Sádi-Arabía

Fyrrverandi forseti Túnis er látinn
Zine al Abidine Ben Ali, fyrrverandi forseti Norður-Afríkuríkisins Túnis er látinn, 83 ára að aldri.

Hóta árásum á víxl
Spennan á milli Írans og Bandaríkjanna heldur áfram að aukast. Utanríkisráðherra Írans hótar stríði, geri Bandaríkjamenn eða Sádi-Arabar árás.

„Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran
Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði.

Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum
Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina.

Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni
Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina.

Fullyrða að árásirnar hafi verið gerðar frá Íran
Bandarískir embættismenn segja að drónar og flugskeytin í loftárásunum á sádiarabískar olíulindir um helgina hafi komið frá sunnanverðu Íran.

Gefur lítið fyrir viðræður við Trump
Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða.

Olíuverð hækkaði um fimmtán prósent í gær
Ástæðan eru árásir sem gerðar voru á olíuvinnslustöð í Sádi-Arabíu á laugardag en við það minnkaði olíuframleiðsla heimsins um fimm prósent.

Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina.

Krefst þess að alþjóðasamfélagið hafni aðgerðum Bandaríkjanna
Orkumálaráðherra Írans ósáttur vegna ásakana Bandaríkjamanna um árás á Sádi-Arabíu. Fer fram á fordæmingu vegna "efnahagshryðjuverka“.

Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar
Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina.

Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum.

Olíuverð snarhækkaði í Asíu
Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina.

Olíuverð hækkar í kjölfar árása
Búast má við meiri hækkun á komandi dögum.

Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi
Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim.

Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu
Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag.

Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar.

Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir
Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum.

„Ekki gera það, þið munuð kæfa mig“
Tyrkneskt dagblað birti í fyrradag afrit af hljóðupptöku sem sögð er af samtali sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi og morðingja hans áður en þeir myrtu hann á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun október í fyrra.

Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar mögulega samsekir um stríðsglæpi í Jemen
Í óbirtri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um mögulega stríðsglæpi í átökunum í Jemen, sem hafa staðið yfir í um fjögur ár, eru báðar hliðar sakaðar um stríðsglæpi.

Yfir hundrað manns féllu í loftárásum Sáda á fangelsi
Bandalagsher Sáda segist aðeins hafa ráðist á birgðastöð þar sem drónar og flugskeyti hafi verið geymd.

Konur í Sádi-Arabíu geta ferðast án leyfis karlmanna
Sádi arabískar konur hafa nú leyfi til að ferðast utan landsteinana án leyfis fylgdarmanns.

Rannsaka tengsl framboðs og stjórnar Trump við arabíuríki
Helsti fjáraflari framboðs Trump var í nánum samskiptum við Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmin í kosningabaráttunni og í upphafi valdatíðar forsetans.

Mistókst að koma í veg fyrir vopnasölu til Sádi-Arabíu
Donald Trump forseti beitti á dögunum neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að hætt yrði við söluna.

Trump beitti neitunarvaldi vegna vopnasölusamnings
Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti í gærkvöldi neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að stór vopnasölusamningur til Sádi Arabíu yrði afturkallaður.

Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár
Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn.

Falla frá stórri pöntun á Boeing 737 Max vélum
Sádí-arabíska lággjaldaflugfélagið Flyadeal, hefur tekið ákvörðun um að draga pöntun sína á þrjátíu Boeing 737 Max vélum til baka.

Trump nefndi vopnakaup Sáda þegar hann var spurður um rannsókn á Khashoggi
Trump ræddi málið í viðtali við NBC sjónvarpstöðina fyrr í dag og benti í því samhengi á mikil vopnaviðskipti Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. Kaup Sáda á bandarískum vopnum nemi háum fjárhæðum sem búi til störf í heimalandinu.

Hafna áliti um þátt prinsins í morðinu
Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu,hafnaði í gær því sem segir í nýrri skýrslu sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um aftökur án dóms og laga, um að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að Mohammed bin Salman krónprins og aðrir hátt settir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi.

Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi
Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag.