrum sínum um mögulegt vopnahlé milli Ísraela og Hezbollah-samtakanna.

Erlent
Fréttamynd

Ís­land virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir Ísland virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag sama hver eigi í hlut. Dómstóllinn gaf í fyrradag út handtökuskipanir á hendur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, og þremur leiðtogum Hamas, sem allir eru taldir látnir.

Innlent
Fréttamynd

Trump-liðar heita að­gerðum gegn sakamáladómstólnum

Ráðamenn í Ísrael hafa brugðist reiðir við ákvörðun dómara Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) að gefa út handtökuskipun á hendur forsætisráðherra og fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael. Báðir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu á Gasa, þar sem Ísraelar hafa verið að gera mannskæðar árásir í rúmt ár.

Erlent
Fréttamynd

Gefa út hand­töku­skipun á hendur Netanjahú

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. 

Erlent
Fréttamynd

Felldu tals­mann Hez­bollah í mið­borg Beirút

Aðaltalsmaður Hezbollah-samtakanna féll í loftárás Ísraelshers á miðborg Beirút í Líbanon í dag. Ísraelar hafa gert harðar árásir á Líbanon undanfarnar vikur en fæstar þeirra hafa verið á miðborgina.

Erlent
Fréttamynd

Hætta sem sátta­semjarar í deilu Ísraela og Hamas

Ríkisstjórn Katar hefur tilkynnt Bandaríkjamönnum og Ísraelum að ríkið muni hætta hlutverki sínu sem sáttasemjari í deilu Ísraela og Hamas-samtakanna. Telur ríkisstjórnin að viðræður séu til einskis á meðal aðilar séu ekki í góðri trú. 

Fréttir
Fréttamynd

Ráðist á ís­raelska stuðnings­menn í Amsterdam

Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump

Þjóðarleiðtogar heimsins og aðrir leiðtogar eru byrjaðir að kasta kveðjum á Donald Trump og hrósa honum fyrir væntanlegan sigur hans í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Þeirra á meðal eru Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands.

Erlent
Fréttamynd

Morgun­blaðið, ís­lenska hægrið og Ísrael

Síðan árás Hamas á Ísrael átti sér stað þann 7. október í fyrra hafa ýmsir stungið niður penna í viðleitni til að réttlæta það morðæði sem Ísraelsríki hefur staðið fyrir á Gaza, þar sem tugþúsundir alsaklausra borgara hafa verið myrtar eða limlestar og því sem næst allir íbúarnir sveltir, sviptir lífsviðurværinu og reknir á vergang.

Skoðun
Fréttamynd

Segir ís­lenska ríkið for­dæma á­kvörðun ísraelska þingsins

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir ákvörðun ísraelska þingsins um að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt samþykkt þingsins á stofnunin að láta af starfsemi innan 90 daga.

Innlent
Fréttamynd

Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah

Forsvarsmenn Hezbollah samtakanna í Líbanon tilkynntu í morgun að Naim Qassem myndi taka við stjórnartaumunum af Hassan Nasrallah, sem felldur var í loftárás í síðasta mánuði. Qassem var næstráðandi Hezbollah en Hashem Safieddine, sem var arftaki Nasrallah, var einnig felldur í loftárás í byrjun október.

Erlent