Suður-Kórea Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Erlent 23.2.2022 07:43 Óttast nýjar tilraunir með langdrægar eldflaugar Yfirvöld í Kína staðfestu í morgun að meðaldrægri eldflaug, sem gæti verið skotið að Gvam, hafi verið skotið á loft um helgina. Þetta var stærsta og langdrægasta eldflaug sem Kóreumenn gera tilraunir með um árabil. Erlent 31.1.2022 09:29 Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. Erlent 30.1.2022 16:11 Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Ríkisstjórn Norður-Kóreu ætlar mögulega að hefja á nýjan leik tilraunir með langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Sú ákvörðun var tekin á ríkisráðsfundi í vikunni að Kim Jung-un, einræðisherra Norður-Kóreu, íhugaði að hefja tilraunirnar aftur vegna „óvinveittrar stefnu“ Bandaríkjanna í garð einræðisríkisins. Erlent 20.1.2022 11:05 Skutu enn einni eldflauginni á loft Eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu í nótt og var það í fyrsta sinn í minnst tvo mánuði. Ekki liggur fyrir hvers konar eldflaug um er að ræða en henni var skotið frá sambærilegum stað og annarri eldflaug í fyrra sem ríkisstjórn einræðisríkisins sagði vera hljóðfráa eldflaug. Erlent 5.1.2022 08:24 Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. Erlent 3.1.2022 08:47 Suður-Kóreumaður hefur flúið norður yfir landamærin Suðurkóreskur ríkisborgari hefur flúið yfir landamærin til Norður-Kóreu. Þetta staðfestir suðurkóreski herinn en það er mjög sjaldséð að fólk flýi úr suðrinu og norður. Erlent 2.1.2022 08:26 Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. Erlent 27.12.2021 09:28 Fjöldi nýsmitaðra nær nýjum hæðum vestanhafs Sjö daga nýgengni smita í Bandaríkjunum mælist nú 168.981 sem er meira en það var í sumar þegar faraldur delta-afbrigðis kórónuveirunnar náði hámarki. Þá fór nýgengið hæst í rúmlega 165 þúsund nýsmitaða. Erlent 23.12.2021 16:27 Fyrrverandi forseti Suður-Kóreu er látinn Chun Doo-hwan, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, lést í morgun, níutíu ára að aldri. Erlent 23.11.2021 07:33 Yfirvöld víða á tánum vegna tilvika fuglaflensu Alþjóðlegu dýraheilbrigðisstofnuninni (OIE) hefur borist nokkur fjöldi tilkynninga síðustu daga um alvarlega fuglaflensu í Evrópu og Asíu. Þá hefur 21 maður greinst með undirtýpu H5N6 í Kína á þessu ári, fleiri en allt árið 2020. Erlent 16.11.2021 08:59 Prófuðu nýjan flugtaxa í Seoul Kerfi til að stjórna smáþyrlum sem yfirvöld í Suður-Kóreu vonast til að verði notaðar sem flugtaxar á næstu árum, var sýnt í Seoul í morgun. Ráðmenn í landinu vonast til þess að fólk verði farið að fljúga um í massavís árið 2025. Viðskipti erlent 11.11.2021 12:03 Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. Erlent 28.10.2021 15:14 Squid Game: Barnaleikir eru dauðans alvara Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu eru orðnir vinsælustu þættir Netflix í sögu streymisveitunnar. Þættirnir þykja varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar. Bíó og sjónvarp 13.10.2021 11:34 Norður-Kórea: Squid Game endurspegli ógeðfellt samfélag Suður-Kóreu Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu, sem hafa notið gífurlegra vinsælda á Netflix, eru allegóría fyrir ógeðfellt og stéttaskipt samfélag Suður-Kóreu. Það er samkvæmt vefsíðu frá Norður-Kóreu þar sem áróður ríkisstjórnar landsins er birtur. Erlent 12.10.2021 11:10 Transkona skráð aftur í herinn eftir sjálfsvíg hennar Dómstóll í Suður-Kóreu hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrá eigi unga transkonu sem svipti sig lífi eftir að hafa verið rekin úr hernum, aftur í herinn. Sú ákvörðun að reka liðþjálfann Byun Hui-su úr hernum árið 2019 hefur því verið felld niður. Erlent 7.10.2021 11:11 Park biður stuðningsmenn United að hætta að syngja hundakjötssönginn Ji-sung Park hefur beðið stuðningsmenn Manchester United um að hætta að syngja lag um sig sem inniheldur niðrandi orð um Suður-Kóreumenn. Enski boltinn 4.10.2021 09:01 Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. Erlent 1.10.2021 09:46 Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. Erlent 30.9.2021 07:35 Norður-Kórea kynnti færanlegan lestarskotpall Spenna fer vaxandi á Kóreu-skaga eftir að bæði Suður- og Norður-Kórea hafa sýnt mátt sinn með því að skjóta eldflaugum á loft. Myndband sýnir að Norður-Kórea hefur nú þróað færanlegan eldflaugaskotpall. Elflaugunum er skotið af lestarvagni. Erlent 16.9.2021 23:36 Stigmagnandi spenna vegna eldflaugaæfinga á Kóreuskaga Eldflaugatilraunir stjórnvalda í Norður Kóreu hafa valdið vaxandi spennu í samskiptum Kóreuríkjanna. Kínverjar, Japanir og Bandaríkjamenn hafa einnig lýst áhyggjum af þróun mála. Erlent 15.9.2021 19:20 „Hjarta“ kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu var ræst í sumar Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir útlit fyrir að Norður-Kóreumenn hafi ræst kjarnakljúfur ríkisins í Yongbyon fyrr á þessu ári. Í árlegri skýrslu IAEA sem birt var um helgina segir að kveikt hafi verið á kljúfinum í júlí og kælivatn hafi verið losað frá Yongbyon. Erlent 30.8.2021 10:12 Samsung-erfinginn á reynslulausn Samsung-erfingjanum Lee Jae-yong var sleppt úr fangelsi í Suður-Kóreu í morgun eftir að hafa fengið reynslulausn. Erlent 13.8.2021 08:01 Bein útsending: Samsung kynnir ný tæki Tæknirisinn Samsung kynnir í dag nýjustu snjalltæki fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að nýir samanbrjótanlegir símar muni vera í aðalhlutverkum á viðburðinum sem kallast Unpacked 2021. Viðskipti erlent 11.8.2021 13:30 Vill áfengi og jakkaföt áður en afvopnunarviðræður hefjast aftur Norður-Kórea vill að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði aflétt svo ríkið geti hafið útflutning málma og innflutning hreinsaðrar olíu, áður en viðræður um kjarnorkuafvopnun við Bandaríkin hefjast. Erlent 3.8.2021 08:13 Hefur ekki séð konuna sína í fjóra mánuði en erfiðar æfingar skiluðu Ólympíugulli Suður Kórea vann gull í liðakeppni í skylmingum á Ólympíuleikunum í Tókýó og það er óhætt að segja að Kóreubúarnir hafi verið tilbúnir að fórna miklu fyrir árangur á leikunum í ár. Sport 29.7.2021 11:00 Sjálfsfróunarummæli falla ekki í kramið í Suður-Kóreu Erfiðlega gengur að halda fyrsta fund núverandi leiðtoga Japans og Suður-Kóreu. Til stóð að Moon Jae In, forseti Suður-Kóreu, ferðaðist til Japans í vikunni en sú ferð er í óvissu vegna ummæla japansks erindreka. Erlent 19.7.2021 07:44 Fangelsi og jafnvel dauðadómur fyrir vörslu erlends afþreyingarefnis Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa varað ungt fólk í landinu við því að nota slanguryrði jafnaldra sinna frá Suður-Kóreu og hvetja ungdóminn raunar til að halda sig við „staðlað norðurkóreskt mál.“ Erlent 18.7.2021 22:31 Banna hraða tónlist til að draga úr útbreiðslu veirunnar Líkamsræktarstöðvum í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, og nágrenni hefur verið bannað að spila hraða tónlist í húsakynnum sínum, til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Erlent 13.7.2021 07:38 Sendiherrann kallaður heim án tafar eftir að frúin löðrungar í annað sinn Sendiherra Belgíu í Seúl hefur verið kallaður heim „án tafar“ eftir að eiginkona hans réðist að almennum borgara í annað sinn á fjórum mánuðum. Peter Lescouhier átti að snúa til Belgíu seinna í mánuðinum vegna fyrra atviksins en hefur nú verið skipað að fljúga heim hið fyrsta. Erlent 9.7.2021 09:05 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 11 ›
Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Erlent 23.2.2022 07:43
Óttast nýjar tilraunir með langdrægar eldflaugar Yfirvöld í Kína staðfestu í morgun að meðaldrægri eldflaug, sem gæti verið skotið að Gvam, hafi verið skotið á loft um helgina. Þetta var stærsta og langdrægasta eldflaug sem Kóreumenn gera tilraunir með um árabil. Erlent 31.1.2022 09:29
Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. Erlent 30.1.2022 16:11
Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Ríkisstjórn Norður-Kóreu ætlar mögulega að hefja á nýjan leik tilraunir með langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Sú ákvörðun var tekin á ríkisráðsfundi í vikunni að Kim Jung-un, einræðisherra Norður-Kóreu, íhugaði að hefja tilraunirnar aftur vegna „óvinveittrar stefnu“ Bandaríkjanna í garð einræðisríkisins. Erlent 20.1.2022 11:05
Skutu enn einni eldflauginni á loft Eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu í nótt og var það í fyrsta sinn í minnst tvo mánuði. Ekki liggur fyrir hvers konar eldflaug um er að ræða en henni var skotið frá sambærilegum stað og annarri eldflaug í fyrra sem ríkisstjórn einræðisríkisins sagði vera hljóðfráa eldflaug. Erlent 5.1.2022 08:24
Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. Erlent 3.1.2022 08:47
Suður-Kóreumaður hefur flúið norður yfir landamærin Suðurkóreskur ríkisborgari hefur flúið yfir landamærin til Norður-Kóreu. Þetta staðfestir suðurkóreski herinn en það er mjög sjaldséð að fólk flýi úr suðrinu og norður. Erlent 2.1.2022 08:26
Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. Erlent 27.12.2021 09:28
Fjöldi nýsmitaðra nær nýjum hæðum vestanhafs Sjö daga nýgengni smita í Bandaríkjunum mælist nú 168.981 sem er meira en það var í sumar þegar faraldur delta-afbrigðis kórónuveirunnar náði hámarki. Þá fór nýgengið hæst í rúmlega 165 þúsund nýsmitaða. Erlent 23.12.2021 16:27
Fyrrverandi forseti Suður-Kóreu er látinn Chun Doo-hwan, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, lést í morgun, níutíu ára að aldri. Erlent 23.11.2021 07:33
Yfirvöld víða á tánum vegna tilvika fuglaflensu Alþjóðlegu dýraheilbrigðisstofnuninni (OIE) hefur borist nokkur fjöldi tilkynninga síðustu daga um alvarlega fuglaflensu í Evrópu og Asíu. Þá hefur 21 maður greinst með undirtýpu H5N6 í Kína á þessu ári, fleiri en allt árið 2020. Erlent 16.11.2021 08:59
Prófuðu nýjan flugtaxa í Seoul Kerfi til að stjórna smáþyrlum sem yfirvöld í Suður-Kóreu vonast til að verði notaðar sem flugtaxar á næstu árum, var sýnt í Seoul í morgun. Ráðmenn í landinu vonast til þess að fólk verði farið að fljúga um í massavís árið 2025. Viðskipti erlent 11.11.2021 12:03
Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. Erlent 28.10.2021 15:14
Squid Game: Barnaleikir eru dauðans alvara Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu eru orðnir vinsælustu þættir Netflix í sögu streymisveitunnar. Þættirnir þykja varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar. Bíó og sjónvarp 13.10.2021 11:34
Norður-Kórea: Squid Game endurspegli ógeðfellt samfélag Suður-Kóreu Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu, sem hafa notið gífurlegra vinsælda á Netflix, eru allegóría fyrir ógeðfellt og stéttaskipt samfélag Suður-Kóreu. Það er samkvæmt vefsíðu frá Norður-Kóreu þar sem áróður ríkisstjórnar landsins er birtur. Erlent 12.10.2021 11:10
Transkona skráð aftur í herinn eftir sjálfsvíg hennar Dómstóll í Suður-Kóreu hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrá eigi unga transkonu sem svipti sig lífi eftir að hafa verið rekin úr hernum, aftur í herinn. Sú ákvörðun að reka liðþjálfann Byun Hui-su úr hernum árið 2019 hefur því verið felld niður. Erlent 7.10.2021 11:11
Park biður stuðningsmenn United að hætta að syngja hundakjötssönginn Ji-sung Park hefur beðið stuðningsmenn Manchester United um að hætta að syngja lag um sig sem inniheldur niðrandi orð um Suður-Kóreumenn. Enski boltinn 4.10.2021 09:01
Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. Erlent 1.10.2021 09:46
Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. Erlent 30.9.2021 07:35
Norður-Kórea kynnti færanlegan lestarskotpall Spenna fer vaxandi á Kóreu-skaga eftir að bæði Suður- og Norður-Kórea hafa sýnt mátt sinn með því að skjóta eldflaugum á loft. Myndband sýnir að Norður-Kórea hefur nú þróað færanlegan eldflaugaskotpall. Elflaugunum er skotið af lestarvagni. Erlent 16.9.2021 23:36
Stigmagnandi spenna vegna eldflaugaæfinga á Kóreuskaga Eldflaugatilraunir stjórnvalda í Norður Kóreu hafa valdið vaxandi spennu í samskiptum Kóreuríkjanna. Kínverjar, Japanir og Bandaríkjamenn hafa einnig lýst áhyggjum af þróun mála. Erlent 15.9.2021 19:20
„Hjarta“ kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu var ræst í sumar Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir útlit fyrir að Norður-Kóreumenn hafi ræst kjarnakljúfur ríkisins í Yongbyon fyrr á þessu ári. Í árlegri skýrslu IAEA sem birt var um helgina segir að kveikt hafi verið á kljúfinum í júlí og kælivatn hafi verið losað frá Yongbyon. Erlent 30.8.2021 10:12
Samsung-erfinginn á reynslulausn Samsung-erfingjanum Lee Jae-yong var sleppt úr fangelsi í Suður-Kóreu í morgun eftir að hafa fengið reynslulausn. Erlent 13.8.2021 08:01
Bein útsending: Samsung kynnir ný tæki Tæknirisinn Samsung kynnir í dag nýjustu snjalltæki fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að nýir samanbrjótanlegir símar muni vera í aðalhlutverkum á viðburðinum sem kallast Unpacked 2021. Viðskipti erlent 11.8.2021 13:30
Vill áfengi og jakkaföt áður en afvopnunarviðræður hefjast aftur Norður-Kórea vill að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði aflétt svo ríkið geti hafið útflutning málma og innflutning hreinsaðrar olíu, áður en viðræður um kjarnorkuafvopnun við Bandaríkin hefjast. Erlent 3.8.2021 08:13
Hefur ekki séð konuna sína í fjóra mánuði en erfiðar æfingar skiluðu Ólympíugulli Suður Kórea vann gull í liðakeppni í skylmingum á Ólympíuleikunum í Tókýó og það er óhætt að segja að Kóreubúarnir hafi verið tilbúnir að fórna miklu fyrir árangur á leikunum í ár. Sport 29.7.2021 11:00
Sjálfsfróunarummæli falla ekki í kramið í Suður-Kóreu Erfiðlega gengur að halda fyrsta fund núverandi leiðtoga Japans og Suður-Kóreu. Til stóð að Moon Jae In, forseti Suður-Kóreu, ferðaðist til Japans í vikunni en sú ferð er í óvissu vegna ummæla japansks erindreka. Erlent 19.7.2021 07:44
Fangelsi og jafnvel dauðadómur fyrir vörslu erlends afþreyingarefnis Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa varað ungt fólk í landinu við því að nota slanguryrði jafnaldra sinna frá Suður-Kóreu og hvetja ungdóminn raunar til að halda sig við „staðlað norðurkóreskt mál.“ Erlent 18.7.2021 22:31
Banna hraða tónlist til að draga úr útbreiðslu veirunnar Líkamsræktarstöðvum í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, og nágrenni hefur verið bannað að spila hraða tónlist í húsakynnum sínum, til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Erlent 13.7.2021 07:38
Sendiherrann kallaður heim án tafar eftir að frúin löðrungar í annað sinn Sendiherra Belgíu í Seúl hefur verið kallaður heim „án tafar“ eftir að eiginkona hans réðist að almennum borgara í annað sinn á fjórum mánuðum. Peter Lescouhier átti að snúa til Belgíu seinna í mánuðinum vegna fyrra atviksins en hefur nú verið skipað að fljúga heim hið fyrsta. Erlent 9.7.2021 09:05